14.10.2014 | 15:15
Og samt fer kólnandi ?
Í fyrra heyrðist sú rödd hjá kuldatrúarmönnum að ekki væri að marka háa hitatölu ársins af því að ef janúar og febrúar væru ekki teknir með, væri árið aðeins svalara en meðalár það sem af er þessari öld.
Af þessu leiddi að það færi sannanlega kólnandi og allt raus um hlýnandi veðurfar væri tal manna á borð við Al Gore sem græddu á því og hefðu að því atvinnu og tekjur að fjalla um hlýnunina.
Nú má búast við að kuldatrúarmenn vilji draga þá mánuði frá á þessu ári, sem hafa verið hinir hlýjustu í sögu mælinga til þess að geta áfram glaðst við trú sína á kólnunina, jafnvel draga allt þetta ár frá, ef ekki vill betur.
Það hafa kannski einhverjir tekið eftir því hvað ég hef gaman af að skrifa nýja og nýja pistla um vonir og þrár kuldatrúarmanna.
En ástæðan er einföld: Í hvert skipti koma þeir fram með nýjar og nýjar kenningar um kólnunina sína og trúa heitar á hana en nokkru sinni fyrr.
Aldrei áður jafnhlýtt í september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhverjir okkar „kuldatrúarmanna“ eins og ég eru á því að hiti kemur og fer, í tímabilum og alla vega. En þegar hitnar þá förum við ekki á límingunum yfir því að jöklar bráðni, jafnvel þótt einhverjum tækist að sanna (ólíklega) að Iðnbyltingin haf náð að auka lofthitann, enda tekur það ferli áratugi og árhundruð í gegn um staumafæriband hafsins í okkar heimi.
En hvað er það sem gleddi þig? Staðfesting á hitnandi norðurhveli? Þá erum við bara sammála, enda kornrækt og annað gott hér að víkinga hætti. Eða saknarðu kuldans 1967-1968? Þá verða bara allir jarðarbúar að hjóla í vinnuna í hundrað ár og málið er leyst! Eða að það komi ekki eldgos þetta árið.
Ívar Pálsson, 14.10.2014 kl. 18:12
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1471468/
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2014 kl. 18:30
"Í ljós kom að lónið er um 40 metrar að dýpt og jökullinn reyndist hafa hopað um 80 metra frá því í fyrra.
Hefur hann því alls hopað um 170 metra frá því að mælingar hófust árið 2010."
Mæla árlega hop Sólheimajökuls
Þorsteinn Briem, 14.10.2014 kl. 20:39
Ekki var Neil deGrasse Tyson í vafa í sjónvarpsþættinum Alheiminum (Cosmos) í kvöld um orsakir hnattrænnar hlýnunar. En kuldatrúarmenn hlusta vitaskuld ekki á vísindamenn. Vísindi passa jú illa við trúarbrögð.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 21:01
Kuldatrúarmenn eru álíka og þeir sem trúa að hið illa búi í ESB - enda oftast sömu mennirnir. Kexruglaðir framsjallar og þjóðbelgingar sem stórskaða land og lýð með yfirgengilegu hálfbjánabulli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2014 kl. 21:23
"Ekki var Neil deGrasse Tyson í vafa í sjónvarpsþættinum Alheiminum (Cosmos) í kvöld um orsakir hnattrænnar hlýnunar. En kuldatrúarmenn hlusta vitaskuld ekki á vísindamenn. Vísindi passa jú illa við trúarbrögð." Það nægir víst að titla stjörnueðlisfræðinginn Neil deGrasse Tyson vísindamann til að gera hann að sérstökum sérfræðingi sem allt veit um veðurfarsleg áhrif af bruna kolefnaeldsneytis. Ég hef séð það sama gert við hagfræðinga, tannlækna og félagsfræðinga....allir titlaðir vísiundamenn og vita því auðvitað allt um veður. Það eru trúarbrögð þegar fólk telur titil gera menn óskeikula, það eru vísindi að efast um sannleiksgildi fullyrðinga þegar sannanir vantar, sannfæring trúaðra telst ekki sönnun.
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 00:53
"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.
Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."
"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.
Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.
Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.
Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."
Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar
Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 01:04
Hvaða tíu þúsund vísindamenn? Hversu margir voru sérfróðir um efnið eða höfðu þekkingu á veðurfræði? Hvaða yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir voru skoðaðar? Hverjir sömdu þær? Hverjir þeirra höfðu þekkingu á veðurfræði? Hver er kostunaraðili þessara sláandi upplýsinga, sem samt segja manni sama og ekkert?
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 01:31
Það kemur að sjálfsögðu fram í þessari könnun hvaða vísindamenn þetta eru og engin sérstök ástæða til að rengja alla þessa vísindamenn.
Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 01:47
"And if you take one from three hundred and sixty-five, what remains?"
"Three hundred and sixty-four, of course."
Humpty Dumpty looked doubtful.
"I'd rather see that done on paper," he said.
Lewis Carroll, Through the Looking-Glass, and What Alice Found There, framhald skáldsögunnar Alice's Adventures in Wonderland.
Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 01:57
"Það kemur að sjálfsögðu fram í þessari könnun hvaða vísindamenn þetta eru og engin sérstök ástæða til að rengja alla þessa vísindamenn" Nei. það kemur hvergi fram og því full ástæða til að efast.
Mundu að einusinni var auglýst " Nine out of Ten Doctors Prefer Camels" og sagt er að til séu lygar, bölvaðar lygar og tölfræði.
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 02:18
Sólheimajökull hefur væntanlega minnkað vegna kólnunar.
Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 02:36
30.8.2012:
"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."
Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.
"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.
Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar á ári, svipað og meðal mannshæð," segir Helgi Björnsson jöklafræðingur."
Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 02:39
"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.
Samkvæmt skýrslunni hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."
"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."
Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 02:43
Consensus: 97% of climate scientists agree
Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 04:17
Aðeins um þessa 97% fullyrðingu:
"Another widely cited source for the consensus view is a 2009 article in "Eos, Transactions American Geophysical Union" by Maggie Kendall Zimmerman, a student at the University of Illinois, and her master's thesis adviser Peter Doran."
.............
"The "97 percent" figure in the Zimmerman/Doran survey represents the views of only 79 respondents who listed climate science as an area of expertise and said they published more than half of their recent peer-reviewed papers on climate change. Seventy-nine scientists—of the 3,146 who responded to the survey—does not a consensus make."
.....................................
"In 2013, John Cook, an Australia-based blogger, and some of his friends reviewed abstracts of peer-reviewed papers published from 1991 to 2011. Mr. Cook reported that 97% of those who stated a position explicitly or implicitly suggest that human activity is responsible for some warming. His findings were published in Environmental Research Letters.
Mr. Cook's work was quickly debunked. In Science and Education in August 2013, for example, David R. Legates (a professor of geography at the University of Delaware and former director of its Center for Climatic Research) and three coauthors reviewed the same papers as did Mr. Cook and found "only 41 papers—0.3 percent of all 11,944 abstracts or 1.0 percent of the 4,014 expressing an opinion, and not 97.1 percent—had been found to endorse" the claim that human activity is causing most of the current warming. Elsewhere, climate scientists including Craig Idso, Nicola Scafetta, Nir J. Shaviv and Nils- Axel Morner, whose research questions the alleged consensus, protested that Mr. Cook ignored or misrepresented their work."
............................
"Finally, the U.N.'s Intergovernmental Panel on Climate Change—which claims to speak for more than 2,500 scientists—is probably the most frequently cited source for the consensus. Its latest report claims that "human interference with the climate system is occurring, and climate change poses risks for human and natural systems." Yet relatively few have either written on or reviewed research having to do with the key question: How much of the temperature increase and other climate changes observed in the 20th century was caused by man-made greenhouse-gas emissions? The IPCC lists only 41 authors and editors of the relevant chapter of the Fifth Assessment Report addressing "anthropogenic and natural radiative forcing."
Heimild: The Myth of the Climate Change '97%'
Og fyrir aðra áhugasama: Global Warming Alarmists Caught Doctoring '97-Percent Consensus' Claims
Erlingur Alfreð Jónsson, 15.10.2014 kl. 06:31
Að sjálfsögðu minnka jöklar vegna kólnunar.
Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 06:46
Sjálfur geri ég mun á bullskilgreiningunni "kuldatrú" og efasemdum um ofurtrúna á yfirgnæfandi áhrif manna á loftslag og hitafar jarðar með útblæstri CO2. Allt tal um "kuldatrú" og "kuldatrúarmenn" er því ekkert annað en hroki að mínu mati, ekki síst þegar lofthiti á jörðu hefur staðið í stað sl. 15 ár eða svo. Þessi stöðnun er þvert á allar spár um þróun hitastigs vegna aukins CO2 í lofthjúpnum, en á sama tíma hefur um 25% af heildarútblæstri manna frá upphafi á þeim ofurskaðvaldi CO2, átt sér stað. Orsök og afleiðing haldast því ekki í hendur og því eðlilegt að láta í ljós efasemdir án þess að fá yfir sig háð og spott "koltvísýringsssóða".
Erlingur Alfreð Jónsson, 15.10.2014 kl. 08:04
Að sjálfsögðu verða engar breytingar í veðri og veðurfari nema af mannavöldum. Þannig olli ör andardráttur víkinganna því að hér stækkuðu jöklar, snjólína færðist neðar og kornrækt lagðist af.
Það er hæpið að miða við 10.000 ára hámarksstærð jökla sem eðlilegt ástand.
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 08:58
Þess má geta að lærifaðir Neil deGrasse Tyson var stjörnufræðingurinn Carl Sagan sem einna fyrstur gerði grein fyrir loftslagsáhrifum koltvíoxíðs - þótt á Venus væri. En fyrir aðra skiptir greinilega minna máli hvað sagt er heldur en hver segir það. Má þá benda slíkum trúmönnum á ágætan íslenskan vef með góðum heimildavísunum: loftslag.is Þar skortir a.m.k. ekki tilvitnanir í starfandi loftslagsfræðinga.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 11:57
Ég tel það engan hroka þótt ég noti orðið kuldatrúarmenn. Ekki þarf annað en lesa skrifin hér fyrir ofan, til dæmis um að ekkert hafi kólnað á þessari öld, til að sjá að þetta er réttnefni. Og af hverju ættu þeir að vera óánægðir með það.
Ég teldi allt í lagi þótt ég og mín skoðanasystkin værum kölluð "hlýnunartrúarmenn." Og meira að segja er gengið lengra með þeirri nafngift, því að í orðinu hlýnun felst aukning, en í orðinu kuli felst kyrrstæða.
Ómar Ragnarsson, 15.10.2014 kl. 12:20
Það er þekkt og vinsælt hjá fólki sem telur sig þurfa að alhæfa um stóran hóp að grípa til stimpla: konur kunna ekki að keyra, svertingjar eru latir og skotar nýskir. Einnig þykir mörgum gott að niðurlægja eða kasta rýrð á mótherja með því að finna uppnefni sem er mjög takmörkuð lýsing á flóknum hlut. Svona svipað og ef Ómar Ragnarsson væri bara titlaður sem trúður vegna þess að stundum hefur það verið réttnefni. Ómar væri ekki fjölmiðlamaður, flugmaður, náttúruverndarsinni, bílaáhugamaður, grínisti o.s.frv. Ómar væri trúður og ekkert annað. Trúðurinn Ómar segir sína skoðun, Trúðurinn Ómar flýgur yfir gosstöðvar og Trúðurinn Ómar mótmælir. Hversu merkilegt getur það verið sem trúður hefur fram að færa?
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 13:10
Skynsamur maður svarar auðvitað Ómari eins og menn svara kornabörnum (Ómar er að komast á þann aldur): Já, já Ómar minn :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 13:19
Fyrirsögn pistilsins er: Og samt fer kólnandi? Og pistillinn hefst á ummælum um "kuldatrúarmenn". Síðar er vísað til vona og þráa þessa sama hóps. Réttara væri að nota efasemdarmenn en ekki þetta orðskrípi "kuldatrú" sem ekki er til í orðabók og er einungis notað til háðungar tilteknum hópi fólks vegna tiltekinnar skoðunar þeirra. Slík notkun er bara hroki, Ómar. :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 15.10.2014 kl. 13:22
Ég hef engan séð halda því fram að það fari kólnandi. Hverjir eru þessir "kuldatrúarmenn"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2014 kl. 14:04
Það borgar sig geinilega ekki að taka þátt í þessari umræðu!
Eyjólfur G Svavarsson, 15.10.2014 kl. 17:54
Mikið rétt, Eyjólfur.
Hörður Þórðarson, 15.10.2014 kl. 18:51
Horfðuð þið á COSMOS í gærkvöldi?? Þáttinn má annars sjá á VOD-inu.
Þetta var mjög vel skýrt þar. Ef einhver hér er ÓSAMMÁLA einhverju sem þar var skýrt skilmerkilega, þá endilega komið með góð mótrök og skýringar!
Skeggi Skaftason, 15.10.2014 kl. 19:24
COSMOS er jafn mikil áróðursmynd og fræðslumynd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2014 kl. 19:55
Gunnar - þetta flokkast ekki sem "mótrök og skýringar".
Skeggi Skaftason, 15.10.2014 kl. 20:15
Þeir sem kalla eftir mótrökum og skýringum ættu þá fyrst koma með rök frekar en að benda á skemmtiefni í sjónvarpi. Margir hafa gefist upp á að horfa á Cosmos vegna þess að vísindi hafa þar of oft fengið að víkja fyrir persónulegum skoðunum, áróðri og tilgátum. Cosmos ber þess merki að vera fyrst og fremst framleitt sem skemmtiefni fyrir bandarískan almúga.
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 20:40
Sæll Vagn.
Hvað var rangt í þættinum í gær?
Skeggi Skaftason, 15.10.2014 kl. 22:17
Hvað var rétt í honum? Ég sá og sé ekki ástæðu til að eyða meiri tíma en orðið er í að horfa á Cosmos og sleppti því þessum þætti. En þú ættir að geta tekið saman hvað það var sem þér fannst svona sannfærandi. Stundum nægir þannig upprifjun til að slá á trúarhitann og hrifninguna.
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 22:51
Það var farið vel yfir aukningu CO2 síðustu 200 ár í andrúmslofti, áhrif CO2 og hvernig þessar breytingar stemma við þær breytingar á loftslagi sem við erum að sjá. Þá var skýrt að þessar breytingar geta ekki verið vegna áhrifa sólar, því við höfum einmitt haft betri tæki til að fylgjast með sólvirkni síðustu ár og áratugi en nokkurn tímann áður, og menn sjá því mjög vel allar sveiflur í sólvirkni.
Hvet ykkur til horfa á þáttinn.
Skeggi Skaftason, 16.10.2014 kl. 08:27
Áhrif CO2 síðustu 200 ár, segirðu.
Mannkyn byrjaði ekki að dæla út koltvísýring í neinu alvöru magni fyrr en í og eftir síðari heimsstyrjöld, með færibanda-framleiðslu á vélum og svo þeirra brennsla á olíu/bensíni.
Samt kólnaði nú næstu áratugi þar á eftir, alveg fram til 1975. Þá fór aðeins að hlýna en hefur svo staðið í stað síðustu 16 árin.
Þetta eru aldeilis áhrifin.
Páll (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 10:29
Já það eru vissulega ýmsir sem hafa haldið því fram að COSMOS þættirnir sé "áróður", það eru bandarískir bókstafstrúarmenn sem trúa á biblíulega sköpun jarðarinnar. Er Vagn í þeim hópi??
Umhverfismál sem slík eru alls ekki fyrirferðarmikil í seríunni, sem fjallar fyrst og fremst um alheiminn, stjörnur og eðlisfræði. Um efni allra þáttanna má lesa hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Cosmos:_A_Spacetime_Odyssey#Episodes
Þetta er sagt um þáttinn sem var sýndir í vikunni:
This episode explores the nature of the greenhouse effect (discovered by Joseph Fourier and Svante Arrhenius), and the evidence demonstrating the existence of global warming from humanity's influence. Tyson begins by describing the long-term history of the planet Venus; based on readings from the Venera series of probes to the planet, the planet had once had an ocean and an atmosphere, but due to the release of carbon dioxide from volcanic eruptions, the runaway greenhouse effect on Venus caused the surface temperatures to increase and boiled away the oceans.
Tyson then notes the delicate nature of the amount of carbon dioxide in the atmosphere can influence Earth's climate due to the greenhouse effect, and that levels of carbon dioxide have been increasing since the start of the 20th century. Evidence has shown this to be from mankind's consumption of oil, coal, and gas instead of from volcanic eruptions due to the isotopic signature of the carbon dioxide. The increase in carbon dioxide has led to an increase in temperatures, in turn leading to positive feedback loops of the melting polar ice caps and dethawing of the permafrost to increase carbon dioxide levels.
Tyson then notes that humans have discovered means of harvesting solar power, such as Augustin Mouchot's solar-driven motor in the 19th century, and Frank Shuman's solar-based steam generator in the 1910s. Tyson points out that in both cases, the economics and ease of using cheap coal and oil caused these inventions to be overlooked at the time. Today, solar and wind-power systems would be able to collect enough solar energy from the sun easily. Tyson then compares the motivation for switching to these cleaner forms of energy to the efforts of the Space race and emphasizes that it is not too late for humanity to correct its course.
Einar Karl, 16.10.2014 kl. 10:31
Hvet þig til að trúa ekki öllu sem þú sérð og lest.
Páll (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 10:43
Snilldarstikla úr COSMOS: https://www.youtube.com/watch?v=cBdxDFpDp_k
Hundurinn hefur engan áhuga á boðskapnum sem endar auðvitað á möntrunni "all that additional energy has to go somewhere. Some of it warms the air, most of it ends up in the oceans. All over the world the oceans are getting warmer" :)
Vandamálið, burtséð frá hundinum, er bara að þetta er röng staðhæfing. (sjá: http://science.nasa.gov/science-news/science-at-nasa/2014/06oct_abyss/)
En mikið óskaplega er þetta nú áferðafalleg vísindafroða fyrir 14 ára aldurshópinn (sem hefur reyndar ekki upplifað neina hnatthlýnun).
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 11:14
Aukning í íssölu stemmir við fjölgun nauðgana, það er ekki þar með sannað að íssala sé orsök nauðgana. Þó fylgni sé milli tveggja þátta er ekki endilega þannig að annar stjórni hinum. En fyrir auðtrúa er auðvelt að gera þá tengingu sannfærandi. Gallinn er hinsvegar sá að stundum virðist fylgnin rofna og þá rísa upp efasemdarmenn sem eru ekki eins sannfærðir um orsök og afleiðingu.
Vagn (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 11:40
Sjór fer víst hlýnandi. NASA-hlekkurinn ber það ekki tilbaka. Þar er fjallað um mælingar á histatigi í mestu undurdjúpum sjávar.
Hlýnun sjávar má sjá þessu línuriti:
http://en.wikipedia.org/wiki/Effects_of_global_warming_on_oceans#mediaviewer/File:Global_Temperature_Anomaly_1880-2010_(Fig.A).gif
Í NASA-krækjunni sem Hilmar Hafsteinsson bendir á segir m.a.
Einar Karl, 16.10.2014 kl. 12:04
Skárra væri það nú að NASA reyndi ekki að malda í móinn Einar Karl :) Málið er orðið afar vandræðalegt fyrir IPCC. Við skulum rifja það upp hér að samkvæmt IPCC þá hefur hitastig við yfirborð heimshafanna hækkað minna síðustu 15 ár en nokkru sinni síðan 1951. Óðahlýnunarpostularnir hafa haldið dauðahaldi í þá skýringu að týndi hitinn (meðalhiti jarðar hefur ekkert hækkað sl. 18 ár) hefði horfið niður í hafdjúpin!
Nú staðfesta nýjustu vísindaskýrslur að hitastig í undirdjúpum úthafanna hefur lítið sem ekkert hækkað - og þá reyna menn í örvæntingu að finni aukinn hita í yfirborðslögum Suðurhafa :)
Og hvernig hrapa menn að þeirri niðurstöðu? Með því að nota gervihnetti og úrval af loftslagslíkönum (nema hvað?)
Enn og aftur reynir IPCC-klíkan að blekkja almenning með uppkokkuðum tölvumódelum, en þau hafa hingað til reynst vera 99% ómarktæk.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 21:56
Sorglegt og jafnframt furðulegt að fylgjast með Ómari og félögum hérna. Rífandi kjaft eins og móðursjúkar kerlingar , æi, voðalega er þessi umræða kominn á lágt plan.
Af hverju endar þetta alltaf svona. Kannski vegna þess að "hlýnunarmenn" eru orðnir rökþrota.
Partýið er búið strákar.....
Valdimar Geir (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 22:09
Það er nú bara dáldið fyndið að hlusta á Ómar Ragnarsson og skoðanabræður hans taka undir Co2 áróður Al Gore. Síðan hoppa þessir vinir mínir upp í næsta bensínhák eða flugvél og skammast sín ekkert. Hvernig væri nú að byrja á sjálfum sér og hætta að keyra bíla, fljúga, borða kjöt og innflutt grænmeti.
Ég þori að veðja að vistspor Ómars er á við tíu tuttugu manna fjölskyldur. En auðvitað er það allt í lagi því það eru bara hinir sem þurfa að vera Co2 vistvænir. Ekki Ómar og vinir hans í hókus pókus landi.
Björn Þór Heiðdal (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 22:46
Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.
Langflestir menga því mun meira í sinni heimabyggð en utan hennar, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.
Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.
Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.
Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.
Þorsteinn Briem, 16.10.2014 kl. 23:19
Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi):
Samgöngur:
"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).
Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36
Þorsteinn Briem, 16.10.2014 kl. 23:23
Hilmar Hafsteinsson,
mér sýnist þú ekki andmæla í raun og veru neinum af þeim staðreyndum sem ég hef bent á. NASA er ekkert að malda í móinn, einfaldlega ða greina frá niðurstöðum mælinga.
Við vitum að CO" styrkur hefur aukist, það er óumdeilt. Við vitum að það hefur gerst af manna völdum. Við vitum hver áhrif CO2 eru í andtúmsloftinu, og þau áhrif stemma við mælingar á loftslagi sem við höfum til að styðjast við.
ég skil ekki alveg, er um eitthvað að deila??
Einar Karl, 16.10.2014 kl. 23:28
Og bílar Ómars Ragnarssonar eru nú ekki stórir.
Draumurinn um örbílasafnið, "Naumhyggjubílasafn Íslands"
Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 00:07
Ég var nú ekki að hugsa um að blanda mér í þessa trúarbragðafræði en eins og með flest annað eru skiptar skoðnir um flest.
Hér er grein um vaxandi ísmyndun á norður og suðurskauti jarðar sem hefur komið vísindamönnum í opna skjöldu.
http://notrickszone.com/2014/10/15/austrian-daily-reports-huge-ice-growth-surprises-climate-scientists-like-one-not-seen-in-decades/
Það er örugglega hægt að ráðast á þessa grein eins og annað en ísinn er samt þarna.
Ég hef það á tilfinningunni að ef maður fylgir peningunum í ýmsum málefnum þá oftar en ekki kemur annar sannleikur í ljós.
Og einmitt í þessu máli þar sem á að kaupa sig út úr vandanum með skatti hringir viðvörunnar-bjöllum hjá mér.
ThinkDozer, 17.10.2014 kl. 08:30
Ég skil nú ekki alveg þessa vörn hjá þér Steini. Allt sem þú telur upp eyðileggur jörðina með Co2 mengun. Það er miklu betra að hjóla á heimasmíðuðu hjóli eða bara ganga heldur en að keyra í og úr vinnu. Reyndu ekki að afsaka þessa Co2 mengun Ómars eða annarra sem búa á jörðinni með orðunum "já sumir menga meira". Þetta er allt mengun sem ber að stoppa áður en jörðin ferst og breytist í glóaandi helvíti.
Ég hef t.d. látið barneignir vera og hætti í vinnunni til að menga minna. Hvað hefur þú gert sem skiptir einhverju máli til að draga úr Co2 losun þinni?
Björn Þór Heiðdal (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 09:11
Á ekki bíl og hjóla ekki.
Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 11:06
ThinkDozer minnist réttilega á trúarbragðafræði í tengslum við loftslagsumræðu Ómars og fleiri valinkunnra sómamanna. Af gefnu tilefni vil ég benda ykkur á nýjan, opinn fésbókarhóp um óðahlýnunartrúarbrögð:
https://www.facebook.com/groups/731385686932865/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 18:32
Segðu mér nú fáfróðum, kennari Hilmar; telur þú sumsé að hnatthlýnun sé þvættingur?
Jóhann (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 21:23
Já :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 21:56
Auðvitað minnka jöklar vegna kólnunar.
Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 22:48
12.10.2014 (síðastliðinn sunnudag):
"Í ljós kom að lónið er um 40 metrar að dýpt og jökullinn reyndist hafa hopað um 80 metra frá því í fyrra.
Hefur hann því alls hopað um 170 metra frá því að mælingar hófust árið 2010."
Mæla árlega hop Sólheimajökuls
Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 22:51
7.9.2014:
"Sebastian Mernild hjá Center for Scientific Studies í Valdivia í Chile sagði það vera rétt að ísmagnið hafi aukist á Norðurheimsskautasvæðinu.
Hann benti á að undanfarin 10 ár hafi 9 slegið met í sífellt minna magni af hafís á svæðinu.
Eina undantekningin hafi verið 2006 þegar ísmagnið hafi verið frekar mikið."
Punktur.
Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 23:04
Það eru allir jöklar landsins að hopa. Reyndar allir jöklar heims utan einn. Get nú fengið betri upplýsingar á eftir, þegar ég fæ loftslagsfræðing í heimsókn.
Það er ekki bara hitamælirinn nú eða tommustokkurinn sem er mælikvarðinn, - lífríkið er afar góður mælikvarði. Og allt bendir á að við séum á hlýnunarbraut.
Fiskistofnar flakka lengra út frá miðju, sama gildir um fugla, skordýr og gróður, og það sama upp á við (í hæð þar sem er svalara)
Bara hérna á Íslandi eru bændur farnir að rækta jurtir sem lítill séns var að rækta fyrir eingöngu 2 áratugum. Þeir vinna með hlýnun sem atvinnu-staðreynd.
Kunningi minn Eyjafjallajökull sem var svartur af ösku 2010 var aftur svartur í sumar, sem þýðir að það hefur ekkert bæst á hann. Ferðalag yfirborðs og niður úr honum tekur kannski 40-50 ár, þannig að vel skreppur hann saman.
En hversu mikið er af manna völdum, - það er góð spurning. Við vitum þó, að nær allt sem við höfum náð að breyta í ríki náttúrunnar er hitavaldandi. CO2 er kannski ekki það stærsta þar í, en okkur hefur tekist að auka það um einhver 50% á ör-tíma, og virðumst ætla að uppfylla nokkuð nákvæmlega parametera sem svíi nokkur reiknaði út með blýanti fyrir eitthvað 100 árum. Hvað hét hann aftur......
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.