Grjónagrautur Framsóknar aftur borinn á borð !

1983 neyddist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til þess að grípa til strangra aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum vegna mestu óðaverðbólgu í sögu landsins.

Forsætisráðherrann, formaður Framsóknarflokksins var gagnrýndur fyrir það hve harkalega væri gengið gegn þeim sem minna mættu sín, svo sem barnafólki og ungu fólki, sem væri að koma sér upp húsnæði, á sama tíma sem lúxus viðgengist hjá ráðamönnum. 

Svo væri komið að fyrir marga væri eina leiðin að hafa grjónagraut í allar máltíðir.

Forsætisráðherrann svaraði því til að þegar hann hefði verið í sveit í Skagafirði á æskuárum hefði grjónagrautur verið í flest mál og hann hefði verið góður.

Einföld lausn í boði Framsóknar, sem nú er boðið upp á í annað sinn.  

Talskona Framsóknar grípuir aftur til grjónagrautsins góða.

"Hann er góður", sagði Denni á sínum tíma.

Og hann er víst enn jafn góður. 


mbl.is Sveinbjörg hyggst lifa á 750 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eintómur grjónagrautur vegna bankstera eru grimm örlög,jafnvel þótt þeir styrktu Samfylkinguna.

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2014 kl. 02:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætli þeir hafi nú ekki langflestir kosið Sjálfstæðisflokkinn.

Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 02:57

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 15.10.2014 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband