Betra liðið vann á ódýru marki.

Í lok leiks Íslendinga og Tékka birtist tafla yfir hornspyrnur, tíma með boltann, heppnaðar sendingar o. s. frv. voru allar tölurnar áberandi Tékkum í vil. 

Það var því betra liðið sem vann, á því er ekki vafi, þótt sigurmark þeirra væri ákaflega ódýrt og að með smá heppni hefði jafntefli verið mögulegt, einkum þegar sams konar atvik kom upp hinum megin á vellinum og boltinn hefði getað hrokkið af tékkneska markverðinum inn í markið eins og hjá Hannesi. 

Strax eftir að Íslendingar höfðu skorað mark var áberandi hvað íslenska vörnin var opin gegn sóknum Tékka upp vinstra megin og það átti eftir að verða lykillinn að sigri þeirra.

Lið okkar er komið niður á jörðina og í þetta langri keppni eru allir möguleikar enn opnir.  

 


mbl.is Grátlegt sjálfsmark felldi íslenska liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörku skorar hann sjálfsmark,
með hægri fótar spyrnu,
aftur okkar hefst nú hark,
og Hönnu líka Birnu.

Þorsteinn Briem, 16.11.2014 kl. 22:11

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tékkar voru búnir að spekúler alveg í ísl. taktíkinni í leikjunum á undan.  Það var alveg greinilegt.  Vinstri eða hægri vængur finnst mér ekki alveg skipta meginmáli, heldur það að þeir leystu íslensku vörnina upp saman.  Þ.e. sem lið.  

Langtímum saman í leiknum náðu þeir að setja varnarskipulag íslendinga úr skorðum og mörk lágu svoleiðis í loftinu.  Þetta gerðist ekki í fyrri 3 leikjunum.  

Munurinn var að tékkar voru að spila miklu meira sem liðsheild  heldur en td. hollendingar.

Þeir spiluðu svo hratt saman fyrir utan vörnina, margar snertingar og öll breidd vallarins notuð - og þeir höfðu alltaf marga marga möguleika til að velja úr.  

Þetta var þreytandi fyrir íslenska liðið og margoft var tilviljanakenndur varnarleikur þar sem var bara happa og glappa hvar boltinn lenti.

Hafa ber náttúrulega í huga að tékkar eru engir aukvisar í boltafræðunum og sennilega má segja að leikstíll tékka henti Íslandi afar illa í grunninn.

Tékkar eru með jafnt lið, nokkuð fljóta menn og agressífa.

Það er athyglisvert að bera þetta saman við hollandleikinn þar sem vörn Íslands hélt alveg þó hollendingar væru langtímum saman með boltann.  Lykillinn er að hollendingar stóluðu fyrst og fremst á 2-3 menn og sérstaklega Robben sem átti að sprengja upp vörnina uppá eigin spýtur.  Þegar hann var stöðvaður með miklum agavarnarleik - þá komu engar frekari lausnir.  Tékkar leystu þetta hinsvegar á liðsheildinni og samspili alls liðsins.  

Enn einu sinni sannast að fótbolti er fyrst og síðast hópíþrótt. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2014 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband