Það var kominn tími á Stjörnuna.

Það er ástæða til að óska Stjörnunni til hamingju með fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í knattspyrnu karla. 

Ég hef látið þá skoðun í ljósi undanfarin ár að í liðinu í Garðabænum blundaði möguleiki á því að þetta gerðist, - spurningin gæti hins vegar verið hvenær það gerðist.

Það var kominn tími á þessi tímamót sem gera umhugsunina um mótið næsta sumar ennþá skemmtilegri. 

Í knattspyrnu geta smáatriði og heppnisatriði ráðið úrslitum í viðureign tveggja góðra og ósigraðra liða þar sem það er synd að annað þeirra skuli þurfa að lúta í lægra haldi. 

Markstengurnar og dómarinn eru hluti af leikvellinum og þannig reyndist það vera í þessum leik þar sem gæfan og "meistaraheppnin" féllu Stjörnumegin.    


mbl.is Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband