Langbylgjutæki hefði breytt öllu.

Það var giskað á það hér á síðunni þegar byrjað var að reyna að leita að Kerstin Langenberger, að hefði hún verið með lítið langbylgjutæki á sér hefði það geta afstýrt leitinni. 

Nú er komið í ljós, að þetta var rétt, jafnvel þótt sending langbylgjutækisins væri bara aðra leiðina.

Því að hefði hún hlustað á það, hefði hún fengið að vita að leit væri hafin og hefði þá getað nýtt sér neyðarsímann í Hvanngili.

Hún vissi hins vegar ekkert um að leit væri hafin og notaði því ekki símann.  


mbl.is Vissi ekki að leitað var að henni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einfaldast væri að hafa útvarp í skálunum.

Ágúst H Bjarnason, 24.2.2015 kl. 07:33

3 identicon

Það er reyndar ekki verulega einfalt að hafa útvarp í skálunum.  Slíku er yfirleitt stolið umsvifalaust.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 11:17

4 identicon

Bjöggarnir skjálfandi á beinum,

af blund vöktu fraulein í leynum,

sem hefðu víst getað sleppt,

því ein var sko veðurteppt,

og ramm-villt í hundrað-og-einum!

surprised

http://www.mbl.is/smartland/stars/2015/02/23/vedurteppt_i_eftirpartii/

Þjóðólfur frá Ófæru (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband