30.12.2014 | 16:42
Fyrirsjáanleg viðbrögð. Vonandi halda menn haus.
Það þyrfti ekki að spyrja að því að óvænt útspil fjármálaráðherra í læknadeilunni í útvarpsfréttum í hádeginu á þeim tíma, sem í frétt hér á mbl.is er sögð "úrslitastund", myndi strax vekja viðbrögð lækna og neyða þá til þess að fara að eyða tímanum í andsvör.
Því að þegar lesið er hvað þeir segja og horft á þau gögn sem þeir birta, vekja ummæli ráðherrans einn meiri furðu en lýst var í næsta bloggpistli á undan þessum.
Þessi snemmbúna áramótasprengja gerir ekkert nema taka tíma manna frá því að einbeita sér að lausn deilunnar við samningaborðið, sannarlega dýrmætan tíma.
Nú er bara að vona að menn beggja vegna borðsins haldi haus og láti ekki koma sér úr jafnvægi.
Lúaleg tilraun fjármálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samanburður á launum lækna hér á Íslandi og erlendis
Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 17:05
Hvað hafa læknar að fela?
Fjármálaráðherra hefur gefið þeim leyfi til að upplýsa um kröfur sínar, og er þeim því í lófa lagið að greina frá þeim. Læknar þurfa því ekki að fela sig á bakvið lög um vinnudeilur.
Læknar virðast þó hafa vondan málstað að verja, og hafa engan áhuga á því að skattgreiðendur fái upplýsingar um kröfugerðina.
Viðbrögð vinstrimanna eru fyrirsjáanleg. Þetta hræsnisfulla fólk sem boðar upplýsingafrelsi, þegar það hentar þeim, hneykslast á þeiri kröfu að almenningur verði upplýstur um kröfur sem munu hafa umtalsverð áhrif á risastóran útjaldalið í rekstri ríkisins.
Læknar telja sig til yfirstéttar. Við þurfum að breyta því. Auka fjölda læknanema og gera aðgengi erlendra lækna að störfum hér auðveldara.
Hilmar (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 18:00
Hvað hefur þú að fela, sem skrifar hér ekki undir þinni kennitölu, "Hilmar"?!
Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 18:08
Kennitala mín er ekki nauðsynleg fyrir skattgreiðendur til að mynda sér sjálfstæða skoðun á málefnum.
Þess utan þá er það venja og hefð úti í hinum stóra heimi, þar sem málfrelsi ríkir, að fólk geti látið rödd sína heyrast án þess að snælduruglað lið á internetinu sé að elta það uppi. Miðað við þráhyggju sumra yfir skorti á kennitölum, þá er það eðlileg varúðarráðstöfun. Það er reyndar víða krafa að þeir sem skrifa athugasemdir gefi ekki upp persónuupplýsingar.
Ertu sáttur við þetta svar, kúturinn minn, eða viltu ræða mig eitthvað frekar?
Hilmar (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 18:36
Fjármálaráðherra er ekki samningsaðili þó hann sé launagreiðandi og getur því ekki gefið læknum leyfi til að upplýsa um kröfur sínar.
Uppsagnir miðast við mánaðarmót og þetta gæti orðið til þess að þeir sem voru tvístígandi segi upp á morgun frekar en að bæta mánuði við uppsagnarfrestinn.
Læknanemum verður ekki fjölgað meðan ekki eru læknar til að kenna þeim. Og aðgengi erlendra lækna að störfum hér er ágætur, áhuginn er bara enginn á að læra málið og vinna á helmingi þeirra launa sem bjóðast annarstaðar.
Læknar telja sig til yfirstéttar, eins og sagt var um kennara, hjúkrunarfræðinga, flugmenn og alla þá sem standa í fæturna og láta ekki bjóða sér skít á priki eins og lúpulegur almúginn þiggur hiklaust með þökkum og hallelújasöng. Og grenjar svo í sjálfsvorkun oní grautinn sinn yfir því hvað "yfirstéttirnar" fái mikið.
Hábeinn (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 19:08
Íslenskir hægrimenn:
Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.
Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.
Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu flestum tilfellum í einkaeigu.
Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.
Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.
Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.
Íslenskir hægrimenn eru því teboðsskríll.
Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 19:18
Hábeinn, skoðanir eru fínar, en það er betra að þær styðjist við staðreyndir.
Ein staðreynd er sú, að fjármálaráðherra fer með samningsumboð ríkisins.
Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna:
"3. gr. Fjármálaráðherra fer með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð og framkvæmd kjarasamninga samkvæmt lögum þessum."
Nú þegar þessi staðreynd blasir við þér, er þá ekki tilvalið að skipta um skoðun?
Við verðum ekki í neinum vandræðum með að fá til starfa erlenda lækna, það eru sko ekki allir erlendir læknar með miljónir á mánuði. Þessir læknar eru fullfærir um að kenna íslenskum nemum.
Hilmar (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 19:27
Skv. lögum nr.80/1938 (Lög um stéttarfélög og vinnudeilur)
ásamt áorðnum breytingum skv. l. nr.75/1996:
"Bannað er að skýra frá eða leiða vitni um umræður á sáttafundum
og tillögur sem fram kunna að hafa verið bornar
nema með samþykki beggja samningsaðila."
Hvor samningsaðilinn er það sem ekki vill greina frá
efnisatriðum?
Húsari. (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 20:37
Samningsaðilar eru þeir sem sitja og semja, ekki þeir sem síðan samþykkja eða fella. Fjármálaráðherra situr ekki og semur, hann samþykkir eða fellir þá samninga sem samningsaðilar gera. Þess vegna eru allir samningar undirritaðir af samningsaðilum með fyrirvara um samþykki þess eða þeirra sem samið er fyrir. T.d.;
Við erum í vandræðum með að fá lækna til starfa, innlenda jafnt sem erlenda. En það er engin tryggð eða heimþrá sem kallar þá erlendu hingað eða heldur þeim hér eins og Íslensku læknana. Hér voru nokkrir erlendir læknar, þeir eru flestir farnir. Þeim erlendu bjóðast líka sömu störfin erlendis og Íslensku læknunum stendur til boða. Við erum ekki einir í þessum heimshluta um það að þurfa að fjölga læknum, en fáir hafa minna að bjóða læknum en við.
Hábeinn (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 20:53
Það er mér óskiljanlegt, hvernig læknar haga sér í sinni einokunar-vísindalækna-kúgunarstöðu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2014 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.