24.2.2015 | 21:51
Arfur frá Afríku.
Hópur mannasálfræðinga og dýrasálfræðinga rannsakaði hegðun kynjanna varðandi makaval og komst hér um árið og komst að svo merkilegri niðurstöðu, að tímaritið Time gerði hana að "forsíðusögu" (Cover Story) blaðsins.
Þeir töldu að í sögu mannsins væri svo skammur tími síðan aðstæður breyttust frá því í skógum og á sléttum Afríku, að erfðaeiginleikar formæðra og forfeðra okkar réði enn miklu um hegðun manna.
Ástæðan fyrir því að konur löðuðust oft að eldri mönnum og væru sérstaklega veikar fyrir mönnum í einkennisbúningum, svo sem hermönnum, væri sú að frumkonan (apakonan) leitaði að sterkum manni, sem gæti varið hana og börnin og "skaffað" til heimilisins og hefði afl og vald.
Þá skipti aldurinn ekki máli.
Byssa og einkennisbúningur hermanna væri tákn um afl og vald. Og frægir, valdamiklir og ríkir menn hefðu mikið aðdráttarafl.
Karlmaðurinn sæktist hins vegar eftir konu sem væri ung og frísk, gæti alið af sér heilbrigð börn og annast þau vel . Það væri sennilega grunnskýringin á því fyrirbrigði meðal karlmanna, sem kallað væri "grái fiðringurinn".
Þessi Time-grein birtist rétt eftir að ítalskt herskip hafði stoppað stutt í Reykjavíkurhöfn og upphófst eltingarleikur yngismeyja við ítölsku hermennina, sem stóðu vart út úr hnefa og hlaut eftirá heitið "Hljómskálagarðsfarganið" ef ég man rétt.
Ég gerði að því grín á skemmtunum að meirihlutinn af sjö börnum okkar hefðu fæðst í september og októberbyrjun á þeim árum, þegar ég var í gervi og búningi jólasveins níu mánuðum fyrr.
Það sannaði að konur væru veikar fyrir einkenninsbúningum !
Af hverju eltast karlar við yngri konur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gráhærður karl frá Kentucky,
konurnar margar hann sökk í,
upp á dúddinn,
Alamuddin,
ofurgirinn svo hrökk í.
Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:08
Gráhærður karl frá Kentucky,
konurnar margar hann sökk í,
upp á dúddinn,
Alamuddin,
ofurgírinn svo hrökk í.
Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:10
.
.
Eitt sinn var Steini ungur og hreinn ...
og aldrei fór hann í herinn,
í lofnarmálum var svifaseinn
og sýnast vildi´ekki jólasveinn ...
"Hættu! þú kemst ekki hér inn!"
hrópaði því hver einasta snót,
"eigðu svo sjálfur þitt ónýta dót!"
.
Jón Valur Jensson, 25.2.2015 kl. 04:24
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 25.2.2015 kl. 04:36
Fýsnin drap þar fimmtán þá,
flokkinn kristilega,
allir teknir aftan frá,
og alla líka vega.
Þorsteinn Briem, 25.2.2015 kl. 04:38
Jón Valur er ferlegt frík,
að fýsnum djöfuls staðinn,
Satans er hann senditík,
syndum ljótum hlaðinn.
Þorsteinn Briem, 25.2.2015 kl. 04:52
ágæt samtök að lasta.
rusli í saklausa´að kasta.
Jón Valur Jensson, 25.2.2015 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.