Enginn er betri en mótherjinn leyfir.

Það var ekki skortur á skoruðum mörkum sem felldi Fram niður úr úrvalsdeild í dag. Liðið skoraði álíka mörg mörk og og jafnvel fleiri en liðin í efri hluta deildarinnar.

Það fékk hins vegar á sig á sig langflest mörk allra. 

Nú er komið í ljós að tapleikur Fram gegn Fjölni um daginn var úrslitaleikurinn fyrir Fram.

Þann leik vann Fjölnir örugglega, endurtók þetta á móti ÍBV nú og sýndi styrk sinn.

Fram sýndi hins vegar í mótinu að geta náð jöfnu eða unnið hvaða lið sem er á góðum degi. En illu heilli gerðist það ekki gegn Fjölni og enginn er betri en mótherjinn leyfir.

Engin ástæða er til að barma sér við fallið. Þegar talað er um "falldraug" Fram fólst hann fyrst og fremst í því hér um árið að liðið bjargaði sér ár eftir ár á ævintýralegan hátt á lokamínútum keppninnar í úrvalsdeildinni og setti í eitt skiptið heimsmet í heppni.

Það má alls ekki fara að trúa á slíkt, heldur er betra að takast strax á við viðfangsefnið, að sigra í hverjum leik fyrir sig.

Ung og efnileg lið hafa áður fallið og komið tvíelfd til leiks næstu tvö árin á eftir,  fyrst árið sem þarf að vinna sig upp og síðan árið, þar sem liðið getur í ljósi góðrar reynslu og úrvinnslu úr góðum efniviði leikmanna látið ljós sitt skína í úrvalsdeildinni.   


mbl.is Reimleikar í Safamýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei lýsir á þá frat,
þó oftast reki lestir,
Fram þar miklu meira gat,
í mýrarbolta bestir.

Þorsteinn Briem, 4.10.2014 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband