Nóg til af dögum fyrir hávær en friðsöm mótmæli.

Í 365 daga almanaksári er til fullt af dögum til að skipuleggja hávær og sterk friðsamleg mótmæli. Ég hef oft tekið þátt í slíku síðan haustið 2006 og gerði það í gamla daga þegar mótmælt var valdbeitingu Breta í þorskastríðunum. Þá var um að ræða atburð sem sýndi einhuga þjóð.

Oft hefur verið mikil reiði í samfélaginu á svipuðum árstíma og helstu hátíðisdagar okkar sem sameinaðrar þjóðar með yfirbragði gleði og samheldni hafa verið haldnir, svo sem 17. júní, Sumardaginn fyrsta og um jól og páska.   

Ýmsar dagskrár eru líka framkvæmdar í sátt og samlyndi á Sjómannadaginn, Degi íslenskrar tungu og Degi íslenskrar náttúru.

Svipað er þetta í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við berum okkur saman við. 

Stundum hefur verið gríðarleg reiði og ósætti í þessum löndum á svipuðum tíma eða í aðdraganda þjóðhátíðardaga, svo sem fyrst eftir óeirðirnar á Austurvelli 30. mars 1949 og óróasumarið mikla 1968 í Bandaríkjunum og Frakklandi.

Menn hafa þó látið þessa sameiginlegu hátíðisdaga í friði og notað aðra daga til að túlka og veita reiði og ósætti útrás.

Ég var ósáttur við ákveðin ummæli forsætisráðherra 17. júní í hitteðfyrra en notaði önnur tækifæri en þann dag eða helstu hátíðisdaga og hátíðasamkomur til að koma á framfæri gagnrýni á þau. 

Síðustu ár hefur slangur af þögulu fólki haldið á mótmælaspjöldum á Austurvelli án þess að trufla hátíðarhöldin þar. Samkoman þar hefur sloppið fyrir horn. 

Nú bregður hins vegar svo við að sjá má á samfélagmiðlum haldið á lofti hugmyndum og tillögum um stórfelldan hávaða og truflun þar frá þúsundum reiðs fólks og jafnvel drónaárás á kjörna fulltrúa þjóðarinnar.

Hvað næst? Laugardalsvöllurinn eða Laugardalshöllin á mikilvægum landsleikjum? 

Er ekki til nóg af heppilegum og viðeigandi stöðum og stundum fyrir friðsöm mótmæli, án þess að hleypa upp almennum hátíðarsamkomum? 

Vonandi reynist óþarfi að hafa áhyggjur af því að eitthvað fari úr böndunum á Austurvelli í fyrramálið og að þar verði gætt skynsamlegs meðalhófs þótt margir séu mjög gagnrýnir á stefnu og fjölmargar aðgerðir þeirra valdaafla, sem nú nýta sér aðstöðu sína við kjötkatla valdastólanna. 

 


mbl.is Fyrstu mótmælin á 17. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki einmitt ákjósanlegt að í einu ríkasta samfélagi á þessari plánetu að mótmælt sé á degi sjálfstæðis þess þegar að staða fjölda fólks er sú að það hefur ekki grundvallar mannréttindi eins og t.d. verkfallsrétt?

Bjarni Hákonarson (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 17:58

2 identicon

Þessi mótmæli undirstrika að það eru ekki til VINSTRI öfgamenn

hin skilgreiningin er æðioft notuð í fréttaflutningi þegar undirstrika þarf einhverja mannvonsku

Grímur (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 18:28

3 Smámynd: Már Elíson

Vel orðað hjá þér, Bjarni. - Það er ekki hægt að "handvelja" daga þegar komið er að endimörkum. Það er einfaldlega núna, og ákkúrat núna.

Ómar hlýtur einhverntíma þurft að segja við bankastjórann : "Ég þarf fyrirgreiðsluna núna, ekki eftir viku, eða mánuð..."

Fólk á frí t.d. þennan dag og eins og Bjarni segir, grundvallar mannréttindi eru fótum troðin á þessum tímapunkti, og kannski máttu þessir....á Alþingi velja að gera þetta eftir 17.júni..(?) - Hver veit.

Styð dagsetninguna / tímasetninguna í einu og öllu. Það skiptir engu hvað dagurinn heitir.

Már Elíson, 16.6.2015 kl. 19:27

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vísa bara til síðustu feitletruðu setningarinnar í pistil mínum. 

Ómar Ragnarsson, 16.6.2015 kl. 21:06

5 identicon

Enn og aftur er ég svo sammála þér Ómar.

Og til að snúa útúr þá segi ég við Már, sem segir strax.

Hugsanleg mótmæli sem eiga á svo margan hátt rétt á sér. Ættu Þá tt sér stað 16.6. og þá 17.juní frír við vesen því þjóðhátíðardagurinn okkar er okkar allra

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband