Hefur gerst áđur í Evrópu.

Ţađ er nokkuđ langt síđan ađ í Evrópu hefur komiđ upp fylgi, sem efli flokka á jađri hins ríkjandi pólitíska litrófs í krafti óánćgju međ ríkjandi ástand.

Nefna má nokkur dćmi um slíkar bylgjur svo sem fyrir rúmri öld ţegar hreyfingar anarkista og sósíalista ruddu sér til rúms og stórir sósíaliskir flokkar urđu til.

Ţessir flokkar komu ađ vísu umróti af stađ međ róttćkni sinni, en kveikjan ađ fylgi ţeirra var ţó réttmćt gagnrýni á ríkjandi ástand.  

Eftir Fyrri heimsstyrjöldina áttu flokkar sem ađhylltust borgaralegt lýđrćđi í vök ađ verjast og fóru sósíaldemókratar ekki varhluta af ţví.

Ţeir voru sakađir um ţađ sem aflaga fór í ţjóđfélögunum og ţá veikleika, sem til dćmis hrjáđi Weimar-lýđveldiđ í Ţýskalandi, auk ţess sem stórir gallar og ýmis óréttlát ákvćđi Versalasamninganna voru vatn á myllu róttćkra hćgri flokka svo sem fasista á Ítalíu og Spáni og nasista í Ţýskalandi.

Ţađ vćri einföldun ađ segja ađ ţađ, hvernig hörđ ţjóđernishyggja og fasismi breiddust út um Evrópu, hafi eingöngu veriđ af hinu illa, ţví ađ ţessar hreyfingar hefđu ekki náđ ţessari útbreiđslu ef ţćr hefđu ekki getađ nćrst á réttmćtri óánćgju međ ýmsa hluti, sem lýđrćđislegu flokkunum tókst ekki ađ fćra til betri vegar.

Á fyrsta áratugnum eftir Seinni heimsstyrjöldina óx mjög fylgi kommúnista í Evrópu, ekki ađeins međ valdbeitingu Sovétríkjanna í Austur-Evrópulöndunum, heldur urđu kommúnistar mjög öflugir í nokkrum löndum Vestur-Evrópu, svo sem í Grikklandi og Frakklandi, og á Ítalíu.

Ekki má gleyma ţví ađ hér á Íslandi varđi Sameiningarflokki íslenskrar alţýđu, Sósíalistaflokkurinn, Stalín og kommúnismann í Austur-Evrópu í rúm tuttugu ár.

Mikiđ fylgi kommúnista á ţessum árum ţreifst ađallega vegna óánćgju međ bágboriđ ríkjandi ástand eftir eyđileggingu styrjaldarinnar.  

Kommúnistar á Grikklandi voru barđir niđur í borgarastyrjöld í striđslok međ inngripi Breta, enda hafđi Grikkland falliđ ţeim í hlut í samningi Stalíns og Churchills í Yalta.

Međ Marshall-ađstođinni tókst Bandaríkjamönnum ađ slá á óánćgjuna í Vestur-Evrópu og lýđrćđi hélt velli nema á Spáni og í Portúgal fram eftir öldinni og komst á um tíma í Grikklandi.

Helsti munurinn á óánćgjufylginu nú og á fyrstu árunum eftir stríđ er sá ađ nú eru ţađ ţjóđernissinnađir flokkar yst til hćgri sem helst nćrast á óánćgju međ ríkjandi ástand, en eftir stríđ voru ţađ flokkar lengst til vinstri.

Ástćđan er líklega sú, ađ nú er ţađ langt síđan flokkar međ ţjóđernishyggju og alrćđi sem stefnu biđu skipbrot í heimsstyrjöld, ađ fćlingarmáttur styrjaldarinnar gagnvart slíkum flokkum hefur fjarlćgst, enda er ekki hćgt ađ segja ađ ţessir flokkar haldi fasisma eđa einrćđi stíft fram, heldur frekar harđri ţjóđernisstefnu međ andófi gegn fjölmenningarstefnu og innflutningi útlendinga.

Hátimbrađ kerfi ESB og stefna ţess er ákjósanlegt skotmark ţeirra sem vilja breytingar og leita ađ blóraböggli.

Rétt eins og á árunum fyrir Seinni heimsstyrjöldina er mikiđ og viđvarandi atvinnuleysi skađvaldur, sem skapar gróđrastíu fyrir róttćka flokka til hćgri.

Nasistar sökuđu sósíaldemókrata um ađ hafa valdiđ ósigrinum í Fyrri heimsstyrjöldinni, af ţví ađ ţađ kom í ţeirra hlut ađ standa ađ vopnahléi og óréttlátum friđarsamningum.  

Ţađ vill gleymast ađ skefjalaus gróđahyggja fjármálaaflanna, sem naut velvilja ţeirra hćgri manna, sem minnst taumhald vildu hafa á slíku, olli efnahagshruninu 2008 sem ekki sér enn fyrir endann á.

Ţađ leiddi af sér ófarnađ í Grikklandi og fleiri löndum í sunnanverđri Evrópu auk Írlands og Íslands sem höfđu tekiđ ástfóstri viđ hinn mikla átrúnađ á ótakmarkađa möguleika fjármálakerfisins til ađ ţenja sig út.

En nú reynist auđvelt ađ saka stefnu og tilvist ESB um vandamál nútímans, enda er óhjákvćmilegt fyrir sambandiđ ađ líta í eigin barm, enda valdhlutföllin á ţingi ţess orđin ţess eđlis ađ ekki verđur hjá ţví komist.

Fjórđungs fylgi róttćkra ţjóđernissinnađra flokka í nokkrum löndum er merki um ađ umbóta sé ţörf í stjórnmálum álfunnar.  

    


mbl.is Margir vilja ađ Clegg segi af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mađur hefur séđ marga halda ţví fram ađ dađur framsóknarfyrirbrigđisins viđ fasisma og rasisma sé nýtilkomin. Svo er ţó ekki. Stofnandi flokksins - ef kalla má ţetta fyrirbrigđi stjórnmálaflokk - Jónas frá Hriflu,  hefur veriđ ansi nćrri ţjóđernissósíalisma í sínum bođskap og skođunum, ef dćma má af lestri ţeirra fjölmörgu, pólitísku greina sem hann skrifađi, ekki síst í Skinfaxa. Svo má ekki gleyma beinu dađri Hermanns Jónassonar fyrir stjórnvöld Hitlerstímans í Ţýskalandi á fjórđa áratug síđustu aldar. Merkilegt er einnig eins og einhver benti á fyrr í dag hvernig einn hans helsti dáđadrengur tengdist inn í ţá veröld í námi og persónulegum samskiptum. Ekki ađ undra ađ upplýsingaţjónustur bandamanna hafi litiđ ţetta hornauga. Eysteinn Jónsson var hinsvegar miklu meiri lýđrćđissinni og hefur sjálfsagt í raun veriđ sósíaldemokrat í raun. Dr. Ólafur Jóhannesson var pragmatiskur stjórnmálamađur og líklega ekki mikill hugsjónamađur, heldur fyrst og síđast lagasérfrćđingur. Svo hófst pópulisminn međ Steingrími og viđ skulum bara láta hér stađar numiđ.

E (IP-tala skráđ) 26.5.2014 kl. 20:29

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jónas frá Hriflu var samvinnumađur sem var menntađur í Bretlandi og stuđlađi ađ uppbyggingu samvinnustefnunnar sem á rćtur sínar ţar.Hann var alla tíđ andstćđingur Nazismans og vildi hafa sem mest samstarf viđ Breta.Hann varađi líka viđ kommúnismanum.Hermann Jónasson sem var forsćtisráđherra á ţriđja áratugnum fyrir Framasóknarflokkinn var sama sinnis.Lygarnar um ađ Framsóknarflokkurinn og Hermann Jónasson hafi veriđ hallur undir Hitlers Ţýskaland á sér engan rökstuđning.Ţvert á móti var ţađ Framsóknarflokkurinn og Hermann Jónasson sem stóđu í lappirnar, öfugt viđ marga forystumenn Evrópu, ţegar Hitlers Ţýskaland óskađi eftir ađstöđu hér fyrir flugvélar.Nú reyna ESB sinnar á íslandi ađ koma ţeirri lygasögu á kreik ađ ţeir sem vilja ekki inngöngu Íslands í ESB séu Nazistar og ađ breski sjálfstćđisflokkurinn og danski Ţjóđarflokkurinn séu nokkurskonar nazistaflokkar.365 miđlar og rúvviđ hafa veriđ dugleg ađ útbreiđa ţessar lygar.Ţetta bull stenst enga skođun.Ţađ var yfirlýst stefna Hitlers ađ sameina Evrópu í eitt ríki.Sem honum tókst nćstum ţví.

Sigurgeir Jónsson, 26.5.2014 kl. 23:04

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á ađ vera:Hermann Jónasson sem var forsćtisráđherra á fjórđa áratugnum.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 04:06

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bretar vita vel af sameiningarbrölti Hitlers-Ţýskalands og Nazista. Afstađa ţeirra nú til ESB mótast ekki síst af ţví.Ţeir eru sumir hverjir hrćddir um ađ sagan sé ađ endurtaka sig.Ţađ sama er á Norđurlöndunum.Ukrainumenn sem studdu Nazizta í seinni heimsstyrjöldinni eru hinsvegar hörđustu stuđningsmenn ţess ađ Ukraina gangi í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 04:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband