7.2.2015 | 11:23
Af hverju "öryggishagsmunir" og heræfingar?
Þegar Kalda stríðinu lauk vonuðust menn til þess að nú væri loksins kominn friður til framtíðar í Evrópu. "Friður um okka daga" sagði Neville Chamberlain líka 1938 þegar hann veifaði blaði við komuna til London eftir samningana við Hitler í Munchen.
Heima fyrir kallaði Hitler blaðið, sem Chamberlain veifaði með undirskriftum þeirra beggja, "einskis virði pappírssnifsi." Sem það og var því að Hitler var í óða önn að "endurskrifa landamæri Evrópu."
Ætla hefði mátt að friðurinn í kjölfar Kalda stríðsins hefði gert heræfingar "vegna öryggishagsmuna" óþarfa. George Bush eldri lofaði Gorbatsjov því á fundi þeirra á Möltu að NATO myndi ekki seilast til austurs frá Þýskalandi, enda sýndist það nægur árangur að breyta Austur-Þýskalandi úr Varsjárbandalagsríki í NATO ríki í einu vetfangi.
En þótt vopnaskak minnkaði og herlið NATO færi til dæmis með herlið sitt frá Íslandi, var það falskur friður.
Nú, tæpum aldarfjórðungi eftir lok Kalda stríðsins, og átta árum eftir brottför hersins af Miðnesheiði, blasir við að raunverulegt átakasvæði með tilheyrandi ófriði og hernaðarbrölti, hefur einfaldlega færst til austurs allt að landamærum Rússlands.
Ástæðurnar eru kunnuglegar í augum Rússa, - viðleitni nágrannaþjóða þeirra til að skapa sér meira sjálfstæði gagnvart stoltum og stórum nágranna með því að auka samvinnu við Vesturveldin og gefa þeim æ lausari taum og áhrif allt upp að landamærum Rússlands og inn á svæði, sem var beinn hluti landsins öldum saman, allt fram yfir miðja síðustu öld.
Í Krímstríðinu 1854-56 féllu 75 þúsund Rússar í valinn.
Sókn, sem Hitler nefndi "Drang nach Osten" var að gerast á árunum 1938 til 1941 í aðdraganda innrásar hans í Sovétríkin sem kostaði á að giska 20 milljónir manna lífið.
Valdhafar í nágrannaríkjum Rússa vinguðust þá við vestrænt veldi og leyfðu því að hreiðra um sig í löndum sínum.
Þegar sagt er að Rússar eigi að láta sem ekkert sé, er það á skjön við þá staðreynd, að hvað sem öllu friðartali líður, eru öll ríki heims sífellt að "þjóna öryggishagsmunum sínum" með því að stunda alls kyns viðbúnað og heræfingar.
Meira að segja hér á landi var haldin heræfingin Norðurvíkingur 1999 til þess að "þjóna öryggishagsmunum Íslendinga" og valin sem mesta hugsanlega hryðuverkaógn við Íslands að mati þáverandi valdhafa, æfing á hálendi Íslands, þar sem öflugustu vígvélar NATO, F-15 orrustuþotur, æfðu sig í að salla niður ímyndað náttúruverndarfólk á lokuðu heræfingasvæði!
Það þarf ekki annað en að skoða flott söfn í skólum og menningarstofnunum Rússlands til að sjá áhersluna sem lögð er á hetjulega baráttu þjóðarinnar gegn innrásum Napóleons og Hitlers og sjá að hugtakið "Seinni heimsstyrjöldin" sést ekki þar, heldur einungis "Föðurlandsstríðið mikla".
Það er engin leið að leggja mat á það, sem er að gerast við suðvestur og vesturlandamæri Rússlands nema að hafa hliðsjón af biturri reynslu Rússa fyrr á tímum sem þeir geta ekki gleymt, því miður.
Hvernig sem mat manna er á Pútín og Rússum er nauðsynlegt í öllum deilum að deiluaðilar reyni að skilja hverjir aðra. Sjaldan hefur verið meiri þörf á því en nú.
Áttu uppbyggilegan fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar: - sem og aðrir gestir þínir !
Og - það vandræðalegasta alls, í þróun mála í Úkraínu og nágrenni er sú straðreynd, að forkólfar Evrópusambandsins sjálfs (Merkel / Hollande og Camerón hinn Brezki) hrundu þessarri atburðarás af stokkum sínum, Haustið 2013 - til þess að grafa undan Rússneska Sambandslýðveldinu / og hinni styrku stjórn V.V. Pútins, þar eystra.
Þó svo - Berlin og Brussel stjórar og vinir þeirra, vilji nú ekkert við það kannast, í dag.
Mörgum Vesturlanda - súrnar í augum: hin gríðarlega náttúruauðlegð Rússa / austan Úral fjalla - sem og vestan þeirra (Olía- og Gas / Skógarflæmi og Kornakrar, auk Málma og Sjávarnytja) margvíslegra.
Og - ekki skyldum við gleyma þætti upphlaups peyjans B.H. Obama hins Bandaríska, í afturdragi ESB stríðsæsinga vagnsins.
Enda: er Obama beint framhald hins Pentagon/NATÓ stýrða fyrirennara síns: Bush yngra og Teboðs safnaðar hans, sem kunnugt er.
Með beztu kveðjum sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason,
brottrekinn síðuhafi: af hinum ritskoðunarstýringar
vaxandi Mbl. vef /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 12:36
obb obb obb...
Á síðustu árhundruðum hefur hvað.... 3svar verið ráðist inn í Rússland? Svo að eitthvað teljist, - Svíar, Napóleon og hitler.
En hvað með Sovétið sáluga síðustu öld eða svo? Átakalaust? Innlimanir og allur fjandinn. Úkraína og Pólland korteri eftir byltingu (sem var reyndar borgarastríð 5 fylkinga eða svo, og var engan vegin búið 1917). Hreinsanir innan Sovéts sem kostuðu hugsanlega fleiri mannslíf en seinna stríð. Innlimun Eystrasaltsríkja, svo Pólland 1939 eftir tilheyrandi bræðlalag við hitler. FINNLAND 1939, sem setti Sovétið á sama stall og Þjóðverja með því að hefja stríð nánast með loftárásum á almenna borgara. ("Öryggishagsmunir" tryggðir með 465.000 manna innrásarlið og loftárásir á Helsinki)Og svo? Jahá, - reyna að tryggja heimskommúnisma, eða a.m.k. að sporna við heimskapítalisma (ég freistast til að gefa prik fyrir það). Vopnasala sem setur Sovétið sáluga í toppsætið. Pikk og pot á móti kananum um margar heimsálfur. Plott og ekki-plott með Kína. Íhlutanir eins og Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968. Ævintýri eins og Afganistan frá 1980. Skemmtileg mannvirki eins og landamæri Austur og Vestur Þýskalands, og múrinn.
Núna eru Rússar aftur orðnir....Rússar. Það hefur flosnað af USSR, og fæstir vilja þangað. Enginn er á leið þangað inn sem innrásaraðili. Þannig að, - ég sé ekki að þeir séu í neinni "örryggisvörn" frekar en Sovétið sáluga, - það er kannski eitthvað komplex í gangi til að sýna gamlan mátt.
Jón Logi Þorsteinsson, 7.2.2015 kl. 16:02
Komið þið sælir: á ný !
Jón Logi: Rangæingur mæti !
O jú - alkunnur er: sóðaskapur og yfirgangur Leníns og Stalíns hyskisins á hinum óboðlega Sovéttíma (1922 - 1991), en ekkert = merki skyldi setja við núverandi stjórnarfar Rússlands / né áform þess inn í gímald framtíðarinnar, Jón minn.
Miklu nær - stendur Rússland samtímans: hinu aldna Hersa- og Keisaraveldi (862 - 1917), að minnsta kosti hugmyndafræðilega, sem og í þeim skilningi að viðhalda ákveðinni festu og stöðugleika þar eystra / jafnt: Asíu sem og Evrópumegin, Jón Logi.
Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 16:29
Pistillinn er skrifaður til að varpa ljósi á það hve þjóðum og leiðtogum er gjarnt að setja stimpil öryggishagsmuna á allt sem þeir sjá frá sínum bæjardyrum.
Upplifun Rússa á meintu umsátri er ekki ný. Hún var líka við lýði þegar John Foster Dulles þáverandi utanríkisráðherra BNA, stofnaði hernaðarbandalög í kringum Sovétríkin og Vestur-Evrópu þjóðir, þeirra á meðal við Íslendingar, upplifðum útþenslu kommúnismans allt vestur til vesturlandamæra Tékkóslóvakíu sem ógn við öryggishagsmuni Vesturlanda.
Upplifun af þessu tagi getur verið staðreynd þótt ógnin sé það í raun og veru ekki.
Ómar Ragnarsson, 7.2.2015 kl. 17:43
Ath. Það vantar kommu á milli orðanna Sovétríkin og Vestur-Evrópuþjóðir og það breytir merkingunni. Svona á orðaröðin að vera:
"JFD stofnaði hernaðarbandalög í kringum Sovétríkin, og Vestur Evrópuþjóðir upplífðu útþenslu kommúismans..."
Ómar Ragnarsson, 7.2.2015 kl. 17:46
Pútín 10.12.2004:
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.