Vantar "góða" kandídata á listann.

Listinn sem AutoExpress birtir yfir tilnefnda bíla til titilsins "versti bíll sögunnar" er ágætur um margt en þó vantar nokkra kandidata. 

Ef bara er hugað að vestrænum bílum finnst mér vanta Pontiac Aztek, sem var herfilega ljótur.  

Stundum er spurningin sú hvort ljótleikinn einn nægi til útnefningar, og þar sómir Ssangyong Rodius sín vel í hópnum, sem AutoExpress birtir. 

Hér á Íslandi er ekki spurning í mínum huga að tvo austur-þýska bíla vantar á listann: Garant sendibílinn og P-70, sem var fyrirrennari Trabant, en þessir bílar voru fluttir hinn á tímum vinstri stjórnarinnar 1956-58.

Verstur er þó sennilega hinn úkrainski Zaphorszhets 965 var með eindæmum illa hannaður og illa smíðaður og reyndist skelfilega hér sem annars staðar, miklu verr en elsti Moskovitsinn sem hingað kom á árunum 1953-1956.   


mbl.is Verstu bílar sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Það sést ekki í frétt moggans hvaða skilyrði þurfti að uppfylla til að komast á lista "Verstu" bíla sögunnar.  

Að teknu tilliti til gæða vantar klárlega YUGO á listann.  Um hann var grínað að aflstýrið væri öfugt tengt, það var æfing fyrir upphandleggi að beygja á ferð.

Að teknu tilliti til útlits er AMC Pacer sárt saknað af listanum.

Að teknu tilliti til öryggis (og útlits) vantar AMC Gremlin,  bíls sem var með næstum óvarinn bensíntank og gat fuðrað upp við aftaná keyrslu.

kv

rato 

Ragnar Torfi Geirsson (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 07:36

2 identicon

Sæll aftur

Auðvitað er það PINTO sem kveiknar í.  Gremlin er hins vegar bara ljótur.  Eins og stór bíll sem hefur verið skorið aftan af :)

kv

rato 

Ragnar Torfi Geirsson (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 08:24

3 identicon

Trúlega vantar ýmsa fleiri, en grannt er skoðað. 

Það sem mér dettur fyrst í hug er Citroen Ax

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 09:35

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Veit ekki með Aztek. Kannski var sá bíll ekkert vondur. Hef ekki heyrt neitt um bilerí í þeim týpum, svo ég get ekki sagt. Né neitt um aksturseiginleikana.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.9.2014 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband