23.9.2014 | 09:07
Hraunrennslið áfram, - góðar fréttir?
Hugsanlega eru það góðar fréttir að hraunrennslinu í Holuhrauni linni ekki. Þótt þetta rennsli tappi aðeins örfáum prósentum af öllum kvikuflutningunum, sem eru á Bárðarbungusvæðinu, holar "hraundropinn" steininn svo tekið sé líkingamál.
Meðan enn er gliðnun með skjálftum yfir 5 stig og sig í öskju yfireldstöðvar Íslands, sem liggur beint ofan á öðrum af tveimur stærstu möttulstrókum heims, eru það góðar fréttir að tiltölulega saklaust hraungos sé í fullum gangi og lini á þrýstingnum.
Því að það hljóta að vera takmörk fyrir því hve lengi gos undir jöklinum ná aðeins að bræða sigkatla í jökulinn í stað þess að sprengja sig upp í gegnum hann með öskugosi.
Skjálfti upp á 5,2 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómr, ein spurning hvers vegna er ekki ein byrtingarmyndin að það geti gosið í suð-vestur í átt að Laka? Það er stóra gosið sem ég hef varað við út frá Bárðarbungu og miðað við þær hamfarir í öskjuni þá eru líkur á að kvikan geti farið skindilega í þá átt orðnar mjög miklar.
Sigurður Haraldsson, 23.9.2014 kl. 11:15
Afsakaðu villu Ómar Ragnarsson.
Sigurður Haraldsson, 23.9.2014 kl. 12:09
Nú eða það gjósi undir dyngjujökli með tilheyrandi flóði og gumsi til norðurs? Ásbyrgi er jú til að mynda skapað í hamfarafóði. Þetta hraun getur allt eins haldið áfram til norðurs, og gossprungustefnan er þangað enn sem komið er.
Svo er athyglisvert hvað er í gangi á Reykjanesi. Var við Gunnuhver á sunnudag.
Jón Logi (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 20:07
Sæll Ómar
Ég er nú bara leikmaður með áhuga á jarðfræði og því lesið mig nokkuð til í gegn um tíðina. Vegna skrifa Sigurðar hér að ofan þá er það að segja að gosið í Lakagígum er ættað úr Grímasvötnum en hins vegar goshrina fyrir rúmlega 500 árum sem skóp Veiðivötn í núverandi mynd, Vatnaöldugosið, Ljótipollur og freiri gos á því svæði sv. af Bárðarbungu. Reyndar rann þá líka Laugahraun við Landmannalaugar og hraunið sem rann niður í Frostastaðavatn (man ekki hvað það heitir) og líka Laufahraun sem er sunnan undir Laufafelli. Þessi þrjú síðast nefndu eru reyndar súr hraun og því líklega ættuð frá Torfajökulsstöðinni, eða hvað? Þetta er nú bara eitthvað sem ég hef lesið um frá Ara Trausta og öðrum fræðimönnum og skilið á þennan veg.
Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.