DV komið í markvissa "meðferð"?

Einhverjir myndu segja að DV væri fjölmiðill ársins 2014, þótt ekki nema fyrir það eitt að tveir blaðamenn á blaðinu skyldu ekki heykjast á því að klára það verk, sem þeir höfðu hafið og kom í ljós að var þjóðþrifaverk. 

DV hefur siglt í ólgusjó undanfarin ár, oft bryddað upp á nauðsynlegum málefnum eins og til dæmis byssumálinu og lekamálinu á síðasta ári, en einnig kollsiglt sig og farið fram úr sér í einstaka máli, eins og gengur og gerist þegar dirfska er með í för. 

En það eru gömul sannindi að sendiboði válegra tíðinda sé skotinn í stað þess að tíðindin sjálf og þeir, sem þau hafa skapað, séu krufin til mergjar og lært af þeim. 

Aftaka hins gamla DV eða umbreyting yfir í nýtt DV virðist ætla að verða hæg kæfingar-"meðferð", unnin í áföngum. Einn þessara áfanga var í dag og fleiri eru líklega eftir. 

Það er vel mögulegt að nýir ritfærir og reynslumiklir ritstjórar eins og Kolbrún og Eggert geti gert blaðið áhugavert á grundvelli alveg nýrrar ritstjórnarstefnu og markað því nýjan bás og verðugt hlutverk. 

Ég óska þeim alls hins besta í starfi. 

En á móti kemur að skilið verður eftir skarð í fjölmiðlaflórunni þar sem hið gamla DV var.

Kannski koma þá einhverjir aðrir fram með blað af því tagi.   


mbl.is Ritstjóra DV sagt upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki tekið undir þetta Ómar; ...óska þeim alls hins besta i starfi.

Vil ekki sjá þessa fuglahræðu Kolbrúnu í DV. Búinn að fá nóg af henni í Mogganum og Kilju Egils.

Nýja Ísland? "Fuck it."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 21:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kaupin á DV sjálfsagt fjármögnuð af Rússum, vinum mörlenska presidentsins.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 22:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það er ekki ónýtt Rússagullið."

"Sigurður [G. Guðjónsson] starfaði sem kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar þrisvar sinnum (1996, 2000 og 2008)."

Sigurður G. Guðjónsson

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 22:20

5 identicon

Fylgismenn þess pólitíska málstaðar sem DV hefur stutt undanfarið (minnt helst á gömlu flokksmálgögnin), finna sér eflaust eitthvert nýtt málgagn (n.b.pólitískur málstaður á sér ekki endilega samsvörun í einhverjum einum pólitískum flokki).

Má vel vera að DV hafi verið frljálst undan einhverju og óháð hinu og þessu, en hlutlaust hefur það ekki verið.  Það er allavega rétt í skýrslunni voðalegu sem nýráðinn ritstjóri gerði nýlega.

ls (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 00:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað verður DV hlutlaust.

Þorsteinn Briem, 31.12.2014 kl. 01:03

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Spurningin nú er hvort Framsóknarmafían hefur jafn djúpa vasa og kvótagreifarnir sem halda uppi taprekstri Morgunblaðsins. Því það er pottþétt að áskrifendum mun fækka og þar af leiðandi munu auglýsingatekjur líka minnka.  Persónulega finnst mér lítil eftirsjá að DV.  Og ég held að menn vanmeti stórlega áhrif fjölmiðla. Hneykslismálum mun áfram verða lekið og nýir miðlar munu verða til. Þangað til höfum við Kjarnann og Herðubreið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.12.2014 kl. 02:13

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

e.s. átti að vera ofmeti áhrif fjölmiðla. Allavega þátt skoðunarmyndunar. Það er löngu liðin tíð að menn meðtaki efni fjölmiðla gagnrýnislaust

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.12.2014 kl. 02:18

9 identicon

Jón Ásgeir að verða búinn að leggja alla fjölmiðlaflóruna nema Moggann. DV verður sama drullan áfram. Kolbrún verður þarna ekki lengi.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband