Hverjir eru á villigötum ?

Jón Gunnarsson segir að það eigi að fara af stað í Hvammsvirkjun og "láta á það reyna" hvernig mótvægisaðgerðir til verndar laxastofninum reynast.

Við höfum heyrt þetta áður, "að láta á það reyna", svo sem við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma, sem auðvitað er víðsfjarri því að láta náttúruna njóta vafans en ekki framkvæmdirnar eins og við skuldbundum okkur til að gera, þegar við undirrituðum Ríósáttmálann fyrir 22 árum. 

Það á að vaða með virkjanir, stíflur,lón borholur, gufuleiðslur, stöðvarhús, skiljuhús, háspennulínur upp á miðhálendið þótt það hafi verið ein höfuðforsendan í starfi rammaáætlunar að þyrma ósnortnum landslagsheildum, ekki hvað síst á miðhálendinu sem á enga hliðstæðu í víðri veröld.

Einnig að fara inn í Skaftárhrepp í svipuðum dúr og gera líka virkjun við Hagavatn, sem að vísu drekkir foksandi um hríð, en skilur efti sig enn stærra foksandssvæði þegar lónið hefur fyllst af auri og vatnsmiðlunin og virkjunin verða til einskis fyrir afkomendur okkar.

Jón lsegir að gagnrýnin umræða um þetta sé á villigötum en á hvaða leið eru þeir sem standa fyrir þessum áformum öllum?    


mbl.is Umræðan á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.11.2014 kl. 20:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf villtur er hann Jón,
óttalegur sauður,
hann er mesta heimsins flón,
heilinn alveg auður.

Þorsteinn Briem, 27.11.2014 kl. 20:37

3 identicon

skrítin fullirðíng með hagafelsjökul þar hef ég hagsmuni. vill ómar að sandgeirin sem er að skríða fram hægt en öruglega niður í bygð hefur ómar ekki séð afleðingar af því víða um land. það hefur verið reint að hemja geiran með litlum árángri. nú hefur sandavatn á sama svæði verið haldið í skefjum í nokkra áratugi enda hefur gróður sínt þaklæti sitt. eflaust er það slæmt að mati ómars um að hagavatn filist upp er gott á meðan það fillist upp gétur gróður og landgræðsla unnið á sandinum og hagavatn hopar smám saman eru bakarnir teknir og rætaðir upp. virkjunin á ekki að vera eilíf.bara þjona þeim tilgangi að halda vatninu stöðugu landeigeindur hafa ekki bolmagn til að gera þær framhvæmdir að loka farinu varanlega án virkjuna er nokkuð dyrt.

einsog ég skil rammaáætlun er að meta virkjunarkosti galla og kosti. ekki

endilega að friða.

um virkjunina í skaftárhreppi er um nokkuð öðruvísi en hagafelsvirkjun að vísu nokkurt uppfok en ætti að vera viðráðanlegt án virkjunar að virkja þar er spurníng um að dreifa áhættu ef flóð kemur niður þjórsá  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 20:58

4 identicon

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 21:04

5 identicon

 Raflínuáformin eru ekki minna galin en virkjunaráformin:

<a href="https://scontent-b-ams.xx.fbcdn.net/hphotos-xap1/v/t1.0-9/s720x720/10613072_606909082768705_5878280661989104233_n.jpg?oh=57ea80ebc420f8267a7819c309c70052&oe=550EEBD3/">Þúsund Megawött án Jarðtengingar</a>

Ef hlekkurinn er enn óvirkur þá er slóðin hér:

https://www.facebook.com/jardstrengir

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 21:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 1.12.2014 (í gær):

Samfylking 20%,

Björt framtíð 13,5%,

Vinstri grænir 14,5%,

Píratar 8%.

Samtals 56%
og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 2.12.2014 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband