Harðasta og samt viðkvæmasta spendýrið.

Hvítabjörninn hefur löngum verið aðdáunarverðasta spendýr jarðar vegna einstæðrar hæfni sinnar við að lifa við óbærilegan kulda. 

Aðstæðurnar kalla á fádæma aðlögunarhæfni þessa mikilfenglega dýrs. 

En jafnframt er hvítabjörninn berskjaldaðri fyrir ýmsum fylgifiskum mannsins heldur en flest önnur dýr og hið sama á við um umhverfi hans í Íshafinu. 

Hinn kaldi sjór norðurslóða mengast mun hraðar af þrávirkum efnum, sem fara í hafið af mannavöldum, en hlýrri sjór á suðlægari slóðum, vegna þess að þessi efni eyðast miklu hægar í kuldanum. 

Þess vegna er hvítabjörninn að verða eitt mengaðasta dýr jarðarinnar og það bitnar á getu hans til að eignast heilbrigð afkvæmi. 

Dýrið, sem maðurinn hætti að dýrka öðrum fremur, á á hættu að verða græðgi og sinnuleysi mannanna að bráð, sem og því mikla öfugmæli að hlýnandi loftslag á heimsvísu muni ekki verða akkur fyrir dýr, sem þarf að verjast fimbulkulda, heldur þvert á móti kollvarpa því umhverfi sem hvítabjörninn hefur þróað lífsafkomu sína í. 


mbl.is Ísbirnir farnir að éta höfrunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hámark steypunnar!

"Dýrið, sem maðurinn hætti að dýrka öðrum fremur, á á hættu að verða græðgi og sinnuleysi mannanna að bráð, sem og því mikla öfugmæli að hlýnandi loftslag á heimsvísu muni ekki verða akkur fyrir dýr, sem þarf að verjast fimbulkulda, heldur þvert á móti kollvarpa því umhverfi sem hvítabjörninn hefur þróað lífsafkomu sína í."(!)

Er þér gjörsamlega fyrirmunað að fara rétt með staðreyndir í loftslagsmálum Ómar Ragnarsson?

Loftslag er ekki hlýnandi á heimsvísu. Meðalhiti lofthjúps jarðar hefur staðið í stað í tæp nítján ár og núna er farið að kólna.

Hvítabjarnarlygin hefur verið hrakin. Ísbirnir þrífast sem aldrei fyrr á norðurslóðum og undirbúa heimsóknir til Íslands á næstu árum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 10:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En hvað þetta eru góðar fréttir! Niðurstaða vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um hlýnun lofthjúps jarðar af mannavöldum tóm steypa!

Og "hvítabjarnalygin" að sjálfsögðu enn verri steypa!

En hvílík dýrð og dásemd er hin mikla fjölgun hvítabjarnanna,og það meira að segja með fjöldaheimsóknum til Íslands á næstu árum!

Stórfelld lækkun og minnkun Grænlandsjökuls tóm steypa og lygi!

Nú ríður á að bæta í úblástur gróðurhúsalofttegundanna og stórauka dælingu olíunnar hjá olíuþjóðununum!  

Ómar Ragnarsson, 16.6.2015 kl. 16:43

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Var það ekki núverandi formaður BHM, sem flaug norður til að skipuleggja hvernig ætti að fara með hinn eina sanna ísbjörn, á sínum tíma?

Mér finnst þessi umræða vera komin út í svo mikinn fíflagang, að ég skil ekki hvert er markmiðið opinberlega og (ó)-upplýsta?

Þeir sem vita betur ættu að fræða okkur fáfræðingana, um Ísbjarnar-friðunina mikilvægu, og takmarkið með friðuninni?

Eða er það ekki sanngjörn krafa okkar vitleysinganna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2015 kl. 22:40

4 identicon

Maður á nú ekki eitt einasta orð.

Í hvaða heimi ert þú staddur Hilmar?

Svo erum við mennirnir efstir í fæðukeðjunni og öll endar drullan okkar í okkur sjálfum sem á endanum........... ja, ég veit ekki............. engin dýrategund sem komið hefur fram á Jörðinni hefur ekki dáið út. NEMA BAKTERÍUR. Þær voru líka fyrstar og munu verða síðastar. Þær þurfa ekki á okkur að halda en við þurfum á þeim að halda.

Og hana nú!

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 03:39

5 identicon

Jahérna hér. Hvar skal nú byrjað...
Bakteríur eru ekki dýrategund, heldur einfrumungar. Og það eru til dýrategundir á jörðinni sem eru að uppruna ævafornar og eiga sér náskyldar tegundir sem eru með rætur í upphafi lífs á jörðinni. Hákarlar eru til dæmis ótrúlega gamall stofn án þess að eiga sjéns í t.d. köngulær. Þessi var fyrir:
Björn Jóhann Guðjohnsen.

Hilmar: ég veit ekki hvaða heimi þú býrð í, en veðja á að þú farir óvíða, sem minnst úr húsi, stúderir veðurlag lítt og komir ekki mikið nærri t.a.m. jarðyrkju, - hvað þá einkaflugi í stórum stíl, og aldrei til margra ára.
Meðalhiti lofthjúps jarðar er eingöngu skráður sem static eða ekki hlýnandi hjá þeim sem að fá borgað fyrir að halda því svo fram. Menn þurfa að vanta í toppstykkið til að átta sig ekki á þessu. Skoðaðu þetta:

https://www.google.com/search?q=average+global+temperature+data&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=4-qBVcq-IIHDUsKrgNgD&ved=0CDgQsAQ&biw=1280&bih=671

Staðbundin hlýnun er til, svo er staðbundin kólnun, og vegna heildar-hýnunar getur þess vegna frosið yfir helvíti á Íslandi.
Ísbirnir hafa verið fágætari á Íslandi (sem betur fer) vegna minni heimsókna af landsins forna fjanda (skilurðu hvað það er?) en gætu orðið tíðari vegna þess hve rekísinn er léttur orðinn og þar af leiðandi fljótur yfir, svo og aðstoðaður af langvinnum vestanvindum
Páll Bergþórsson fjallaði um þetta fyrir a.m.k. 25 árum og  vildi meina að loftslag myndi hlýna að jafnaði, en við gætum lent í veðurkerfisbreytingu sem kæmi til vegna mögulegra sjávarstraumabreytinga, sem tengdust að hluta væntanlegri rýrnun Grænlandsjökuls. Sú er ekki væntanleg í dag, heldur staðreynd. Hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar er staðreynd. Og svona staðbundið, þá hafa allir jöklar Íslands verið í hopun í nokkra tíð. Einn þeirra mælist ekki lengur sem jökull.
Alltaf er sveifla milli ára, - það mun aldrei breytast. Ekki frekar en árstíðirnar.
Og alltaf stinga strútar hausnum í sandinn

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband