Gömul saga og ný: Hver lak? Ekki hverju.

Það er gömul saga og ný, að þegar upplýst er um eitthvað misjafnt, sem leynt á að fara, er málinu oft snúið upp í það að gera það að aðalatriði, hver lak til þess að breiða yfir hið raunverulega stóra mál. 

Og síðan endar það oft með því að sendiboða vondra tíðinda er refsað, en hið raunverulega aðalmál hverfur í skuggann.  


mbl.is Eimskip kærir meintan leka á gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat, skjóta sendiboðann, typiskt fyrir "suma" pólitíkusa.

Móri (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 22:10

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Lækur um læk frá leka til laks? Þetta er máttlaus tilraun hjá Seimskip til þess að snúa vörn í sókn. En hefur einhver einhverntíma verið dæmdur fyrir samkeppnisbrot á Íslandi? Fengu ekki olíufélögin að lokum skaðabætur frá ríkinu vegna samráðsins? Þetta er Ísland í hnotskurn :-)

Guðmundur Pétursson, 16.10.2014 kl. 22:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki var það illa meint,
Eimskip mikið lekur,
eftir tekið ansi seint,
allt á reiða rekur.

Þorsteinn Briem, 16.10.2014 kl. 22:51

4 identicon

Það er alvarlegt mál þegar gögn sem fengin eru með húsleit leka frá opinberum aðilum. Ef eitthvað er þetta alvarlegra en þegar minnisblaði sem þó verður til innan kerfisins er lekið, þar sem þetta eru gögn sem eru tekin frá þriðja aðila með dómsúrskurði. Bæði dómstólar sem gefa heimild til húsleitar, og náttúrlega þeir sem sæta slíku verða að geta treyst því að um slík gögn ríki trúnaður nema þá um þau gögn sem notuð verða ef ákveðið er að höfða mál.

Það er ekki búið að ákveða hvort það eigi að gefa út ákæru á hendur einhverjum aðilum, hvað þá að það sé búið að dæma.

Eini tilgangurinn með þessum leka er að tryggja að dómstóll götunnar fari í gang.

ls.

ls (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband