Svo margt hefur breyst síðan á dögum fyrri verkfalla í flugi.

Staðan, sem kemur upp ef til verkfalls félags flugvallarstarfsmanna kemur, yrði allt önnur og miklu alvarlegri en komið hefur upp í nokkru öðru verkfalli.

Verkfall hjá einstökum flugstéttum í vinnu hjá einstökum flugfélögum eins og flugmönnum og flugþjónum Icelandair hefur að vísu svipuð áhrif og verkföll hjá þessum aðilum í gegnum tíðina en þó mklu meiri áhrif en fyrr vegna stórvaxandi flutninga.

En allt flug til og frá landinu stöðvast ekki þótt verkfall verði hjá starfsmönnum eins flugfélags.  

Það, að lokast muni fyrir allt flug bæði innanlands og til og frá landinu, er svo miklu alvarlegra en nokkru sinni áður hefur gerst. Rennum aðeins yfir það sem er breytt frá því sem áður var.

1. Nú flýgur fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi en ekki bara eitt. En lokun flugvallanna skrúfar fyrir allt flugið hjá öllum flugfélögunum.

2. Ferðaþjónustan hefur hraðvaxið síðustu ár og er orðinn sá atvinnuvegur sem skapar mest útflutningsverðmæti. Stöðvun í henni einmitt þegar aðalvertíðin er að hefjast veldur meiri röskun en dæmi eru til um áður.   

3. Úlutningur á ferskum fiski á öruggan og skjótan hátt er orðinn að grundvallaratriði fyrir sjávarútveginn og kjör fólks í landinu. Þetta er miklu stærra atriði en fólk gerir sér grein fyrir. Sem sagt: Lokun flugvallanna þýðir stórtjón fyrir tvær mest skapandi atvinnugreinar landsins.

4. Ísland er eyja 1300 kílómetra frá næstu löndum og það er ekki hægt að færa flutningana í fluginu yfir á járnbrautir, bíla eða skip.

Engin þjóð í Evrópu eða Ameríku býr við slíkar aðstæður.  

Engin leið er fyrir utanaðkomandi að dæma um hvor deiluaðila myndi bera meiri ábyrgð á verkfalli, ef af verður. Eða að sjá, hvernig sú ábyrgð skiptist hugsanlega á milli aðila.

Það eina, sem blasir við er hvaða áhrif verkfall myndi hafa.  

   


mbl.is Yfirvofandi verkfall rætt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta varð stærsta útflutningsgreinin hér á Íslandi í fyrra, 2013.

Tekjur af erlendum ferðamönnum
voru þá 275 milljarðar króna, eða 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu, og um 16% meiri en árið 2012, en þá voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Og miðað við að tekjur af erlendum ferðamönnum verði einnig 16% meiri nú í ár en í fyrra verða tekjurnar um 319 milljarðar króna á þessu ári, tæplega einn milljarður króna á dag.

Kostnaður þjóðarbúsins vegna allsherjarverkfalls flugvallarstarfsmanna um einn milljarður króna á dag

Þorsteinn Briem, 29.4.2014 kl. 17:37

2 identicon

Flugvallarstarfsmenn eru ekki í sömu stöðu og kvótagreifarnir, sem þurftu ekki í verkfall, binda skipin við bryggju, til að bæta kjör sín.

Völdu frekar þá leiðina að borga í kosningasjóði hægri flokkanna, klassíska leiðin sem heitir mútur á góðri íslensku. Sú leið bregst sjaldan.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband