Hægt að færa Gæsavatnaslóðann til.

Gæsavatnaleið um Dyngjuhálsl er einhver magnaðasti og tignarlegasti hálendisslóði landsins í góðu veðri. 

Leiðinni er stundum ruglað saman við nýrri veg, sem liggur í hálfhring norðan við Trölladyngju og stendur hinum syðri að baki hvað landslag og útsýni snertir, en er settur skör ofar með þvi að merkja hann sem sérstakan hálendisveg.

Á syðrir leiðinni efst á Dyngjuhálsi eru flottar gígaraðir og útsýnið af hálsinum allt austur til Snæfells er geysi fagurt.

Ekið er um suðurbrún hins mikilfenglega sprengigígs Urðarháls.  

Slóðin er orðin til með lágmarks raski, nær eingöngu með því að jeppar hafa ekið sama slóðann án frekari tilfæringa.

Þegar komið er niður á Jökulsárflæðurnar tekur alveg nýtt landslag við þar sem ekið er yfir ótal kvíslar Jökulsár sem liggja þétt saman og síðan langa leið um sléttan sand og frá upphafi leiðarinnar á sléttlendinu og algera flata veglínu í austnorðaustur eru um 35 kílómetrar þar til komið er norður á vikrana milli Dyngjuvatns og Vaðöldu. .

Það er á þessum sandi sem nýtt hraun er nú byrjað að renna yfir slóðina eins og hægt verður að sjá á loftmynd, sem tekin var í fyrrakvöld af henni og ég ætla að setja á facebook síðu mína. 

Nokkur vegalengd, á að giska tveir kílómetrar eru enn frá nýja hrauninu á sléttum sandinum yfir í sandorpið hraun sem þekur stórt flatlendi þarna norður af og býður upp á nýtt stæði fyrir slóða þegar núverandi gosi lýkur.

Myndi ný Gæsavatnaslóð koma inn á veginn, sem liggur norður fyrir Trölladyngju heldur vestar en nú er.  

Engin ástæða er til þess að vera með rask til þess að gera nýja slóð. Hún getur komið þegar hraunið er hætt að renna lengra án þess að nota nein verkfæri og orðið svipuð slóðinni, sem hún mætir.

Rökræða kann að verða um það hvort láta eigi nýja hraunið loka þessum syðri slóða fyrir vélknúinni umferð og hafa hana aðeins fyrir göngufólk.

Að svo komnu er það mikið álitamál, því að nú þegar liggur slóði vestar í norður frá syðri leiðinni norður í þá nyrðri sem ekki er eins skemmtileg,-  vantar bæði Flæðurnar og leiðina meðfram nýja hraunjaðrinum, þannig að syðri leiðin öll lokast ekki fyrir bílaumferð nema að loka þeirri leið líka.  

Auk þess er leiðin frá Gæsavötnum um Dyngjuháls til Drekagils meira en 70 kílómetra löng og því öryggisatriði að hægt sé að fara hana á bíl.  


mbl.is Hraunið er komið yfir veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband