Komnir langt frá hugsjónunum fyrir öld.

Samvinnuhreyfingin var stofnuð fyrir meira en öld til að berjast gegn markaðsmisnotkun og einokun kaupamanna og forréttindum peningavaldsins. 

Hún stofnuð gegn misrétti og kúgun og til að efla lýðræði, jafnrétti og lýðréttindi í krafti lýðræðislegra samtaka fólksins sjálfs.

Stjórnmálaarmur þessarar alþýðuhreyfingar var Framsóknarflokkurinn.  

Því miður fóru fljótlega að myndast skörð í hugsjónirnar. Þegar í ljós kom að Framsóknarflokkurinn gat nýtt sér stórfellt misvægi atkvæða til að ná völdum langt umfram fylgi sitt, gerðist hann hatrammur verjandi þessa ólýðræðislega misvægis um áratuga skeið.

Samvinnuhreyfingin fór smám saman að breytast úr fjöldahreyfingu með opnu lýðræði í lokaðan og þröngsýnan auðhringsklúbb nýrrar valdastéttar innan hennar.

Frá fullveldinu fyrir 96 árum hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn setið í 40 ár saman í ríkisstjórn og á þeim árum varð til helmingaskiptafyrirkomulag, sem færði Samvinnuhreyfinguna og Framsóknarflokkinn æ meira frá hinum upprunalegu hugsjónum.´

Hámarki náði þetta ástand í öllu stjórnkerfinu og efnahagskerfinu milli 1947 og 1956 og síðan upp úr aldamótunum 2000.  

Undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum og markaðsmisnotkun og siðlaus lögbrot á kostnað neytenda og almennings eru dæmi um það að spillingin lifir enn góðu lífi hjá þeim, sem eru komnir óravegu frá hugsjónum umbótafólksins fyrir einni öld.    

 

 


mbl.is Segir tjónið nema 200 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband