14.2.2015 | 23:38
Nýir tímar í íslenskri tónlist.
"Hver er þessi María Ólafsdóttir? er spurning sem hefur vaknað að undanförnu. Hvaðan kemur þessi kornunga söngkona, sem kom, sá og sigraði í kvöld?
Svarið liggur í fádæma vel heppnaðri útrás íslenskra tónlistarmanna og kvikmyndagerðarmanna undanfarin ár.
1500 tónleikar þeirra erlendis á síðasta ári eru nefndir sem dæmi, dæmi um það sem fyrir nokkrum árum var kalla "bara eitthvað annað" (annað en stóriðja) í hæðnistóni þegar velt var upp, í hverju framtíð Íslands fælist. Sjálfur hef ég fylgst með því hvernig Haukur Heiðar Hauksson og Dikta hafa mátt hafa sig alla við að anna erlendri eftirspurn undanfarin ár.
María Ólafsdóttir hefur verið önnum kafin erlendis við þessa nýju landvinninga, sem byggjast ekki á klækjum brellum og sápukúlulíkri spilaborg eins og bankaútrásin á sínum tíma, því að enginn nær árangri í krefjandi samkeppninni á þessu sviði nema að hafa eitthvað raunverulega gott fram að færa.
Það eru nýir spennandi tímar runnir upp í íslenskri tónlist og ástæða til að óska þeim, sem þar spretta upp og gera góða hluti, til hamingju.
Einnig Ríkisútvarpinu, sem steig upp um klassa í útsendingunni í kvöld, þannig ýmis vandamál fyrri útsendinga urðu gleymdar og grafnar.
Heyrst hafa raddir um að RUV eigi að hætta við það, eftir 19 ára feril, að taka þátt í Söngvakeppni evrópskrar sjónvarpsstöðva.
Það er sérkennilegt sjónarmið.
María Ólafs fer til Vínarborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
María Ólafsdóttir - Interview
Þorsteinn Briem, 14.2.2015 kl. 23:49
Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.
Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011
Þorsteinn Briem, 14.2.2015 kl. 23:54
21.1.2013:
Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára
1.7.2010:
Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar
Heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.
Tekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.
Þorsteinn Briem, 14.2.2015 kl. 23:55
Björk hefur selt um 15 milljón plötur, Sykurmolarnir seldu 2,5 milljónir platna og Sigur Rós hefur selt vel yfir milljón plötur.
Gus Gus seldi um 400 þúsund plötur, Emiliana Torrini 350 þúsund, Quarashi 300 þúsund og Mezzoforte 300 þúsund plötur.
Samtals að minnsta kosti 20 milljónir platna og miðað við 1.300 króna útsöluverð fyrir hverja plötu á núvirði nemur heildarsala á plötum þessara íslensku tónlistarmanna um 30 milljörðum króna.
Steini Briem, 29.6.2008
Þorsteinn Briem, 14.2.2015 kl. 23:56
Björk
Þorsteinn Briem, 14.2.2015 kl. 23:57
9.9.2013:
"Síðasta ríkisstjórn skar Kvikmyndasjóð heiftarlega niður en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu, samkvæmt Hagstofu Íslands," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi.
"Erlend fjárfesting í kvikmyndum er langt yfir milljarði króna og tekjur íslenska ríkisins af hækkuninni er um 1,2 milljarðar króna.
Og þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þurfum við að leita að innlendu eða erlendu fjármagni til að fjármagna kvikmyndirnar."
Friðrik segir kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem komi nú með nýtt erlent fjármagn inn í landið.
"Fjölgun erlendra ferðamanna má einnig að stórum hluta rekja til þess að erlendar stjörnur sem hafa verið hér í kvikmyndatökum hafa auglýst landið á samfélagsmiðlum og í erlendum spjallþáttum."
Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 00:00
12.2.2015 (síðastliðinn fimmtudag):
"Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hófst í Hörpu í kvöld."
"Erlendir gestir eru 1.500 á hátíðinni að þessu sinni og fjöldi þeirra hefur stigvaxið frá því Sónar Reykjavík var fyrst haldin í febrúar 2013."
Uppselt á Sónar Reykjavík
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 00:34
Útflutningstekjur skapandi greina á Íslandi árið 2009 voru 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371..... Árið 2009 voru útflutningstekjur áls rúmlega 173 milljarða króna og um 4.800 manns störfuðu í áliðnaði og tengdum greinum.........4800 að skila 173 milljörðum og 9.371 að skila 24 milljörðum. 173 milljarðarnir komu sér vel til að kosta heilbrigðisþjónustu og menntun þeirra sem vildu gera "bara eitthvað annað" því 24 milljarðarnir hrukku skammt. Það skiptir máli hvort hver starfsmaður skili þjóðarbúinu 36 ál milljónum eða 2,5 "eitthvað annað" milljónum. Störf frekar en tekjur "bara eitthvað annað" hópsins sýnir sig að er ekki gæfuleg stefna viljum við halda í og jafnvel auka lífsgæði hér á landi.
Hábeinn (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 12:57
CCP á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2009 útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hér á Íslandi laun og launatengd gjöld.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:02
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi..
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:03
Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:03
Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.
30.12.2013:
Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum
Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:04
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!
Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:05
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12. 6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:06
Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.
(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)
Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:07
Að minnsta kosti 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.
Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.
Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.
Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.
Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.
Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:08
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.
Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.
Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:10
Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:11
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:14
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:15
20.5.2014:
Landsvirkjun skuldar andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana, 268 milljarða króna í árslok 2013
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:18
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 17:18
Árið 2013 varð vinnuaflsfrek ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi með eina lægstu framleiðni útflutningsgreina. En tekjur þjóðarbúsins af hverjum starfsmanni eru mjög litlar og nægja ekki fyrir þeirri þjónustu sem ríkið þarf að veita hverjum þjóðfélagsþegni.
Ferðaþjónustan er gott dæmi um vinnu frekar en tekjur. Atvinnubótavinna sem rekin er undir kostnaðarverði fyrir þjóðarbúið. Grein sem treystir á aðrar fámennari atvinnugreinar til að standa undir menntun, löggæslu og heilbrigðiskerfi.
Hábeinn (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 17:25
Vaxtagjöld Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 22 milljarðar króna.
Og árið 2008 tapaði Landsvirkjun 345 milljónum Bandaríkjadala, um 43 milljörðum króna.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 23:42
Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.
Rekstrartekjur Landsvirkjunar voru 6,5% minni árið 2012 en 2011, "sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 23:47
Skoðanir þínar eru ekki staðreyndir, "Hábeinn".
Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 23:53
2008 var ekki dæmigert ár í rekstri neins fyrirtækis "Steini Briem". Sérvalin ár og tölur úr samhengi eru ómarktæk. Það er ætíð grunsamlegt þegar menn geta ekki rökstutt mál sitt með nýjustu gögnum og samanburðarhæfum tölum. Það eru til þrjár tegundir lyga, þ.e. lygar, bölvaðar lygar, og tölfræði.
Hábeinn (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 00:17
Hvaða gögn leggur þú hér fram, "Hábeinn"?!
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 00:31
Allt nýlegar tölur um skuldir og tap Landsvirkjunar frá fyrirtækinu sjálfu:
Nettóskuldir Landsvirkjunar 1. janúar 2013 voru 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverð
20.5.2014:
Landsvirkjun skuldar andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana, 268 milljarða króna í árslok 2013
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 00:42
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 00:51
21.2.2014:
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 02:42
Ég hvet fólk til að skoða allar staðreindir málsins frekar en sérvaldar sundurlausar copy/paste tölur sem segja manni ekkert. Hagur þjóðarbúsins er það sem skiptir máli en ekki hvort fyrirtæki skili bókhaldslegu tapi eftir skatta eitt árið og fái ekki virkjanir gefins.
Hábeinn (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 09:55
Það eru reyndar 29 ár síðan Ísland tók fyrst þátt í Eurovision, en ekki 19. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld!
Erlingur Alfreð Jónsson, 16.2.2015 kl. 13:55
Undirritaður hefur hér eingöngu birt staðreyndir.
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 17:09
Samhengislausar staðreindir geta verið eins villandi og hreinar lygar og oft notaðar í sama tilgangi. Sérvaldar copy/paste tölur sýna ekki allan sannleikann þó þær séu ekki endilega rangar útaf fyrir sig.
Hábeinn (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 17:54
Þessar "copy/paste" tölur eru beinar tilvitnanir í staðreyndir sem koma frá Landsvirkjun sjálfri og eru aðallega nýlegar fréttir frá fyrirtækinu, þar á meðal frá síðasta ársfundi Landsvirkjunar 20. maí 2014.
Ekkert samhengislaust við þessar tilvitnanir og engin ástæða til að endursegja það allt með eigin orðum undirritaðs.
Beinar tilvitnanir eru áreiðanlegri en óbein frásögn og því engin ástæða til að gera athugasemdir við "copy/paste."
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 19:19
Og samt er myndin sem samhengislausar beinar tilvitnanirnar mála langt frá raunveruleikanum þegar heildarmyndin er skoðuð. Hvort vísvitandi sé verið að reyna að blekkja eða hvort skilningur og þekking sé í lágmarki læt ég ósagt.
Hábeinn (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 20:13
Staðreyndir málsins koma fram hér að ofan í tilvitnunum í Landsvirkjun sjálfa.
Skoðanir eru hins vegar ekki staðreyndir.
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 20:32
Sérvaldar staðreyndir teknar úr samhengi í þeim tilgangi að gefa ranga mynd, lygar með staðreyndum, vopn þeirra sem veikan málstað hafa að verja og skoðanir sem þola ekki skoðun.
Hver er það sem tapar þegar Landsvirkjun tapar á pappírunum 4,4 milljörðum eftir að eigandinn er búinn að fá milljarða í arð, alla tekjuskatta fyrirtækisins og starfsmanna þess auk virðisaukaskattsins í sinn vasa? Upphæð sem sennilega nægir til að reka Landspítalan og skila afgangi.
Hábeinn (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 01:52
17.2.2015 (í dag):
"Íslandsbanki spáir því að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna í ár, eða ríflega ein milljón króna á hvern Íslending.
Greinin hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið og með sama áframhaldi verða tekjurnar farnar að nálgast útgjöld ríkisins innan nokkurra ára en þau eru áætluð um 640 milljarðar króna í ár."
"Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir ferðaþjónustuna orðna "langumfangsmestu atvinnugrein þjóðarinnar á mælikvarða gjaldeyrisöflunar.""
Spá 342 milljarða króna útflutningstekjum ferðaþjónustunnar á þessu ári, 2015
Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 06:02
10.4.2013:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um arðgreiðslu til eigenda, þ.e. ríkissjóðs, að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2012.
Landsvirkjun greiddi 1,8 milljarða í arð í ríkissjóð í fyrra en fyrirtækið greiddi engan arð fjögur ár þar á undan."
Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 06:12
17.2.2015 (í dag):
"Eva Joly segir að það sé að bannað að nota glufur í skattalögum eins og Alcoa gerir til að koma hagnaði undan skatti á Íslandi með gervilánum.
Nefnd Evrópuþingsins sem hún leiðir muni beita sér fyrir sérstakri skoðun á framferði Alcoa og annarra fyrirtækja sem beita sömu aðferðum."
Bannað að nota glufur í skattalögum til að koma hagnaði undan skatti eins og Alcoa gerir
Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.