Samt "fer hratt kólnandi" og "hafísinn stóreykst".

Ég hef að undanförnu átt í netsamskiptum og persónulegum samræðum við góða og gegna og vel menntaða menn sem staðhæfa með tilvitnunum í "traust vísindaleg gögn", sem þeir segjast hafa undir höndum, að nú fari loftslag á jörðinni "hratt kólnandi" og að á aðeins einu ári hafi ísþekjan á Norður-Íshafinu "stórminnkað". 

Hvorki geta þessir menn þó útskýrt af hverju íslensku jöklarnir fari síminnkandi og því síður af hverju Grænlandsjökull sé á sömu leið. 

Ekki geta þeir heldur útskýrt fjarveru hafíssins frá landinu þrátt fyrir óvenju þrálátar suðvestanáttir og heldur ekki hvers vegna það hefur ekki komið frost í Moskvu í háa herrans tíð, heldur engu líkara en að hinn hræðilegi rússneski vetur sé gufaður upp. 

Og varla fer formaður umhverfisnefndar öldungardeilar Bandaríkjaþings að kasta snjóboltum þar í 16 stiga hita til að sanna, að víst fari "hratt kólnandi." 

Ekki geta þeir heldur útskýrt viðurkenndar alþjóðlegar mælingar, sem sýna hlýnun að meðaltali á jörðinni, né heldur af hverju meira CO2 er nú í lofthjúpi jarðar en síðustu 800 þúsund ár.

Trú mín á gildi menntunar hefur beðið nokkurn hnekki við að sjá fullyrðingar hámenntaðra manna um hina hröðu kólnun veðurfarsins á jörðinni. 

"Vísindin efla alla dáð", sagði skáldið, en hefði átt að bæta við og hafa það svona:

"Vísindin efla alla dáð

en ekki greindina´í lengd og bráð".  


mbl.is Jöklarnir 12% minni en áður talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ómar minn! Ég held að "afneitunarsinnarnir" segi að hafísþekjan á Norðurheimskautinu hafi stóraukist undanfarin þrjú ár á Norðurheimskautinu, sem hún hefur gert, en ekki stórminnkað eins og þú skrifar (inni í færslunni hjá þér)!
Það hefur enginn haldið því fram, svo ég viti, að það hafi kólnað frá 2000 eða jafnvel aðeins fyrr. Þvert á móti sýna öll gögn að það hlýnaði og sú hlýnun hafi náð hámarki um 2002. Síðan hefur dregið mjög úr þessari hlýnun og margt bendir til þess að hún sé farin að ganga til baka, m.a. aukinn hafís á norðurslóðum undanfarin þrjú ár.
Meira að segja loftslagspanill Sameinuðu þjóðanna er farinn að viðurkenna þetta og farinn að draga mjög úr hlýnunarspá sinni.

Svo er auðvitað veturinn í vetur gott dæmi um hve hægt ætlar að hlýna á þessu "óða"hlýnunartímabili sem verið er að telja okkur trú um að við lifum á. 

Torfi Kristján Stefánsson, 11.3.2015 kl. 14:30

2 identicon

Nú ætla ég að vera fljótur til áður en Ómar umbreytist í Steina Briem og copy/paste langhundarnir byrja að gjamma framan í mann :)

Fyrst smá leiðrétting Ómar: 

Í stað "stórminnkað" á auðvitað að standa "stóraukist". 60% aukning hafísþekju á einu ári (þeir snillingar Trausti Jónsson og Hálldór Björnsson geta deilt um hvort það er emmess eða Kjörís) hlýtur að teljast mikil aukning.

Í öðru lagi þá er auðvelt að skýra út sveiflur í stofnstærð íslenskra jökla:

1. Á hlýskeiðinu 1930 - 1960 minnkuðu íslenskir jöklar.

2. Á kuldaskeiðinu 1960 - 1990 stækkuðu íslenskir jöklar.

3. Á hlýskeiðinu 1990 - 2020 minnka íslenskir jöklar.

4. Á kuldaskeiðinu 2020 - 2050 munu íslenskir jöklar stækka.

Þetta hlýtur þú að skilja Ómar. Ef ekki, skulum við bara tala saman eftir rúm 30 ár ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 14:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2014 einkenndist af miklum hlýindum en víða var mjög úrkomusamt og sumarið sólarrýrt.

Við norðurströndina og víða austanlands er árið það hlýjasta frá upphafi mælinga ..."

Tíðarfar ársins 2014 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 11.3.2015 kl. 14:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 11.3.2015 kl. 14:34

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt vef dönsku veðurstofunnar var hiti 7 stigum yfir meðallagi í nýliðnum janúar í Scoresbysundi.

Trausti Jónsson, 5.2.2015

Þorsteinn Briem, 11.3.2015 kl. 14:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.3.2015 (í gær):

"Vaxandi öfgar í veðri kunna að vera af völdum aukinnar mengunar í andrúmsloftinu.

Gríðarleg loftmengun, sérstaklega frá Kína, er talin hafa víðtæk áhrif á veðurfar víða um heim.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA.

Í niðurstöðum NASA kemur fram að miklir stormar í andrúmsloftinu séu af völdum mengunar.

Hún hafi áhrif á háloftavindana og geti haft áhrif á þær kröppu lægðir sem menn upplifi nú."

Telja mengun valda öfgum í veðurfari

Þorsteinn Briem, 11.3.2015 kl. 14:53

10 identicon

Sæll Ómar,

Það er alltaf sama ruglið hjá þeim félögum Torfa og Hilmari. Árið 2012 var hafísinn í algjöru lágmarki og sem betur fer gekk það aðeins til baka 2013. Þá básúna menn náttúrulega um gríðarlega aukningu á hafís milli ára, en menn ættu að horfa til lengri tíma og þá sést að ekkert er að stöðva þróunina:

Þróun á hafís

Árið í ár stefnir svo í minnsta hafís frá upphafi mælinga:

Hafís 2015

Hér er einn mjög góður fyrirlestur um þróunina:

John Englander

Dabbi (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 15:44

11 identicon

Frændur vorir Svíar ráku sig á þá tölulegu staðreynd að með aukinni íssölu fjölgar nauðgunum. Samkvæmt þeim tölum má álikta sem svo að ís auki kynhvöt svo mikið að hún verði óstjórnleg hjá sumum. Hinir vantrúa telja aftur á móti að orsök og afleiðing hafi þar ekki verið sönnuð þó einhver fylgni sé með tölunum. Aukning á koltvísýringi hefur ekki verið sönnuð sem ástæða hlýnunar þó aukning hafi orðið á sama tíma og hlýnun.

Jöklar hafa stækkað og minnkað gegnum aldirnar og það væri að æra óstöðugan að ætla sér að reyna að halda þeim eins og þeir voru 1950.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 16:07

12 identicon

Á Hilmar einhverja stórkostlega kristalskúlu sem hann getur hoft í til sjá hvernig hitinn á Jörðinni verður á tímabilinu 2020 til 2050? 

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 16:48

13 identicon

Reyndar ekki Björn Jóhann Guðjónsson. Ég leyfi mér einfaldlega að álykta út frá ósköp eðlilegum náttúrulegum sveiflum í veðurfari, svona svipað og Páll Bergþórsson fyrrverandi Veðurstofustjóri :)

Hins vegar virðast veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands sannarlega vera farnir að nota kristalskúlu við spádóma um veðurfar 2050, smbr. http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/2988

Þess má svo geta, svona í framhjáhlaupi, að sama Birta Líf viðurkenndi í veðurfréttatíma RÚV í gærkvöldi að hún gæti ekki spáð fyrir um veður á Íslandi tvo daga fram í tímann að þessu sinni, óvissan væri slík!

Að sönnum glópahlýnunartrúboða sið massar hún hins vegar 35 ára spána :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 17:15

14 identicon

kuldar og hlískeið af manavöldum eða ekki það er spurnínginn. hvervegna ganga vörður inní langjökul til eru sögur um að men að norðan geingu jökulmeigin við hvítárvatn. varla hefur verið mikil meingun þá. hvervegna minkaði hagafelsjökull á kuldaskeiði 1880-1920. varla af mannavöldum. svona gétum við haldið áfram.   svo ég tek hlínun af mannavöldum með mikklum fyrvara.nú gétur verið að færsla möndulhalla jarðar hafi meira að seigja en menn í feðurfræði jarðar. nú skilst að norðurheimskautsbaugurinn sé komin norður fyrir grímsey. skildi það hafa áhrif.?.veit það ekki  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 18:11

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Það sem er skrítið við kuldatrúarmennina er, - að þeir taka engum sönsum!  Taka engum rökum.

Það er marg, marg oft búið að fara í gegnum þetta með þeim, lið fyrir lið.  Sýna þeim staðreyndir.  En nei!  Þeir taka ekki sönsum.

Þeir eru álíka og andstæðingar ESB.  Taka engum rökum og viðurkenna ekki þegar þeim er sýnt fram á staðreyndir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2015 kl. 20:47

16 identicon

Blaðið Economist er með ágæta grein einmitt um þetta atriði. Sjá http://www.economist.com/blogs/economist-explains/2015/03/economist-explains-2. Greinin heitir 

The Economist explains

Why global warming does not necessarily result in warmer winters og birtist 4. mars sl.

Björn Matthíasson (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 20:49

17 identicon

Þetta var að koma frá Nasa, hafísin hefur alrei verið meiri á suðurskautinu,síðan mælingar hófust.

http://www.nasa.gov/content/goddard/antarctic-sea-ice-reaches-new-record-maximum/#.VQCtV_msUvj

Dagur Bragason (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 21:03

18 identicon

Vandamálið er global warming viðskiptamódelið sem þúsundir hafa vinnu af en væru atvinnulausir annars. Allir vita að USA og Kína eru verstu umhverfissóðarnir en þeir vilja ekki kaupa framseljanlega mengunarkvóta..

GB (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 22:50

19 identicon

ég er hræddur um að það breyti litlu þó við séum að rífast her a blogginu.hnattræn hlýnun eða kólnun tekur ekkert tillit til þess hvað okkur finnst

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 23:20

20 identicon

Sæll Ómar.

Ímyndarsmiðir og markaðsfræðingar vinna sitt verk
og gildir þá auðvitað einu kólnun eða hlýnun en
þeim mun meir að menn geti haldið áfram að mjólka
peninga út á þessa vitleysu.

Ætli það sé ekki sönnu nær að veður fari eftir sínum
náttúrulegu himinskautum og ævintýralegt að menn haldi
að þeir hafi nokkuð um það að segja.

Lýsi eftir kommunisma í stað umhverfis- og loftslagsgeggjunarinnar!

Húsari. (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband