Besta myndin af jörðinni: Utan úr geimnum.

Í fróðlegum sjónvarpsheimildarþáttum um mannkynið, jörðina og tilveruna að undanförnu, er það ein af niðurstöðunum, að fátt hafi lyft anda mannsins jafn mikið og verið jafn mikið stökk fyrir þroska hans og tilfinninguna fyrir jörðinni, heimili okkar allra, en þegar geimfarar fóru út í geim og sáu jörðina úr miklu meiri fjarlægð og frá allt öðru og víðara sjónarhorni en nokkur mannvera hafði séð hana fram að þvi. 

Þetta er ein kvekjan af fleygum orðum Kennedys Bandaríkjaforseta í ræðu í kjölfar Kúbudeilunnar þar sem hann benti á mótsögnina í því að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hótuðu hvorir öðrum tortimingu kjarnorkuvopna:

"Við lifum öll á sömu jörðinni, öndum öll að okkur sama loftinu, eigum öll afkomendur, sem okkur er annt um og erum öll dauðleg."

Nokkrum mánuðum síðar var hann myrtur.  

Besta myndin af jörðinni var tekin utan úr geimnum og í gær benti Haraldur Sigurðsson á það í bloggpistli sínum að besta myndin af Holuhrauni væri tekin utan úr geimnum.  

Kannski var besta myndin af íslensku moldroki og sandstormi líka tekin utan úr geimnum, þar sem sást í sjónhendingu það sem Ríó-tríóið söng undir lagi Gunnars Þórðarsonar við ljóð Jónasar Friðriks: "Landið fýkur burt."  

En síðan geta miklar nærmyndir líka geymt minnisverð augnablik og sjónarhorn, sem maður setur inn á facebook síðu sína.

Mögnuðust þeirra frá því í gær var lifandi mynd, sem ég ætla að geyma aðeins betur áður en hún fer á flakk.  


mbl.is „Besta myndin af Holuhrauni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Ég er dáldið smeykur um að Ómar sé að gera jörðina óbyggilega með flandri sínu og lifnaðarháttum.  Má ég bara spyrja hvort fólki finnist það í lagi að Ómar sé að borða nautasteikur og rauðvín eða innflutt grænmeti með tilheyrandi Co2 mengun.  Maðurinn er plága á jörðinni sem skemmir og eyðileggur allt sem hann getur.  Ég vil því skora á alla Íslendinga að hætta að borða kjöt, brauð og innflutt grænmeti.  Hætta að fljúga og ferðast og annað sem eykur Co2 mengun.  Við höfum ekki neinn tíma til að missa eins og BankiMOON yfirmaður UN sagði á dögunum.   

Björn Þór Heiðdal (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 23:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sinni heimabyggð en utan hennar
, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.

Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 16.10.2014 kl. 23:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi):

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 16.10.2014 kl. 23:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og bílar Ómars Ragnarssonar eru nú ekki stórir.

Draumurinn um örbílasafnið, "Naumhyggjubílasafn Íslands"

Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 00:05

6 identicon

Ég skil nú ekki alveg þessa vörn hjá þér Steini.  Allt sem þú telur upp eyðileggur jörðina með Co2 mengun.  Það er miklu betra að hjóla á heimasmíðuðu hjóli eða bara ganga heldur en að keyra í og úr vinnu.  Reyndu ekki að afsaka þessa Co2 mengun Ómars eða annarra sem búa á jörðinni með orðunum "já sumir menga meira".  Þetta er allt mengun sem ber að stoppa áður en jörðin ferst og breytist í glóaandi helvíti. 

 Ég hef t.d. látið barneignir vera og hætti í vinnunni til að menga minna.  Hvað hefur þú gert sem skiptir einhverju máli til að draga úr Co2 losun þinni?

Björn Þór Heiðdal (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 09:12

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á ekki bíl og hjóla ekki.

Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband