Samúðarkveðjur geta verið viðkvæmt og umdeilanlegt mál.

Samúðarkveðjur vegna fráfalls eða harmleikja, sem snertir heilar þjóðir, eru yfirleitt þess eðlis að það þykir hið eðlilegast og sjálfsagt að senda þær.  

Þjóðhöfðingjar eða æðstu ráðamenn landa sjá um að senda slíkar kveðjur og það er yfirleitt gert, þegar æðstu ráðamenn þjóðanna eða miklar þjóðhetjur falla frá.

Það, að Norður-Kóreumenn endurgjaldi ekki samúðarkveðjur granna sinna og bræðraþjóðar í suðri og taki sig með því út úr hópi nágrannaþjóða, verður því að teljast óvenjulegt.

En það er líka margt óvenjulegt varðandi ráðamenn í Norður-Kóreu og ástandið þar.

Það er þó ekki einsdæmi að umdeilanlegt þyki, hvort samúðarkveðjur séu sendar eða ekki og afar óvenjulegt heimsástand getur ráðið miklu um það.

Þegar Roosevelt Bandaríkjaforseti dó 12. apríl 1945 sendi Hitler til dæmis engar samúðarkveðjur til Bandaríkjamanna. Raunar stökk Göbbels fagnandi á fætur þegar fréttirnar bárust til byrgis Foringjans í Berlín og hrópaði: "Þetta eru tímamótin, umskiptin"( í stríðinu) !" og átti þá við það, að nú yrði ósætti meðal Bandamanna í stríðsrekstrinum og að stríðsgæfan myndi snúast nasistum í vil.

Sýnir það vel þá vaxandi firringu, sem ríkti meðal ráðamanna Þriðja ríkisins síðustu mánuði og daga þess.  

Þegar Hitler síðan dó 18 dögum síðar og tilkynnt var að hann hefði fallið í bardaga við stjórnstöð, streymdu samúðarkveðjur ekki til Þýskalands og heldur ekki til Ítalíu tveimur dögum fyrr þegar Mussolini var drepinn.

Ein undantekning þótti umdeilanleg, en það var að ráðamenn Portúgala og Íra sendu samúðarkveðjur til þýsku þjóðarinnar.  

Af því hlutust samt engin eftirmál að því er séð verður í gögnum frá þessum mjög svo óvenjulegu vordögum 1945. 

Stórir hlutar, jafnvel meirihluta ýmissa þjóða, hafa syrgt harðstjóra sína þegar þeir féllu frá.

Dæmi um það er fráfall Norður-Kóreskra harðstjóra og fráfall Stalíns 1953. Mig minnir að þjóðarleiðtogar heims hafi farið eftir siðvenjum og sent Sovétmönnum samúðarkveðjur við fráfall Stalíns og staðreynd er að stór hópur fólks á Íslandi, sem taldi sig ekki vita betur þá en að hann hefði verið eitt helsta stórmenni og velgjörðarmaður mannkyns, syrgði hann mjög.   


mbl.is Engin samúð frá Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 11:38

2 identicon

Þegar Kim Jong-il dó, þá hefðu suður-kóreönsk yfirvöld átt að senda hamingjukveðjur til norður-kóreönsku þjóðarinnar. Það sem Kim Jong-un og allir yfirmenn hersins og allir æðstu embættismenn þarfnast núna er kúla í gegnum hausinn samfara heillaóskum til þjóðarinnar. Hvernig erlend ríki geta horft á þetta hægfara þjóðarmorð, sem á sér stað í Norður-Kóreu án þess að gera neitt í málunum, er mér hulin ráðgáta, en lýsir vel því hugleysi sem er ríkjandi. Sams konar hugleysi og Vesturveldin sýndu árið 1938.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 15:13

3 identicon

Varðandi þetta áróðursmyndband á YouTube, þá er það dæmigert að norður-kóreanski ráðamenn álíta, að bara af því að hvíti maðurinn hafi slátrað frumbyggjum alls staðar, þá réttlæti það þá kúgun og svelti, sem þeir sjálfir beita norður-kóreönsku þjóðina. Two wrongs don't make one right.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband