30.4.2014 | 13:48
Græna gangan og Vikivaki, - hríslandi gleði.
Vorsólin skín. Í útvarpinu hljómar Vikivaki Jóns Múla Árnasonar í flutningi Þóris Baldurssonar og Rúnars Georgssonar. Það hríslast um mann straumur gleði og hamingju og þakklæti til þessara snillinga að heyra þetta og njóta þess.
Rétt á undan laginu var flutt spá um gott veður á morgun, 1. maí, og aftur hríslast straumur um taugar, tilhlökkun og þakklæti fyrir að fá að taka þátt í jafn gefandi viðburði og Græna gangan getur orðið í krafti mun víðtækari samstöðu enn fleiri félaga en fyrr og auk þess samstarfs og samráðs við samtök launafólksins, sem Græna gangan fer í kjölfarið á.
Í fyrra fór gangan fram úr öllum vonum með alls um 5 þúsund þátttakendur. Slíkt gerist ekki nema með samstilltu átaki þar sem allir leggja sig fram.
Athugasemdir
Þegar kemur gangan græn,
gott er ætíð veður,
fremst þar gengur Vigdís væn,
og Vikivaki gleður.
Þorsteinn Briem, 30.4.2014 kl. 14:51
Tvíburarnir Anastasia og Maria syngja tíu ára á Rauða torginu um hina rússnesku Kötu (Vertu til er vorið kallar á þig)
Þorsteinn Briem, 6.5.2014 kl. 22:01
Fyrsta bloggfærsla á omarragnarsson.blog.is:
14.1.2007 | 23:47
GALIN VIRKJANAFÍKN - FYRRI HLUTI
Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 05:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.