Spurningin um að beisla þennan mikla unga kraft.

Rígur milli nemenda M.R. og Verslunarskóla Íslands á sér uppruna frá þeim tíma þegar skammt var á milli skólanna í miðbæ Reykjavíkur á fyrri hluta síðustu aldar. 

Landsmenn hafa séð hann blómstra í heilbrigðri keppni í Gettu betur og hann hefur gefið borgarlífinu lit. 

Margt af því, sem gert hefur verið í nafni hans í gegnum tíðina, hefur sjálfsagt hneykslað ráðsett eldra fólk, og kannski mun nýtt myndband frá einni af myndbandanefndum Versló gera það.

Það er hins vegar ekkert nýtt að hneysklast sé yfir djörfum skotum, sem hafa gengið á milli skólanna.

Þannig fór djarflegt svar eins af bekkjarfélögum mínum í M.R. við spurningunni um menningarlífið í Versló fyrir brjóstið á mörgum þegar það varð opinbert:  "Maður spyr ekki að menningaráhuga í dýragarði."

Sjálfur var ég á stundum glannalegur unglingur sem hristi sem M.R.- ingur og kornungur skemmtikraftur upp í eldra fólki og hneykslaði það, svo sem með óvenju beittri stjórnmálalegri háðsádeilu eða með því að gera grín að vesalings gamla fólkinu. Er einmitt að rifja það upp í hluta af ævisögu sem er efni uppistands með tónlistarívafi í Landnámssetrinu í Borgarnesi um þessar mundir.

Ég hneykslast því ekki yfir myndbandinu sem þessi pistill er tengdur við, því að ég dáist að þeim krafti og hæfileikum, sem þarna eru að fá dálítið glannalega útrás, en gefur bjartsýni til þess að búast miklum afrekum þessa unga fólks í þágu lands og þjóðar og menningar okkar.

Efnistökin og tæknileg útfærsla á myndbandinu gefa fyrirheit um það sem hægt er að búast við af þessu hæfileikamikla, klára og kröftuga fólki í framtíðinni, þegar tekist hefur að beisla þennan mikla kraft og hæfileika sem í því býr, land, þjóð og menninginni til heilla.

Það finnst mér fagnaðarefni.      


mbl.is Sprengja MR í loft upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband