"Þegi þú! Þú veist ekki hvað samkeppnin er hörð!"

"Þessi orð hrópaði bálreiður verkstjórinn við viðgerð á Háaleitisbraut fyrir nokkrum árum þegar ég kvartaði um það við hann að allt að 700 manns væru lokaðir með farartæki sín við norðanverða götuna, vegna þess að henni hafði verið lokað fyrirvaralaust um morguninn. 

"Þú ættir að haf vit á að þegja um það sem þú hefur ekki hundsvit á!", hrópaði hann. "Þú veist ekki hvað samkeppnin er hörð í þessum bransa og við höfum ekki efni á því að vera að eltast við einhverjar merkingar með ærnum kostnaði!"

Ég hringdi á þá skrifstofu Reykjavíkurborgar sem svona mál heyra undir, og fékk þau svör að verktakinn væri að brjóta útboðsskilmála með þessu framferði.

"Og ætlið þið ekkert að gera í því?" spurði ég.

"Nei, enda er það of seint, þegar heitt malbikið er komið á götuna" var svarið.

"En þið hafið eftirlitsskyldu, er það ekki?" spurði ég.

Svarið kom um hæl: "Við höfum hvorki peninga né mannskap til að standa í slíku." 

Hringnum lokað. Svo virðist sem það sé háð geðþótta hvort vegfarendur fái upplýsingar um framkvæmdir og viðgerðir á gatnakerfinu.

Erlendis sér maður ekki svona. Vegfarendur fá að vita af því nógu langt frá viðgerðarstaðnu til að þeir geti valið sér aðra og betri leið í tíma.

Hér getur maður hins vegar átt von á því að vera kominn í alger vandræði þegar komið er að viðgerðarstaðnum.

Í tilfellinu, sem þessi frétt er tengd við, og margar svipaðar framkvæmdir, hefði að sjálfsögðu átt að setja upp upplýsingaskilti nógu langt frá viðgerðarstaðnum til þess að ökumenn gætu valið sér heppilegustu hjáleiðina í tíma.   

 


mbl.is Umferðarteppa við Vesturlandsveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"4. gr.
Öryggisáætlun.
Áður en framkvæmdir hefjast á og við veg skal verktaki gera ítarlega öryggisáætlun þar sem lýst er nauðsynlegum öryggisráðstöfunum vegna framkvæmdanna.

Þar komi m.a. fram hvernig afmarka skuli vinnusvæði, hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir.

Ennfremur skal í öryggisáætlun koma fram hvernig kynningu og auglýsingu vegna lokunar vegar verður háttað.


Öryggisáætlun skal bera undir veghaldara til samþykkis og skal samþykkt eintak öryggisáætlunar vera tiltækt á vinnusvæði og hjá lögreglu í viðkomandi lögsagnarumdæmi.

Veghaldari getur ákveðið að hann, í stað verktaka, geri öryggisáætlun. Skal hann tilkynna verktaka um þá ákvörðun.

Sé verktaki jafnframt veghaldari við verkið, gildir 1. mgr. um hann eftir því sem við á.

5. gr.
Eftirlitsmaður.
Í öryggisáætlun fyrir hvert vinnusvæði skal tilgreindur sérstakur eftirlitsmaður sem skal sjá um að allar öryggisráðstafanir á og við veg séu í samræmi við öryggisáætlun. Veghaldari ákveður hverju sinni hvort hann eða verktaki tilnefni eftirlitsmanninn.

Eftirlitsmaðurinn skal vera tiltækur hvenær sem er meðan á verki stendur og skal hann sinna ábendingum veghaldara, lögreglu eða annarra sem fara með eftirlit á vinnusvæði, varðandi hættu vegna verksins með tilliti til umhverfis, umferðaröryggis og öryggis starfsmanna.

Í forföllum eftirlitsmanns skal varamaður koma í hans stað. Nafn eftirlitsmanns og varamanns ásamt símanúmeri skal koma fram á upplýsingatöflu við vinnusvæði ef þörf krefur.
"

"12. gr.
Refsiákvæði.
Brot á reglugerð þessari varða refsingu samkvæmt XIV. kafla umferðarlaga nr. 50/1987 og 59. gr. vegalaga nr. 80/2007."

Reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á eða við veg nr. 492/2009

"XIV. Viðurlög.

Refsingar.

100. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. ..."

Umferðarlög nr. 50/1987

"59. gr. Refsing.

Brot gegn lögum þessum og þeim reglugerðum sem settar verða samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

Bæta skal einnig á kostnað hins seka tjón það sem hann hefur unnið."

Vegalög nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 26.7.2014 kl. 03:15

2 identicon

svona er lífið. men setja alskonar reglur sem þeir vita fyrirfram að þeir hafa ekki efni á að fylgja eftir. en gera samt til að géta sagt að þeir hafi reglur. og vona samt að eingin reini á reglurnar. yfirleit er heilbrigð skimsemi skinsömust. hafði gaman af því á dögunum þegar félagsmálaráðuneitið spurði sveitarfélög um félagslegar íbúðir og hvort þau fyldu lögum. svaraði reykjavíkurborg því til að þeir gerðu það eftir bestu gétu. í stað þess að breita reglum beigja þeir reglurnar en ef almeníngur beigir reglurnar er sendur lögfræðíngur. en eflaust búa þeir til nýtt breiðholt á geldínganesinu því að er of dýrt að byggja yfir fátæklíngana í 101. reykjavík þesa svokkallaða vini verkamana í samfylkínguni sem vill ekki hafa fátæklínga í næsta nágreni við sig en um annað suðunesjalína tilvonandi sem á að flitja orku til álversins í helguvík því það virðist vera nóg orka í aðra starfsemi á svæðinu en hún fer að mestu útaf svæðinu nú í dag. væri hægt að setja hana ofar upp að fjöllununum og leggja af núverandi línu sem er í byggð

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 06:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kostnaðurinn við að setja upp aðvörunarskilti er brotabrot af kostnaðinum við framkvæmdirnar og óþægindi og tímatafir vegfarenda eru margfalt kostnaðarsamari en það að fara að lögum.

Ómar Ragnarsson, 26.7.2014 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband