Nöpur og kuldaleg sannindi. "Á vertíð".

Mikil,nöpur og kuldaleg sannindi í hreinni merkingu þess orðs eru fólgin í ummælum Baltasar Kormáks um það hvaða þátt fjallið Everest með öllum sínum slysum á í því að færa Nepalbúum björg í bú.

Kemur þá í hugann orðtakið "eins dauði er annars brauð" sem er ekki síður napurt og kalt.

Baltasar líkir Everest við íslensku fiskimiðin og íslenska sjósókn, sem hefur kostað þúsundir Íslendinga lífið í gegnum aldirnar. Það er eðlilegt að þessi samlíking komi honum í hug eftir að hann er nýbúinn að gera mynd um magnað íslenskt sjóslys.

Afi minn, Þorfinnur Guðbrandsson, var sendur gangandi Skaftafellssýslu alla leið vestur í verið í Garði á Suðurnesjum um vegalaust land og yfir mörg óbrúuð vatnsföll.

Hann fór í verið í janúar og allir vita hvernig veðurfarið er þá á Íslandi. Þegar heim kom í maí afhentii hann húsbónda sínum launin fyrir sjósóknina en fékk í staðinn mat og húsaskjól og vinnu við bústörfin þar til næsta ferð í verið tók við.

Lífsbarátta þess tíma kallaði á þá grimmilegu áhættu sem sjósóknin var þá, því að ekki þótti tiltökumál þótt jafnvel tugir sjómanna færust á hverri vertíð.

Árið 1963 reyndi ég að túlka þetta í lagi og texta, sem er svona:

 

Á VERTÍÐ.

 

Á vertíð fóru vaskir menn

í vetrarmyrkri og hríð.

Við reginöflin öll í senn

þeir áttu lífsins stríð.

Með dröngla í skeggi, dofna hönd,

drógu þeir fisk úr sjó,  

er rokið hristi reiða´og bönd

og Rán þá snoppunga sló.

 

Þeir óðu yfir frostköld fljót

og fóru´um landið þvert,

þótt nákalt hjarn og nybbugrjót

oft nísti holdið bert.

Margt heljarmenni til hvílu gekk

í helkaldri vetrarfönn

og þráða lausn frá þrautum fékk

í þjakandi lífsins önn.

 

En langt í burtu í litlum rann

fólk lifði´í heitri von.

Þar bað það Guð að blessa sinn mann

og bróður, föður og son.

Það vissi að þó að þrútið haf 

oft þýddi hinstu för,

að soltnum lýð í soð það gaf

og sjómanni afl og fjör.

 

Á vertíð fara´enn vaskir menn

í vetrarmyrkri og hríð.

Við reginöflin öll í senn

þeir eiga lífsins stríð.

Með dröngla í skeggi, dofna hönd,

hver drengur eldskírn fær,

er rokið hristir reiða og bönd

og Rán þá snoppunga slær.  

 

 

 

   

 


mbl.is „Það erfiðasta sem ég hef gert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um þriggja alda skeið héldu fjölmargar franskar fiskiskútur til þorskveiða á Íslandsmiðum. Þær lögðu upp síðla vetrar og sneru heim undir lok sumars."

"Elínu Pálmadóttur telst svo til að frá 1828 til loka veiðanna árið 1939 hafi um fjögur þúsund franskir fiskimenn og um fjögur hundruð skip hafnað í votri gröf við strendur Íslands."

"Með Ensku öldinni er átt við þann hluta sögu Íslands sem oft á við alla 15. öldina en nær strangt til tekið frá 1415 til 1475 þegar Englendingar öðrum fremur sigldu til Íslands til veiða og kaupa á skreið og annarri vöru (til að mynda vaðmáli og brennisteini) í skiptum fyrir ensk klæðaefni, mjöl, bjór, vín og fleira."

"Þýska öldin er það tímabil í Íslandssögunni þegar þýskir kaupmenn voru ráðandi í utanríkisverslun Íslendinga og þeir stunduðu einnig veiðar við Íslandsstrendur og útgerð frá íslenskum verstöðvum."

"Elsta heimild um siglingu þýskra kaupmanna til Íslands er frá 1432 en frá því um 1470 voru komur þeirra árvissar og þýska öldin er talin hefjast um það leyti. Hún stóð svo alla 16. öldina."

"Alla 17. öldina var launverslun mikil við erlenda kaupmenn og erlend fiskiskip skiptu hundruðum á Íslandsmiðum."

"Þegar útgerð togara hófst við Faxaflóa eftir aldamótin 1900 höfðu Íslendingar öldum saman stundað fiskveiðar á árabátum á miðum nálægt landi.

Fiskveiðar voru landsmönnum afar mikilvægar og stór hluti íbúa Gullbringusýslu hafði framfæri sitt eingöngu eða að mestu leyti af fiskveiðum á 18. og 19. öld.

Á síðustu áratugum 19. aldar höfðu loks myndast ákjósanleg skilyrði fyrir útgerð stærri þilskipa frá Íslandi og skútuöldin náði hámarki í Reykjavík á tímabilinu 1890-1910 en eftir það urðu togarar allsráðandi."

Þorsteinn Briem, 28.4.2014 kl. 23:52

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er ekki nákvæmt hjá honum. Túrismi er mikilvægur varðandi gjaldeyri í Nepal og þeir hafa reynt að auka túrisma - en Everest er aðeins brot af heildartekjum Nepal varðandi Túrisma.

Hægt að sjá td. í eftirfarandi:

,,last year the tourism sector earned revenues of $370 million - nearly 3 percent of Nepal's gross domestic product."

http://www.nbcnews.com/business/travel/everest-avalanches-impact-will-roll-through-nepals-economy-n87131

Heildar túrismi er um 3% af gdp. 370 milljón dollarar ok.

En varðandi klifrið er Everest mikilvægast - en það eru nokkur önnur fjöll þarna sem eru eftirsótt en Everest er dýrast og sennilega þurfa menn að borga meira þar en annarsstaðar og þar fær Nepalstjórn mestu peningana fyrir klifur.

En samt er það aðeins 3.3 milljónir dollara.

2012 voru 803,000 ferðamenn. 2,216 klifrarar og þar af 353 á Everest.

Jú jú, Everest klifrararnir eyða sennilega yfirleitt miklu og þorp nærri Everest hagnast án efa eða einstaklingar miðað við meðaltal í Nepal - en það er augljóslega ekki rétt að Everest klifur sé eitthvað krúsíalt fyrir Nepal í heildina séð.

Enda margskonar önnur ferðamennska sem laðar að td. ósnortin náttúra og fámenni og sem dæmi er nú Lumbini, fæðingarstaður Búdda í Nepal.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2014 kl. 01:16

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þ.e.a.s., að maður sér oft sagt sem svo: Nepalstjórn græðir um 3 milljónir dollara á ári fyrir aðeins að gefa út leyfi að kifra uppá topp - hva, það er ekki neitt. Eitthvað rúmlega 300 milljónir íslenskar. Það væri varla hægt að gera eina skýrslu fyrir þetta hér.

Miklu ráðlegra væri fyrir Nepal að láta ferðamenn bara horfa á fjallið - og það er líka gert.

Ofmetið þessir klifraraspekúlantar.

Og ástæðan að þeir sjerpar nenna að dröslast með vestræna klifrara þarna upp og setja sig í stórhættu - er sennilega bara af því þeir kunna ekki við að neita því. Þeir eru svo kurteisir og almennilegir við gesti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2014 kl. 01:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In 2012 the number of international tourists visiting Nepal was 598,204, a 10% increase on the previous year."

"Globally, international tourism results have so far not been seriously affected by the economic volatility, with growth continuing above the average of 3.8 per cent a year projected for the decade 2010-2020 according to UNWTO's long-term forecast."

Nepal welcomed 598,204 tourists in 2012


Economy of Nepal

Þorsteinn Briem, 29.4.2014 kl. 02:40

5 identicon

Afhverju segja þessir blaðamenn alltaf "vestrænir" klifrarar?

Hefur enginn sagt þeim að klifrarar frá öllum heimshornum koma til nepal að klífa everest og ráða Sherpa í vinnu? Þetta eru japanskir og indverskir leiðangrar og hvaðanæva að. Hvar fengu þeir þær hugmyndir að það væru bara "vestrænir" aðilar sem stunduðu fjallgöngur? Þeir sjá veröldina dálítið svart/hvítt - enda lítið ferðast sjálfir.

jón (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 04:51

6 identicon

Ég held að það sem Baltasar eigi við er það, að fjallatúrisminn mestallur í Nepal sé ÚT AF Everest. Það eru ekki svo margir sem fara upp. En það eru margir sem fara hátt, og margir sem SJÁ fjallið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 07:31

7 identicon

Balti hefur væntanlega horft á áhrif everest-túrismans á nálægar byggðir, og dregið sínar röngu ályktanir af því. Og fer síðan að þvaðra um málið án þess að hafa kíkt á svo mikið sem eina skýrslu eða opinber gögn um málefnið. Og síðan kemur þetta með íslenska sjósókn og blablabla...

Og útkoman verður auðvitað sú að einhver unglingur músar sig inn á Netið, aflar sér gagna um málið og rekur vitleysu eikstjórans ofan í hann.

Jón (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband