Aðeins ein tegund atvinnuuppbyggingar er viðurkennd.

Atvinnuuppbygging í tengslum við orkufrekan iðnað er orðin að slíku trúaratriði hér á landi að hver sá, sem bendir á að hægt sé að byggja upp atvinnu við "eitthvað annað", er úthrópaður sem öfgamaður sem sé á móti rafmagni og framförum og svo mikið á móti atvinnuuppbyggingu að hann vilji fara aftur inn í torfkofana.

Ekkert þýðir að nefna þá staðreynd að ferðaþjónustan, sem orðin er stærsti atvinnuvegur landsins og skapar mestar gjaldeyristekjur, hafi skapað tíu þúsund ný störf síðustu ár.

Nei, stóriðja skal það vera og verða og aðeins hun.

Ekki dugar minna en daglega frétt um dýrð hennar og þá vá sem steðji að þjóðinni ef þessum guði sé ekki þjónað einum.

Jón Gunnarsson með ramakveinið um nauðsyn stóriðjuþjónkunarinnar í gær, Sigmundur Davíð um dýrð álvers í Skagabyggð strax á eftir og nú ramakvein í Mogganum um að atvinnuuppbyggingu í landinu sé ógnað nema hamast verði sem mest gegn náttúru landsins, auðlindinni sem þó er undirstaða ferðaþjónustunnar sem einstæð ósnortin náttúra, en ekki sem safn virkjana- og iðnaðarsvæða hvert sem litið verður.      


mbl.is Atvinnuuppbygging sett í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leggja á raflínur í jörð í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.

Þorsteinn Briem, 2.7.2015 kl. 19:51

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 2.7.2015 kl. 20:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 2.7.2015 kl. 20:08

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.

23.3.2015:

"Árið 2001 spáði Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður og þáver­andi sér­fræðing­ur hjá Þjóðhags­stofn­un því að hingað til lands myndi koma um ein millj­ón ferðamanna árið 2016 ... en tal­an fékkst meðal annars með því að fram­reikna þá fjölg­un sem varð á ferðamönn­um milli ár­anna 1990 og 2000."

Spá­in reynd­ist nærri lagi

Þorsteinn Briem, 2.7.2015 kl. 20:10

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 2.7.2015 kl. 20:16

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Steini sloppinn út?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2015 kl. 21:13

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 2.7.2015 kl. 21:53

17 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sjálfsagt að leyfa Skagfirðingum að vera með í góðæri stjórnarflokkanna. Raflínan dreifir ávöxtunum af góðum verkum. Hafnfirðingar hafa hvað eftir annað lent í góðæri athafnamanna í stjórnmálum sem hafa byggt upp og tekið aftur.

Allt virðist nú ganga á afturfótunum þar. Höfnin tóm þegar Faxaflóahafnir fullar af skipum. Hús fiskistofu að tæmast. Á Völlunum eru hús að fyllast og mörg ný að birtast. Samt mörg uppboð á íbúðum á Völlunum. Góðar samgöngur eru eins og raflína, stuðla að byggð og athafnasemi. 

Flöskuháls er að myndast í samgöngum hjá Hafnfirðingum. Vegatengingar flytja ekki þá sem færa góðærið nær okkur. 

Gunnar, sjáumst í Sönghofsdal með Ómari. Hjá steinálfum og engum rafálfum.

Sigurður Antonsson, 2.7.2015 kl. 23:13

18 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að það sé ástæða til að fara að spyrna við fótum í uppbyggingu ferðaþjónustu af ýmsum ástæðum.

Í fyrsta lagiþá er mjög lítil eignamyndun í greininni og í öðru lagi eru mjög lág laun í henni.

Það er ekki skynsamlegt að binda svona mikinn mannskap í láglaunastörfum ef það er nokkur leið að koma honum í störf sem gefa eitthvað af sér.

Ef það er rétt að 45% af öllum störfum frá 2010 hafi orðið til í ferðaþjónustu ,er það vont fyrir okkur en ekki gott af því það lækkar lífskjörin hjá okkur til lengri tíma.

Það góða við þetta er þó að þetta hefur bjargað okkur frá atvinnuleysi og fært okkur dýrmætan gjaldeyri ,þó að það sé mikið fyrir honum haft,það er að segja,það þarf gríðarlegann mannfjölda til að framleiða þennan gjaldeyri.

En kannski er samt alvarlegast hvað þessi grein er viðkvæm fyrir efnahagsástandinu í heiminum.

Þegar þrengir að eru ferðalög það allra fyrsta sem menn skera niður í heimilisrekstrinum eins og við þekkjum ágætlega af eigin reynslu.

Helstu viðskiftalönd okkar í þessu samhengi eru augljóslega í miklum erfiðleikum ,og þegar þau að lokum gefast upp á að halda uppi lífskjörum með skuldasöfnun og viðskiftahalla meigum við eiga von á mikilli niðursveiflu.

Þegar rússar lentu í sinni lífskjaraniðursveiflu urðu ferðamannastaðir sem höfðu byggt sína afkomu á gestumm þaðan fyrir 40-60% samdrætti.

Sama á eftir að gerast hér þegar samdrátturinn verður í Evrópu. 

Borgþór Jónsson, 3.7.2015 kl. 00:08

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í fyrsta lagiþá er mjög lítil eignamyndun í greininni og í öðru lagi eru mjög lág laun í henni."

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12. 6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 00:30

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 00:31

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... það þarf gríðarlegan mannfjölda til að framleiða þennan gjaldeyri."

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 00:41

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar þrengir að eru ferðalög það allra fyrsta sem menn skera niður í heimilisrekstrinum eins og við þekkjum ágætlega af eigin reynslu."

Í Evrópusambandinu einu býr hálfur milljarður manna.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 00:44

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég held að það sé ástæða til að fara að spyrna við fótum í uppbyggingu ferðaþjónustu af ýmsum ástæðum."

Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru í einkaeigu, hér er atvinnufrelsi og ferðafrelsi, þannig fólki búsettu á Evrópska efnahagssvæðinu er heimilt að ferðast hingað til Íslands og þiggja hér þjónustu af ýmsu tagi.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 00:57

24 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú rennir duglaga stoðum undir það sem ég var að segja Steini.

Í  upptalningunni hjá þér er bara ein starfsgrein sem hefur lægri laun en fólk í ferðaþjónustu,en það er afgreiðslufólk í Matvöruverslunum.

Meðallaun í ferðaþjónustu eru lítillega hærri en lægstu laun í stóriðju.

Getur þetta nokkuð orðið skýrara?

Ekki veit ég hvernig þessar mannfjöldatölur þínar tengjastr málinu,en stafslið ferðajónustu er mjög fjölmennt ,en slefast þó rétt yfir fiskvinnslu og veiðar sem hafa örfáar hræður í vinnu.

Í Evrópusambandinu búa bráðurn fimm hundruð milljónir fátækara manna sem hafa annað við peninginn að gera en að ferðast til Íslands.

Vonandi stendur það ekki lengi yfir,en höggið getur orðið okkur mjög erfitt þegar það kemur.

Fyrst ferðaþjónustan er í einkaeigu er það fyrst og fremst þeirra hlutverk að sjá fótum sínum forráð,en það er líka hægt með því til dæmis að láta ferðaþjónustuna borga sambærilega skatta og önnur fyrirtæki,og einnig að greiða fyrir þann kostnað sem hlýst af starfsemi þeirra.

Ég vil minna á að bankarnir okkar voru líka í einkaeigu,það hefði kannski ekki verið vitlaust eftir á að hyggja að hafa hönd í bagga með þeim á sínum tíma.

Ég er ekki á móti ferðaþjónustu,hún er ágæt uppfylling ,en það væri æskilegra að reyna að beina fólki frekar inn í einhver gagnleg störf eins og hægt er.

Borgþór Jónsson, 3.7.2015 kl. 01:30

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Evrópusambandinu búa bráðurn fimm hundruð milljónir fátækara manna sem hafa annað við peninginn að gera en að ferðast til Íslands."

Skoðun en ekki staðreynd.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 01:41

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 01:45

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 01:46

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi var meira atvinnuleysi, 5,5%, í apríl síðastliðnum en í Þýskalandi, 4,7%, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, þar sem íbúar eru um 81 milljón.

Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 01:52

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 01:53

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Meðallaun í ferðaþjónustu eru lítillega hærri en lægstu laun í stóriðju."

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

400 af 500 manns eru 80%.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:02

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Reglu­leg laun full­vinn­andi launa­manna á ís­lensk­um vinnu­markaði voru 402 þúsund krón­ur að meðaltali árið 2012.

Al­geng­ast
var að reglu­leg laun væru á bilinu 300-350 þúsund krón­ur og voru 18% launa­manna með laun á því bili.

Þá voru um 65% launa­manna með reglu­leg laun und­ir 400 þúsund krón­um á mánuði.

Reglu­leg laun full­vinn­andi karla voru 436 þúsund krón­ur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krón­ur."

Meðallaun hér á Íslandi 402 þúsund krónur á mánuði árið 2012

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:05

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af 400 þúsund króna mánaðarlaunum eru útborguð laun einhleypings nú 290 þúsund krónur:

Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:06

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki er virðisaukaskattur hér á Íslandi með þeim hæstu í heiminum.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:08

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.4.2012:

"Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað.

Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi.

Húsnæðiskostnaður var rúmlega 18% ráðstöfunartekna hjá Íslendingum árið 2011.

Leigjendur húsnæðis greiddu hærra hlutfall ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað en eigendur.


Hlutfall fólks sem glímdi við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað árið 2010 var lægra í 18 Evrópuríkjum en á Íslandi."

Ráðstöfunartekjur
og húsnæðiskostnaður árið 2011 - Hagstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:09

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:15

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:17

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:20

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:23

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:25

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrst ferðaþjónustan er í einkaeigu er það fyrst og fremst þeirra hlutverk að sjá fótum sínum forráð,en það er líka hægt með því til dæmis að láta ferðaþjónustuna borga sambærilega skatta og önnur fyrirtæki,og einnig að greiða fyrir þann kostnað sem hlýst af starfsemi þeirra."

Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þúsundir Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:36

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég er ekki á móti ferðaþjónustu,hún er ágæt uppfylling ,en það væri æskilegra að reyna að beina fólki frekar inn í einhver gagnleg störf eins og hægt er."

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:42

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég er ekki á móti ferðaþjónustu,hún er ágæt uppfylling ,en það væri æskilegra að reyna að beina fólki frekar inn í einhver gagnleg störf eins og hægt er."

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:44

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég er ekki á móti ferðaþjónustu,hún er ágæt uppfylling ,en það væri æskilegra að reyna að beina fólki frekar inn í einhver gagnleg störf eins og hægt er."

4.3.2015:

Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 302 milljarðar króna í fyrra - Stærsta útflutningsgreinin

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 02:46

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna

Flugfreyjufélag Íslands

Flugvirkjafélag Íslands

Flugumferðarstjórar í BSRB

Steini Briem, 17.10.2010

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 04:43

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi..

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 04:46

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa, flestir háskólamenntaðir.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 04:52

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.12.2008:

"Fast­ir starfs­menn í járn­blendi­verk­smiðjunni á Grund­ar­tanga og þrem­ur ál­ver­um á Íslandi eru tæp­lega 1.600, þar af um 270 með há­skóla­mennt­un.

Af­leidd störf vegna þess­ara fjög­urra verk­smiðja eru tal­in vera um 3.100.

Þetta kem­ur fram í svari iðnaðarráðherra við fyr­ir­spurn Ármanns Kr. Ólafs­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins."

Samtals 4.700 starfsmenn í þremur álverum og járnblendiverksmiðjunni að afleiddum störfum meðtöldum

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 05:21

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar sem störfuðu hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið árið 2010 voru jafn margir og allir fastir starfsmenn járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og álveranna þriggja hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 05:46

51 Smámynd: Borgþór Jónsson

Steini enn ertu að skjóta stoðum undir það sem ég er að segja.

Vissulega skilar ferðaþjónusta mestum gjaldeyri,en eins og þú bendir rækilega á sjálfur þá þarf mikinn mannskap til að afla þessa gjaldeyris.

Eins og þú bendir á er til dæmis fólki í fiskiðnaði að fækka ,en eins og þú kannski veist þá er verðmæti sjávarafurða að aukast.

Þetta er gott,af því að hver manneskja er þá að framleiða meira,augljóslega.

Sama gildir um stóriðju,þar eru tilölulega fáar manneskjur að framleiða vörur til útflutnings sem er þriðja hæsta gjaldeyristekjulind landsins.

Eins og þú bendir sjálfur á þá trónir hátækniiðnaðurinn á toppnum í þessu tilliti.

Best væri að allir væru í hátæknigreinum.þá væri þjóðfélagið miklu ríkara.

Næst best væri að fiskiðnaðurinn væri svo stór að allir gætu starfað við hann ,þá væru gjaldeyristekjur okkar mun meiri en í dag.

Síðan kemur stóriðjan og í síðasta sæti kemur ferðaþjónustan,það væri lakasta afkoman af því að allir væru í ferðaþjónustu.

Í dag er hugsun margra að efla ferðaþjónustu ,og það er gert meðal annars með skattaíviljunum. Með þessu eru menn að beina vinnuaflinu inn í grein sem gefur lökustu afkomuna af þessum greinum.

Í lokin á samantekt þinni kemur þú með ágætis dæmi um hversu óhagkvæm ferðaþjónustan er í þessu tilliti.

Það þarf jafn mikinn mannskap til að bara koma ferðamönnunum til landsins eins og þarf til að reka alla stóriðju í landinu.

Samt eru fólksflutningar bara örlítið brot af starfsfólki í ferðaþjónustu.

Ef markmiðið er að auðgast,sem illu heilli er nánast eina markmið fólks í vestrænum samféögum þá er best að best að beina vinnuafli inn í greinar þar sem hver maður skilar sem mestum auðæfum og þar kemur ferðaþjónustan í síðasta sæti af þessum greinum sem til umræðu eru.

Gallinn við oss íslendinga er að við krefjumst þess að vera auðug,en við viljum ekki vinna í störfum sem gefa bestu tekjurnar.

Motto mjög margra er að vera í einhverju skemmtilegu starfi, burt séð frá hvort það hefur eitthvað annað en skemmtanagildi, og taka svo tekjurnar af hinum sem hafa aflað mikls og stinga þeim í vasann.

Þrátt fyrir þetta hefur ferðaþjónustan verið okkur mikilvæg á undanförnum árum til öflunar gjaldeyris og að minnka atvinnuleysi,en þegar atvinnuleysi er í lágmarki á ekki að beina fólki út í lökustu greinarnar með skattaíviljunum ,heldur leitast við að beina fólki í betri störf og láta ferðaþjónustuna dragast saman eftir því sem betri greinum vex fiskur um hrygg.

Þegar stóriðja er til umfjöllunar er oft talað um eggin og körfuna ,en nú er svo komið að við erum búin að setja óhemju af eggjum í ferðaþjónustukörfuna ,sem er mjög viðkvæm atvinnugrein.

Og enn virðast menn ætla að bæta í þá körfu.

Mín tillaga er að ferðaþónusta verði smá saman skattlögð til jafns við aðrear atvinnugreinar og fénu varið til að ýta undir aukningu í hátæknigeiranum eða öðrum betur borgandi greinum.

Þessi skrif Ómars eru væntanlega í tilefni af hugmyndum manna um álver í Húnavatssýslum.

Menn getur greint á um þessi mál út frá umhverfismálum ,en út frá efnahagshliðinni er þetta augljóslega gott.

Nú verður sú breiting á að Kalli trillukall sem hefur verið að veiða nokkra fiska og á ekki málungi matar ,selur nú Gunna í næsta húsi sem er líka trillukall kvótann sinn og fer að vinna í álverinu og skapa meiri verðmæti og hefur meira kaup.

Gunni trillukall á nú helmingi meiri kvóta og allt gengur miklu betur hjá honum.

Sama gegnir um Jón á Rauðumýri sem seldi Hannesi í Hvannagili skjáturnar sínar.

Gunna í Túngötunni sem hefur lengi dregið fram lífið á því að búa til kerti úr mjólkurfernum,engum til gagns,fer nú að vinna í kerskálanum.

Öðru gildir um Guðjón í Kemik sem hefur verið að búa til ensím úr grasi,hann lítur ekki við þessum jobbum af því hann hefur miklu meira upp úr ensímunum.

Allir hafa grætt á þessu,líka samfélagið.

Best hefði samt líklega verið ef Guðjón í Kemik hefði getað stækkað við sig og ráðið þetta fólk,en það var ekki í boði.

Sjálfur bý ég á svæði þar sem kom álver fyrir nokkrum árum.

Áhrifin voru þau að nokkur fjöldi fyrirtækja lagðist af ,en það voru léleg fyrirtæki sem voru ekki að færa eigendum sínum arð og borguðu of léleg laun til að vera samkeppnisfær.

Algengara var þó að fyrirtæki sem höfðu verið í basli vegna minnkandi viðskifta náðu sér aá strik og fóru að borga hærri laun til að geta keppt um vinnuafl og fóru að færa eigendunum langþráðann hagnað.

Ný fyrirtæki hafa verið stofnuð og gjarnan með menntuðu vinnuafli.

Öryggi og aðbúnaður á vinnustöðum hefur tekið algerum stakkaskiftum í kjölfar þessa.

Í nágenni við álverið eru tvö flott fiskvinnslufyrirtæki ,sem í stað þess að hrörna eins og margir spáðu hafa orðið að bæta sína framleiðni og borga hærri laun til að halda í fólk. 

Sjálfur bý ég ekki á Reyðarfirði ,eða starfa í tengslum við álverið og mér er alveg ósárt um þó reyðfirðingum sé kannski örlítið þungt um andadrátt annað slagið

Borgþór Jónsson, 3.7.2015 kl. 08:52

52 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er bara erfitt að stofna hér fyrirtæki, og hefur lengi verið.

Það er náttúrlega auðveldara fyrir ríkið að tjónka við fá stór fyrirtæki, en mörg lítil - sem er alltaf góð ástæða til að gera litlum fyrirtækjum erfitt fyrir.

Það er góð álpappahattskenning.

En af hverju smíða menn ekkert úr þessu áli?  Ja... sjá álpappahattskenninguna hér að ofan.

Menn benda á  ferðaþjónustu: það er vissulga rétt að fyrir einstaklinga er mest lítið uppúr henni að hafa nema menn verðleggi sig hátt eða svíki undan skatti. (Sem er ekki það mikla tjón sem svo margir vilja halda.)

Ásgrímur Hartmannsson, 3.7.2015 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband