"Gamla Gufan".

Við Gufuskálar á Snæfellsnesi stendur 412 metra hátt mastur sem eitt sinn var hæsta mannvirki í Evrópu. Þaðan er útvarpað dagskrá RUV í blöndu frá Rás 1 og Rás 2 á langbylgju og sérstaklega séð um það að blanda þannig útsendingunni, að fréttir, veðurfregnir og annað það, sem snert getur öryggi fólks, sé í langbylgjuútsendingunni. 

Hægt er að kaupa sér lítil handhæg útvarpstæki sem ná útsendingunni á langbylgjunni hvar sem er um allt land á tíðnunum 189 frá Gufuskálum og 207 frá Eiðum. 

Frá engu öðru fjarskiptatæki nást sendingar um allt land því að til eru skuggar þar sem gervihnattasamband er ekki fyriri hendi og ennþá stærri og fleiri svæði þar sem ekkert farsímasamband er.

Útsendingin á langbylgju kemst næst því að samsvara "Gömlu Gufunni" þegar aðeins var sent út á einni bylgjulengd á Íslandi, ef Kanasjónvarpið er frátalið, sem aðeins náðist á suðvesturhorninu.

Litla langbylgjuútvarpstækið á því að vera efst í forgangsröðinni varðandi nauðsynlegan fjarskiptabúnað í ferðalögum, jafnvel þótt fjarskiptin séu aðeins aðra leiðina.  


mbl.is Konan er ófundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langbylgjusendingarnar eru líklega mest notaðar af sjómönnum. Allur almenningur, a.m.k. fólk fætt eftir 1960, hlustar ekki lengur á dagskrárútvarp. Sama á reyndar að miklu leyti við um sjónvarp. Hentug viðtæki með langbylgju fást því miður óvíða, en manni finnst nú að slík tæki, rafhlöðuknúin, ættu að vera skyldueign á landi, þar sem búið er í jafn miklu návígi við náttúruna og hér á landi.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 22.2.2015 kl. 15:26

2 identicon

189 kHz / 207 kHz (kíló Herz).

Ekki gleyma einingunni. Hugtak í eðlisfræði eru merkingarlaust án einingar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.2.2015 kl. 15:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur föðurbróðir minn, sem bjó í Stokkhólmi í Svíþjóð, hlustaði þar á okkar ástkæra Ríkisútvarp áður en tölvur komu til sögunnar.

Hatað og fyrirlitið af teboðsskrílnum.

Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband