Hvað segðu menn um 700 fanga á Íslandi?

Enn dragnast Bandaríkin með fornaldar kerfi refsinga og ójafnaðar sem setur blett á hlutverk þeirra sem framvarðar í baráttu fyrir mannréttindum og frelsi í heiminum.

40 mínúta pyntingar til að murka líftóruna úr sakamanni í gær er ekki hægt að afsaka með mistökum við drápið, heldur er hugsunin röng á bak við það að hátt í milljón manna sé í fangelsum ríkisins, sem svarar 700 föngum í íslenskum fangelsum, og að þúsundir hafi verið drepnir síðustu áratugina.

Mér er enn í minni þegar maður byrjaði að lesa mannkynssöguna í grunnskóla og las um réttarfar og ástand dómsmála í fornöld, sem byggðist á reglunni "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" og fannst það grimmdarlegt og framandi.

Það hlýtur að vera eitthvað mikið bogið við það ástand að hvergi í lýðræðisríkjum skuli vera fleiri fangar miðað við mannfjölda en í Bandaríkjunum.

Og glæpatíðni og dráp með skotvopnum er margfalt hærri en í sambærilegum ríkum þannig að dauðarefsingar og fangelsanir hafa greinilega ekki þau fælingaráhrif sem ætlunin er að kalla fram.   

 


mbl.is Aftakan mistókst en fanginn lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis grein á vef Nature, um hlutfall réttarmorða vegna dauðarefsingar í USA.

http://www.nature.com/news/death-penalty-analysis-reveals-extent-of-wrongful-convictions-1.15114

Skuggi (IP-tala skráð) 30.4.2014 kl. 15:26

2 identicon

Hér gætir nú ákveðins misskylnings hjá þér Ómar. USA er ekki lýðræðisríki í neinum skilningi þess orðs. þarna er tveggja flokka kerfi og munurin á demokrötum og rebublikönum er sára lítill. þetta er lögregluríki þar sem ríkir ógnarstjórn. þarna er njósnað um alla íbúa landsins kerfisbundið sem og nánast allan heiminn.

Mótmæli hverkonar eru barin þarna niður af hörku og svo gerir þetta land innrás í önnur lönd á nokkura ára fresti til að "færa þeim lýðræði" USA er fasistaríki og ekkert annað.

ólafur (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband