Hverju velti bíllinn?

"Augljóst var að sumir bílarnir áttu erfitt með að festa grip á veginum og einn velti..."

Stundum má deila um hvort sumar svonefndar málvillur séu svo slæmar. Stundum ráða íhaldssemi og smekkur för.  

Hitt ætti að vera ljóst að þegar málvilla er líka rökvilla sé varla hægt að mæla henni bót. 

Það á við þau orð í ofangreindri tilvitnaðri setningu úr tengdri frétt á mbl.is: 

"Einn (bíll) velti..."

Spurningin er: Hverju velti bíllinn? Ökumanninum? Sjálfum sér? 

Eða hvernig líst mönnum á setninguna: "Eitt skip sökkti..."? 

Einfaldast hefði verið að segja í tilvitnaðri frétt: "..og einn (bíll) valt.."

Í þessum orðum um bílinn, sem velti sjálfum sér, speglast sú tihneiging fjölmiðlafólks að láta fjöll, skörð, hús og ýmislegt fleira vera gerendur í frásögnum.  

Dæmi: "Hlíðarfjall opnaði."  "Oddsskarð opnaði." "Húsið opnaði.."

 


mbl.is Velti bílnum á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Bankarnir tóku ákvörðun um að hækka vexti á innlánsreikningum........klárir þessir bankar ;) ;) 

Ragna Birgisdóttir, 10.12.2014 kl. 14:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veltiár (góðæri) í bönkunum.

Þorsteinn Briem, 10.12.2014 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband