Svipað á að gilda um Hafnarfjörð og Djúpavog.

Það vakti mikla athygli og umræður þegar fólki í fiski á Djúpavogi bauðst að flytja með verkefnunum til Grindavíkur þegar sjávarútvegsfyrirtækið hætti að starfa fyrir austan. 

En málið sýndi vel hve það getur verið erfitt fyrir fólk að rífa sig upp og fara frá þeim slóðum þar sem það og fjölskyldur þeirra voru búin að koma sér vel fyrir og kunnu vel við sig. 

Sama gilti frá upphafi um Fiskistofu og þeir sem voru óánægðir með brottflutninginn frá Djúpavogi eru í mótsögn við sjálfa sig ef þeir segja að það sé í góðu lagi að þvinga fólk til að flytja frá Hafnarfirði til Akureyrar. 

Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra í Viðreisnarstjórninni varð fyrstur til að brydda upp á því nýmæli þegar Tóbakseinkasala ríkisins og Áfengiseinkasala ríkisins voru sameinuð, að engum yrði sagt upp þrátt fyrir hagræðinguna, heldur færi hún fram hægt og rólega á þann hátt að ekki yrðu ráðnir nýir starfsmenn í þær stöður sem lagðar voru niður. 

Þetta var bæði skynsamlegt og mannúðlegt og svona er hægt að sníða galla af valdboðum, sem raska mjög högum fólks ef þær eru keyrðar í gegn með harkalegri valdbeitingu og offorsi. 


mbl.is „Fullnaðarsigur“ starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband