Skjóta fyrst og spyrja svo?

Óvenju gild og mörg rök eru fyrir því að Hagavatnsvirkjun sé í biðflokki. Leirurnar sem sökkva á eru flatar og Landgræðslustjóri hefur mótmælt því að lónið, sem mynda á til að sökkva leirunum, verði notað sem miðlunarlón vegna þess óhjákvæmilega og nýja leirfoks sem myndi verða nýföllnum leir á hverju vori þegar lítið er í lóninu.

Hvert verður gildi og hagkvæmni virkjunarinnar ef hún verður í lamasessi á veturna? Og útsöluverðið á orkunni?Sandvatn

Og hvaðan eiga gróðurhúsabændurnir, sem sagt er að eigi njóta góðs af virkjuninni að fá orku á veturnar. 

 

Á mynd RAX, sem sýnd er með frétt á mbl.is og er sennilega tekin fyrir nokkrum árum, sést hvernig vatnið er að fyllast upp af framburði Sandár vinstra megin á myndinni, - svonefnd aurkeila, sem gerir ekkert annað en að stækka ár frá ári með nýju sandfoki.

Þá mun þurfa nýja og stærri stíflu til að sökkva enn stærra svæði en gert var um 1990 og svona áfram koll af kolli. 

Sama mun gerast varðandi stækkað Hagavatn. Þarna er skómigustefnan, að það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn, lifandi komin.

En virkjanaákefðin er svo mikil að það á að skjóta fyrst og spyrja svo.  

 


mbl.is Hagavatn fari í nýtingarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands 2004-2013 og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2013:Haraldur Benediktsson

Þorsteinn Briem, 19.2.2015 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband