Unun að fylgjast með þeim bestu.

Þegar tillit er tekið til ungs aldurs keppendanna í Gettu betur er ekki hægt annað en að hrífast af frammistöðu þeirra bestu, allt frá hraðaspurningunum til enda hverrar viðureignar.

Ég hafði helst búist við að gömlu keppinautarnir MR og MH myndu keppa til úrslita og grunaði eftir að MH datt út, að það myndi hugsanlega gera úrslitaviðureignina ójafnari en ella.

Og þannig fór það. Að vísu er oft afar erfitt að spá um úrslit í svona keppni, því að heppni leikur stórt hlutverk, einkum þegar mjótt er á munum.

Það eina sem pirrar mig stundum er, hve illa þetta stórkostlega fólk er oft að sér um sitt eigið land. Þar skortir eitthvað á í skólakerfinu sjálfu.

Sem gamall spurningakeppninörd með fjóra mismunandi spurningaleiki í sjónvarpi í reynslubankanum, meðal annars Gettu betur 1995 þegar "skólinn minn" MR vann, er efni spurninganna sjálfra og samvinnan við spurningameistarana oft ekki síður áhugavert viðfangsefni og íhugunarefni en frammistaða keppenda.

Ég tel mikilvægt að ekki sé aðeins verið að fiska eftir beinni þekkingu keppenda, heldur ekki síður að reyna á ályktunarhæfni þeirra og þekkingu á sem fjölbreyttustum sviðum, að ekki sé nú talað um að orða spurninguna þannig, að athyglisgáfan fái að njóta sin sem og það að láta ekki afvegaleiðast út á ragna hugsanabraut, "vitlausan trakk".

Spurningin um "stjörnuna", Keikó, var einmitt þess eðlis. 

Ég óska öllum sem stóðu að keppninni í þetta sinn til hamingju með góða frammistöðu, bæði keppendum og ekki síður stjórnandanum og starfsfólki öllu, sem stóð að henni.

 

P.S.  Smá nöldur: Hvimleitt er þegar sagt er að einhver hafi sigrað keppni og sigrað hlaup eða mót. Gagnályktun hlýtur að vera að úr því að einhver sigri eitthvað, hljóti það, sem sigrað var, að hafa beðið ósigur. Þetta er að mínum dómi bæði málleysa og rökleysa.   

 


mbl.is „Tilfinningin er ansi góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leggja saman tvo og tvo,
taldir eru bestir,
því þeir eru þannig sko,
þrautagóðir flestir.

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 05:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stelpur geta allt, fleiri stelpur í Gettu betur!

Konur í lykilhlutverki sóknar gegn IS:


Mynd með færslu

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 06:41

3 identicon

Einni vitleysu tók ég eftir í gærkvöldi þar sem Hel og helvíti var sagt sami staðurinn. Helvíti er náttúrulega aðsetur Djöfulsins samkvæmt kristni en Hel er norn eða gyðja samkvæmt norrænni goðafræði og þangað fara allir nema þeir sem falla af vopni en þeir fara til Valhallar þar sem Óðinn er að safna að sér her til að verjast í ragnarökum sem er náttúrulega fyrir fram tapað stríð.

Hel og helvíti er ekki sami staðurinn!

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 08:13

4 identicon

Þarf að bæta aðeins við og nú að leiðrétta sjálfan mig :)

Hel er gyðjan sem tekur á móti okkur öllum. Var reyndar að reyna að fletta því upp hvort hún er gyðja eða eitthvað annað.

Hún býr í Helheimum og það er þangað sem við förum þegar við förum yfir móðuna miklu.

Helheimar er ekki borg eins og koma fram í þættinum í gær. Þ.e.nema það sé líka til borg eða bær sem heitir Hel eða Helheimar.

Helhejm er hæð eða fjall í Noregi rétt við landamæri Svíþjóðar í Óslofyrði.

Vona að ég fari með nokkurnvegin rétt mál.

:)

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 11:18

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með dauðann í norrænni goðafræði eða líf eftir dauðann, - það hlýtur að sýna hve afskaplega íþyngjandi þessi trú var fyrir meginþorra fólks.

Það var miklu miklu betra að fara til Valhallar.  Hel er algjört down pleis.

Það var aðiens hægt að komast á betri stað með því að deyja í bardaga.

Þetta hlýtur að hafa kynt undir ofbeldi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2015 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband