"Sexflokkur" að festast í sessi? Sérstaða Sjallanna horfin?

Í kosningunum 2013 endaði ferill "fjórflokksins" svonefnda, að minnsta kosti í bili. Síðan þá hefur verið að festa sig í sessi nýtt flokkakerfi í skoðanakönnunum sem kalla mætti "sexflokkinn". 

Fjórflokkurinn varð til árið 1942 og lifði í 59 ár. Einstaka sinnum komu upp nýir flokkar sem fengu tímabundið fylgi, en lognuðust síðan útaf. 

Algengustu stærðarhlutföllin í prósentum voru: Sjallar með um 40% og hinir þrír með 15-25%. 

Nú eru stærðarhlutföllin ekki ólík hvað snertir það að Sjallar eru enn stærsti flokkurinn, en hinar tölurnar hafa verið að fletjast út, svo að hlutföllin eru: Sjallar með í kringum 25% og hinir fimm með í kringum 15% hver. 

Munurinn á þessum nýju hlutföllum og hinum gömlu er sá, að á tímabilinu 1942-2013 var ekki hægt að hafa Sjálfstæðisflokkinn utan stjórnar nema að allir hinir flokkarnir stæðu saman að ríkisstjórn. 

Og ekki var hægt að mynda tveggja flokka stjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins.

Ef sleppt er þjóðstjórnarárunum 1942-44 stóð Sjálfstæðiflokkurinn að ríkisstjórn í allan tímann 1944-2013 nema 42-44, 56-58, 71-73, 78-79, 88-91 og 2009-13.

Hann var í stjórn 54 ár en utan stjórnar í 15 ár. Hér er stjórnarþáttaka nokkurra þingmanna Sjallanna í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens 1980-83 ekki talin sem plús, því að yfirgnæfandi meirihluti þingflokksins var í stjórnarandstöðu. Það jafnar sig út við árin 1944-47 þegar fimm þingmenn flokksins stóðu ekki að Nýsköpunarstjórninni en yfirgnæfandi meirihluti þingflokksins studdi stjórnina. 

Nú hefur þetta allt breyst vegna veiklunar Sjallanna. Nú geta þrír til fjórir af fimm hinna flokkanna myndað ríkisstjórn og þarf ekki að hafa þá alla innanborðs í ríkisstjórn. 

Og ekki verður lengur hægt að mynda tveggja flokka stjórn, en staða Sjallanna í því efni var eitt sterkasta tromp þeirra í næstum sjö áratugi. 


mbl.is 36,4% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er aðhald almennings í landinu sem er ávalt valdamesti og stærsti flokkurinn.

Aðhaldsgagnrýni almennings þarf að virka jafnt og þétt, öll árin á milli kosninga.

Það er einskis virði að hafa skoðana og málfrelsi, ef þetta skoðana og málfrelsi er ekki frjálst og virkt í landinu, 365 daga ársins. 

Fólk er því miður í lögmannadómstólanna skulda/skoðana og tjáningarþöggunar-fangelsi skipulagðrar glæpastarfsemi lífeyrissjóða og banka. Meðan fólki er hótað lífláti, atvinnumissi og mannorðsmorði af þessum glæpastofnunum, án möguleika á réttarvernd, þá er ekki skoðana og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Sama gamla þöggunarfangakúgunin lögmannavarða blómstrar enn þann dag í dag, í skjóli kúgandi Hæstaréttar-Páfaútibúsins frímúraða, á þrælaeyjunni Íslandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2015 kl. 16:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá árinu 1929 fyrst og fremst verið kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsmanna.

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira kraðak er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis klofnað og brot úr flokknum myndað ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 17:10

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Engir hafa komist í valdamestu embætti Hæstaréttar Íslands, án þess að vera hundtryggir, gjörspilltir, þrælandi og Frímúrarakúgaðir Sjálfstæðisflokksmenn. Ekki þarf að taka fram að konur hafa ekki komið til greina, í mafíu-ormagryfju-frímúrara-dómsráðið.

Eða er ég kannski að fara með rangt mál?

Sannleikurinn óskiptur óskast, í tjáningarfrjálsa og siðmenntaða réttarríkislandinu Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2015 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband