"Bankarán aldarinnar" í október 2008.

Sigurður Einarsson hefur haft allt aðra sýn á Hrunið og framferði bankanna í aðdraganda þess. 

Þegar bankarnir hrundu viku af október 2008 sagði hann að með falli þeirra hefði verið framið "bankarán aldarinnar", hvorki meira né minna. 

Bankaránið fólst hins vegar ekki í því sem bankastjórarnir höfðu gert, heldur höfðu stjórnvöld og utanaðkomandi öfl rænt bönkunum frá bankastjórunum og eigendum bankanna! 

Sýnt hefur verið fram á að bankarnir voru í raun fallnir í byrjun árs 2007 en orð Sigurðar fela í sér líkan hljóm og niðurstöður af nýjustu rannsókn Hannesar Hómsteins Gissurarsonar þess efnis að erlend öfl og erlendar aðstæður hefðu valdið hruni íslenska bankakerfsins, en ekki það sjálft. 


mbl.is Íslendingar geti fengið gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lánið til Kaupþings er líklega stærsta óupplýsta aðgerð stjórnvalda daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008.

Kaupþing fékk alls 500 milljónir evra að láni frá Seðlabankanum, [nær allan gjaldeyrisforða bankans] eða jafnvirði tæplega 78 milljarða króna á þáverandi gengi.

Aðeins rúmur helmingur lánsins endurheimtist og endanlegt tap Seðlabankans var 35 milljarðar króna."

"Seðlabankinn hefur ekki viljað gera opinbera upptöku af símtali Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og Geirs Haarde forsætisráðherra daginn sem lánið var veitt, þar sem þeir ræða lánveitinguna."

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 00:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.3.2012:

"Vitnaleiðslur halda áfram í Landsdómi og er Davíð Oddsson fyrrum seðlabankastjóri mættur í vitnastúku."

"Hann segir að ... staða bankanna væri orðin alvarleg árið 2007."

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 01:14

4 identicon

Það er ljóst að lánshæfni íslensku bankanna fór versandi og það var greinilegt að íslensku bankarnir áttu enga aðila til þessa að lána til þrautarvara enda ríkið ekki fært á að takast á við þá staðreynd að bankarnir höfðu vaxið margfalt umfram landsframleiðslu. Hvernig gat það gerst? Því miður brást kerfið, ekki bara á Íslandi heldur víða í Evrópu. Við sjáum stöðuna í dag á Spáni og Portugal. Hver er staðan á Ítalíu og i Grikklandi.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 01:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna (andvirði 150 Kárahnjúkavirkjana) í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 02:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 02:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 02:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 02:28

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 02:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 02:32

13 identicon

#Sýnt hefur verið fram á að bankarnir voru í raun fallnir í byrjun árs 2007...#  Það er einfaldlega rangt. Það er ósönnuð kenning en ekki sönnuð fullyrðing. Lausafjárvandi er ekki fall og miðað við hverjar endurheimturnar eru af eignum þessara "föllnu" banka þá vantar töluvert uppá að hægt verði að flokka þá sem gjaldþrota þegar upp verður staðið. Það má auðveldlega rökstyðja það að ofsahræðsla og öfgakenndar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ollið mestum skaðanum og framkallað kreppu yfir okkur öll þegar rekstrarvandi hrjáði þessi fyrirtæki. Skyndiákvarðanir hræddra pólitíkusa, sjúkum á líkama og sál, með litla þekkingu á hagfræði, peningamálum og rekstri. Það er e.t.v. ekki að ástæðulausu að bankarnir eru í slitameðferð þar sem rekstrinum er slitið en ekki í gjaldþrotameðferð eins og gjaldþrota fyrirtæki fara í. Sagan er ekki öll sögð og margt á eftir að skýra.

Vagn (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 03:52

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.6.2012:

"Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum."

Hálf Icesave skuld greidd

19.12.2014:

Búið að greiða 85% af Ices­a­ve skuld­inni

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 04:17

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gjaldþrot - Það að dómari hefur staðfest með gjaldþrotaúrskurði að skuldari geti ekki staðið í skilum við lánardrottna sína, svo að séð verði."

Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 04:36

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gjaldþrotaskipti - Það að skuldari er með dómsúrskurði sviptur eignum sínum og öðrum fjárhagslegum réttindum, sem renna til annarrar lögpersónu, þrotabús skuldarans.

Markmið gjaldþrotaskipta er að eignum búsins verði komið í verð og andvirðið notað til að greiða kröfur lánardrottna skuldarans."

Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 04:50

17 identicon

Mitt minni segir að að það hafi veri sérlegur einkavæðingar vinur Davíðs

Jón Ásgeir Jóhannesson sem taldi að Davíð hefði rænt af sér banka með að neita að lána Glitni nokkra aura til að standa skil á einhverjum skitnum erlendum afborgunum á neysluláni.

Grímur (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 09:24

18 identicon

"We are different" sagði Bessastaðar-Óli. "We tend to focus on the results rather than the process: to go straight to the task and do the job in the shortest time possible; to ask when it can be done rather than how."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 09:47

19 identicon

Eitt orð var eins og rauður þráður í erlendum umfjöllunum um Davíðshrunið; "incompetence." Menn eins og Davíð Oddsson og Hannes Hólsteinn, svo ég nefni aðeins tvo prótagónista, voru og eru ekki nógu greindir, ekki nógu vel menntaðir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 10:12

20 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://this.is/harpa/sidblinda/hare_nanari_utlistun.html

Ragna Birgisdóttir, 15.2.2015 kl. 10:23

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef árin í kringum hrunið hefðu verið 30-40 árum fyrr, svo sem 1970-1980, - þá hefði ekki verið hægt að láta mál fara svo stjórnlaust og vitleysislega eins og sjallar létu mál í raun fara í Hruninu sínu.

Why?  Vegna þess einfaldlega, að í gamla daga voru íslendingar vel að sér í þjóðhagfræði.

Í gamla daga hefði fólk strax skilið að það sem skipti máli varðandi erlendar skuldbindingar að til að uppfylla þær þyrfti alvörupeninga.  þ.e.a.s. erlendan gjaldeyri.

Fólk hefði líka strax skilið að svo mikill viðvarandi viðskiptahalli væri stanslaust rautt logandi ljós og viðvörnarbjalla o.s.frv.

Þetta hefði ekkert verið hægt í gamla daga því svo mikil gagnrýni hefði komið og stanslaust bent á hvað efnahagslegir mælar segðu o.s.frv.

Það segir sína sögu að þegar Lars Christiansen teiknaði upp stöðuna 2006 og benti á hvernig efnahagslegir mælar voru að sýna, - þá komu allir af fjöllum!  Fólk skildi ekki neitt hvað Christiansen var að tala um.

Samt var Christiansen ekki að segja neitt annað en það sem var alltaf verið að tala um í gamla daga.

Það sem gerðist nefnilega á árunum fyrir hrun, að sjallar og framsóknarmenn forheimskuðu þjóðina varðandi efnahagslega þekkingu.

Menn voru að segja fullum fetum að gömlu lögmálin giltu ekki lengur og þá aðalega vegna þess hve innbyggjar væru stórkostlegir bissnesmenn og fjármálaspekúlantar.

Fólk skildi ekki hvað viðskiptahalli var og skildu ekki að erlendar skuldbindingar þyrfti að greiða með alvöru pening.  Skildu það ekki.

Christiansen leit bara á þá efnahagslegu mæla sem var alltaf litið á í gamla daga.

Firringin hér uppi var komin á það stig, - að sjallar og framsóknarmenn börðu það própaganda inní þjóðina, - að þessi efnahagslögmál og efnahagsmælar giltu ekki lengur.

Er nefnilega mjög merkilegt.  Innbyggjar létu framsjalla spila svoleiðis með sig að mikil fádæmi eru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2015 kl. 10:59

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 11:27

24 identicon

Íslendingar græddu um 10 þúsund milljarða mælt í íslenskum krónum á hruninu því það var upphæðin sem stóð eftir þegar búið var að afskrifa í fyrstu umferð a.m.k þannig að eftir stóð að við vorum og erum væntanlega en þa í skuld við erlenda kröfuhafa um 4000 milljarða mælt í sömu mynt. Ég held að þegar við horfum á þetta svokallaða hrun heilt yfir þá væri hægt að kalla hrunið mesta bankalán Íslandssögunar þökk sé kannski m.a. þeim sem voru og verða dæmdir í fangelsi vegna hrunsins.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 11:44

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Einmitt.  Þetta var gott fyrir Ísland!

Það er þetta sem eg var að tala um hér ofar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2015 kl. 11:53

26 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þegar maður les aftur ýmsar upplýsingar sem birtar voru í tengslum við stofnun nýju bankanna og efnahagsreikninga gömlu bankanna og setur í samhengi við upplýsingar sem síðar hafa komið fram, þá kemur ýmislegt merkilegt fram:

1. Ótrúlega stór hluti skulda hrunbankanna voru hver við annan.  Þetta voru því ekki skuldir við erlenda kröfuhafa (nema að því marki sem erlendar skrifstofu/útibú/dótturfyrirtæki höfðu veitt lánin) eða innlenda kröfuhafa (fyrir utan millibankalán).  Þannig keyptu Glitnir og Landsbanki Íslands nánast alla, ef ekki alla skuldabréfaútgáfu Kaupþings árið 2008, en SE hefur einmitt stærst sig af því hve velheppnuð sú skuldabréfaútgáfa var.

2. Vissulega voru skuldir við aðra en milli bankana þriggja háar, en þær voru innan við 8.000 ma.kr.  Það er því orðum aukið að þessar skuldir hafi verið vel yfir 10.000 ma.kr.

3. Bankarnir þrír notuðu svo þessi bréf til að fá lán frá ECB og SÍ, en líka til að láta bókhaldið líta vel út.  ECB krafðist þess að þeir borguðu lán sín í júní 2008 og fengu þá skuldabréfin aftur í fangið.

4. Breyting á skuldum bankanna árið 2008 litaðist mjög mikið á veikingu krónunnar.  Staða þeirra leit því verr út vegna falls krónunnar.

Marinó G. Njálsson, 15.2.2015 kl. 14:38

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sú skýring hefur komið á framsjallagróðæris-fjármálasnillinni, að engin peningur hafi komið inn - og enginn peningur farið út.

Eg segi nú bara, betur ef satt væri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2015 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband