Veldishlaðin fjölgun og veitir ekki af.

Sú var tíðin að langur tími, jafnvel ár, liðu á milli þess sem nýjar gerðir rafbíla eða eitthvað nýtt gerðist á þeim örlitla markaði.

Síðustu misseri hefur orðið veldishlaðin fjölgun rafbíla bæði hér á landi og í nágrannalöndunum, bæði hvað snertir framboð á bílum og sölu.

Samt er salan enn ekki nema lítið brot af þeim tugum milljóna bíla, sem eru framleiddir árlega í heiminum.

Ekki þarf annað en líta á það sem hefur verið kynnt allra síðustu dagana, e-Golf, Kia Soul og Renault Zoe, til að sjá hve mikil breyting hefur orðið á þessum bílum frá því sem áður var, bæði tæknilega og ekki síst útlitslega.

Fyrstu árin voru rafbílarnir oft sérkennilegir í útliti og rafgeymarnir og vélbúnaðurinn tóku mikið rými, sem bitnaði bæði á farangursrými og rými fyrir farþega.  

Tesla rafbílarnir jörðuðu endanlega þessa ímynd og nýjustu bílarnir líta þannig út að engin leið er nema fyrir sérfræðinga að sjá mun á þeim og venjulegum bílum, og gildir það jafnt um innanrými og útlit.

Þetta á til dæmis við um Kia Soul og e-Golf, en kannski er Renault Zoe besta dæmið um það hve fallegir þessir bílar geta verið. Ætlal að skutla mynd af honum inn á faceboo síðu mína á eftir.

Nú fer fram vinna við stefnumótum í rafbílamálum í kjölfar heimsóknar norsks sérfræðings um þau mál hingað til lands og yfirlýsinga forsætisráðherra á ráðstefnunni, sem þessi norski sérfræðingur talaði á.  


mbl.is Með 58% hlutdeild í rafbílamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Ég fékk far með rafbíl um daginn. Nissan Leaf. Skemmtileg reynsla, og gaman að sjá hversu langt tæknin er komin.Þetta var miklu betri græja en ég hefði haldið.
Svo var ég að heyra af þróun í Frakklandi með rafbílavæðingu. Þeir eru að hjólavæða miðborgir, og rafbílavæða í leiðinni með nokkuð athyglisverðum hætti. Þetta var pistill í morgunútvarpi RÚV í gærmorgun, muni ég rétt.
Aðal atriðið hjá þeim eru útblástursmál og svo umferðarteppur. Það væri nú gaman að sjá hvort London fer sömu leið....

Jón Logi° (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband