Draumurinn um örbílasafnið, "Naumhyggjubílasafn Íslands".

Bílasafn leikarains Paul Walkers er dæmi um ákveðna ástríðu, sem sumir kynnu að tengja við dauða hluti en byggist þó á gildi þeirra lifandi hughrifa og minninga sem tengjast þessum dauðu hlutum. Fiat500topolino[1]

Sjónvarpsmaðurinn Jay Leno er gott dæmi um þetta, en ég verð að gefa honum sérstakt prik fyrir það hve víðfeðmur bílasmekkur hans er eins og sjá má á efstu myndinni hér af einhverjum minnsta bíl, sem fjöldaframleiddur hefur verið í heiminum og er að finna á bílasafni hans.

Þetta er Fiat 500 "Topolino", sem var tímamótabíll í heiminum 1936, því að næstum tuttugu ár liðu þar til svo smár nýtískulegur bíll yrði framleiddur á ný. IMG_2151

Árið 1956 kom Fiat 600, hannaður af sama snillingnum, Dante Giacosa, á markað.

Fyrir átta árum kom ég einum slíkum bíl, sem meðfylgjandi mynd er af,  í varðveislu og var hann jólabíll í Tekk Companíinu um tvenn jól og hefur verið þar innanhúss síðustu árin.

Á árunum 1956-1959 var Fiat 600 minnsti bíllinn á markaði á Íslandi.

Þessi, R-301, var framleiddur í Júgóslavíu undir heitinu Zastava 750 og er árgerð 1972.Prinz-Fiat500

Paul Walker hefur einbeitt sér að sportlegum bílum en Jay Leno er með allar stærðir og gerðir, allt frá dýrustu lúxusbílum niður í hinn örsmáa Fiat 500 "Topolino."

Minn draumur er um örbílasafnið "Naumhyggjubílasafn Íslands".

Ekki er mér  kunnugt um nema fjögur "micro car museums" í heiminum.

Það flottasta mun vera í Georgíuríki í Bandaríkjunum, annað í Austurríki, það þriðja í Svíþjóð, og í Neckarsulm í Þýskalandi. Minimini

Ég hef komið á NSU-safnið og þar er stór hluti bílanna örbílar, sem framleiddir voru undir merkjum NSU, Messerschmitt og fleiri framleiðenda naumhyggjubíla.

Kosturinn við örbílasafn liggur í heitinu sjálfu, - svona bílar taka auðvitað lágmarks pláss.

Skilgreining mín er hins vegar aðeins víðari en hvað snertir stærðina sjálfa, því að það nægir að viðkomandi bíll hafi verið sá ódýrasti eða einfaldasti af sínu tagi.

Ég held að skemmtilegt naumhyggjubílasafn á hentugum stað á höfuðborgarsvæðinu, fullt af myndum og frásögnum af viðkomandi bílum, geti dregið af sér gesti. Ást við Gálgahr.

Nú þegar hef ég yfirráð yfir nægum fjölda til að geta komið svona safni af stað ef fé og aðstaða, húsnæði, fæst til þess.

Ætla síðar í dag eða kvöld að kasta inn nokkrum myndum af örbílum mínum.

Einn þeirra, svartur NSU Prinz, árgerð 1958, lék hlutverk málfarslögreglubíls í sjónvarpsþættinum Orðbragði síðasta sunnudag.

Var minnsti bíll landsins 1959-1962.Fiat.Fagrid.

Annar, Gulur Fiat 500 1972, hefur komið fram í sjónvarpsþáttum og verið í Gleðigöngum.

Minnsti bíll landsins 2006-2008.

Minnsti Mini í heimi, tveggja manna opinn Mini Mayfair 1986, lék hlutverk bíls sérstaks saksóknara í tvígang í Áramótaskaupum og er viðeigandi nú, þegar það embætti hefur skilað af sér máli fyrir Héraðsdómi, að hann sé með hér á síðunni.

Minnsti bíll landsins frá 2008.

Sá þriðji, Fiat 126 "Maluch" cabrio, minnsti blæjubíll og brúðarbíll landsins, hefur líka verið opinberlega á ferðinni, á þessari mynd rétt við Gálgahraun.Súkkupísl

Allir þessir þrír síðastnefnu bílar hafa verið í Gleðigöngunni undanfarin sjö ár.

Neðsta myndin er af rauðum Fiat 126 Maluch með einkanúmerið EDRÚ á Álftadalsleið með Fagradal og Herðubreið í baksýn. Hann var minnsti bíll landsins 2004-2006 og er örugglega minnsti bíllinn, sem farið hefur um þær hálendisslóðir, sem honum hefur verið att á. Súkka-Toyota

Og úr því að hálendið ber á góma skelli ég hér inn mynd af minnsta jöklabíl landsins, rauðum Suzuki Fox ´86, sem vegna smæðar (aðeins rúm 900 kíló) hefur ekki þurft nema 32ja tommu dekk til að fara í tvær margra daga Vatnajökulsferðir með mun stærri bílum, eins og neðri myndina af honum gefur til kynna.


mbl.is Sjáðu bílasafn Pauls Walker
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um að gera að hafa naumhyggjubílasafn á höfuðborgarsvæðinu og ræða það mál til að mynda við Reykjavíkurborg.

Fjölmargir erlendir ferðamenn myndu áreiðanlega vilja skoða slíkt safn og til Reykjavíkur koma um 700 þúsund erlendir ferðamenn á þessu ári.

Þorsteinn Briem, 12.12.2013 kl. 19:08

2 Smámynd: Þorkell Guðnason

Að venju er gaukurinn búinn að verpa í hreiðrið þitt.

Vísa ég þar til hegðunar fuglategundar, sem velur að gera sér ekki eigið hreiður. Ég hef því ekki geð til að leggja hér orð í belg.

Þorkell Guðnason, 12.12.2013 kl. 19:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aumingja kallinn.

Þorsteinn Briem, 12.12.2013 kl. 19:53

4 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ég er ekki alveg sannfærður um að sé rétt að kenna þessa örbíla við naumhyggju, þó etv gæti það átt við í einhverjum tilvikum. Þeir eru flestir frá Þýskalandi og Ítalíu (fyrir utan "reiðhjólabílana" sem voru frá ýmsum evrópulöndum).

Þjóðverjar og Ítalir voru einfaldlega bláfátækar þjóðir á árunum eftir seinni heimstyrjöldina og örbílarnir voru praktísk leið til að gera sem flestum kleift að eignast bíl. Ódýran, lítinn bíl, eins og Fiat 500 og 600, NSU Prinz, Messerschmitt og BMW Isetta svo nokkrir séu nefndir.

Áttir þú ekki annars Messerschmitt einhvern tíma Ómar?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 12.12.2013 kl. 22:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, ég átti aldrei né ók Messerschmitt 200 "Kabineroller" nema að mér var eitt sinn ýtt sitjandi í slíkum bíl inn í stúdíó þar sem verið var að taka upp fyrsta Áramótaskaup Sjónvarpins sem síðar var þurrkað út vegna fátæktar RUV.

Fiat 126 Maluch er þjóðartákn fyrir Pólverja á svipaðan hátt og Fiat 500 var fyrir Ítali, Mini fyrir Breta, Bjallan fyrir Vestur-Þjóðverja og Trabant fyrir Austur-Þjóðverja.

Allar þessar þjóðir notuðu þessa bíla á þeim árum þegar lítil fjárráð kröfðust naumhyggju af þeim, þ. e. að eina ráðið til að eiga bíl fyrir allan fjöldann var að beita ítrustu naumhyggju.

Ég sé því ekki hvað er rangt við það að kenna bíla í svona safni við naumhyggju.  

Ómar Ragnarsson, 12.12.2013 kl. 22:42

6 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ekkert rangt Ómar. Bara mismunandi skilningur á orði.

Ég sé nú að þú notar þetta orð, naumhyggju, í víðari merkingu en ég hef vanist og ekkert rangt við það. Til skýringar: Ég hef skilið naumhyggju þannig að um sé að ræða eitthvað sem er rýrt, lítið eða smátt í þeim tilgangi að vera rýrt, lítið eða smátt. Það er örugglega ekki eini rétti skilningurinn og kannski bara alls ekkert réttur.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 13.12.2013 kl. 11:18

7 identicon

Naumhyggja er venjulega skýrð sem: Það að skera allt ónauðsynlegt af hlut sem gerður er.  Húsgögn eru afar fábrotin, í stofu er ekkert nema það allra nauðsynlegasta, í bíl vantar allt nema það sem til þarf að hann sé löglegur.  Lítill bíll getur verið hlaðinn aukabúnaði, og félli því ekki undir naumhyggju, en stór bíll gæti sem hæglegast verið algerlega berrassaður hvað búnað snertir (svo sérlega klisjukennt orðalag sé brúkað) og félli smíði hans því undir naumhyggju sem á úttlensku er gjarnan kölluð minimalismi.

Örbílasafn þarf því ekkert að vera skylt naumhyggjubílasafni.  Allt fer það eftir búnaði bílanna.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.12.2013 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband