Vanmetin ferðamannasvæði.

"Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt" orti skáldið Tómas Guðmundsson. Hann hefði kannski getað bætt við: "...og þar hefði aldrei gerst neitt." 

Það er ekki nóg með að norsku firðirnir séu svo magnaðir, að þeir flokkist án nokkurrar sögu ásamt hinum eldvirka hluta Íslands undir 40 mestu náttúruundur og 100 mestu undur jarðarinnar, heldur er afar gefandi fyrir Íslending að ferðast um söguslóðir fofeðra okkar, frænda og landa í Noregi, raunar hrein nautn.

Þeir Íslendingar sem telja sig hafa kynnst Noregi með því að koma til Osló og nágrennis fara villur vegar. Íslendingar, sem leita eftir áhrifamiklum söguslóðum og stórbrotnu landslagi sem tengist þeim sjálfum, fá miklu meira út úr því að ferðast um Þelamörk til vesturstrandarinnar og þaðan til norðurs allt til Þrándheims og Þrændalaga.

Svipað má segja um Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar. Ég hef aðeins komið til Færeyja en hvorki til Hjaltlands né Orkneyja. En Helga konan mín lætur vel af ferð sinni til Orkneyja fyrir allmörgum árum. 

Hún sagði mér eitt frá þeirri ferð, sem mér finnst athyglisvert. Það var hvernig það blasti við í Orkneyjum hve óskaplega afskiptar eyjarnar væru efnahagslega og samgöngulega og eyjaskeggjar byggju við slöpp kjör. 

Henni kom í hug hvernig umhorfs væri á Íslandi ef land okkar hefði fallið undir völd Þjóðverja eða Breta fyrr á öldum, hvort við hefðum haldið tungu okkar, menningu, sjálfsvirðingu og getu til að byggja upp öflugt nútímaþjóðfélag undir járnhæl stórveldis.  


mbl.is Athyglin beinist að Orkneyjum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband