Sprengju varpað inn á viðkvæmri stundu.

Fjármálaráðherra tekur mikla og vanhugsaða áhættu með því að varpa þeirri sprengju inn í viðkvæmt ástandið í læknadeilunni sem hann gerði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 

Hann gat ósköp vel látið þetta sprengjukast sitt vera og sagt pass á þeim grundvelli að það væri samninganefndanna að finna lausn á þessum mikilvæga tímapunkti. 

Þess í stað kom þessi harkalega yfirlýsing frá honum, sem stórhætta er á að æsi menn upp og hleypi öllu í bál og brand. 

Nú vonar maður bara heitt og innilega að það gerist ekki og að menn andi í gegnum nefið. 

En það á ekki þurfa að vera slíkt ástand í deilunni að það þurfi heitt bænahald til þess að biðja um rósemi hugans. 


mbl.is Komi með svör klukkan þrjú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar hann er alveg bit,
á allra sjalla dellu,
á engu hafa aular vit,
uppá Framsókn mellu.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 14:32

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fjármálaráðherra er að hóta lagasetningu undir rós.  Lagasetning á stétt lækna tryggir endanlegan atgerfisflótta úr greininni.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.12.2014 kl. 16:05

3 identicon

Óþarfi ?  já ! heimskulegt ?  já Hótun ?  já. Áhrif ? Hleypir illu blóði í fólk sem ólíkt fjármálséníum Íslands er raunverulega eftirsóttur vinnukraftur erlendis.  Er (eins og fleiri læknar á landinu) full gamall til að hugsa mér til hreyfings,en ef ég væri ekki að vinna á frábærum vinnustað (Reykjalundi) þá hefði ég byrjað á uppsagnarbréfinu eftir þetta útspil.

Hrafnkell Óskarsson (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband