Græna gangan og Vikivaki, - hríslandi gleði.

Vorsólin skín. Í útvarpinu hljómar Vikivaki Jóns Múla Árnasonar í flutningi Þóris Baldurssonar og Rúnars Georgssonar. Það hríslast um mann straumur gleði og hamingju og þakklæti til þessara snillinga að heyra þetta og njóta þess.

Rétt á undan laginu var flutt spá um gott veður á morgun, 1. maí, og aftur hríslast straumur um taugar, tilhlökkun og þakklæti fyrir að fá að taka þátt í jafn gefandi viðburði og Græna gangan getur orðið í krafti mun víðtækari samstöðu enn fleiri félaga en fyrr og auk þess samstarfs og samráðs við samtök launafólksins, sem Græna gangan fer í kjölfarið á.

Í fyrra fór gangan fram úr öllum vonum með alls um 5 þúsund þátttakendur. Slíkt gerist ekki nema með samstilltu átaki þar sem allir leggja sig fram.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar kemur gangan græn,
gott er ætíð veður,
fremst þar gengur Vigdís væn,
og Vikivaki gleður.

Þorsteinn Briem, 30.4.2014 kl. 14:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta bloggfærsla á omarragnarsson.blog.is:

14.1.2007 | 23:47


GALIN VIRKJANAFÍKN - FYRRI HLUTI

Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband