Dansinn í kringum álkálfinn.

Á mynd með frétt á mbl.is um Urriðafossvirkjun í Þjórsá er horft hátt úr lofti i átt að vatnsmesta fossi Íslands, Urriðafossi, en fjær á myndinni grillir í Þjóðveg 1, sem er nokkra kílómetra ofan við fossinn. Urriðafoss 1.

Hér sjáum við tvær loftmyndir af fossinum, en fossar njóta sín nú reyndar best þegar staðið er á jörðu niðri, og þannnig nýtur Gullfoss sín til dæmis hvergi nærri eins vel þegar litið er yfir hann úr lofti og þegar staðið er við hann á jörðu niðri.

Á facebook síðu minni hyggst ég setja lifandi mynd af fossinum. 

Í Svíþjóð er foss, sem heitir Storforsen í Piteánni í Norrlandi.

Svíarnir guma mikið af honum, tala jafnvel um hann sem aflmesta foss Evrópu og um tvö hundruð þúsund ferðamenn skoða hann árlega, þótt hann sé talsvert afskekktur, langt frá aðalveginum norður eftir Svíþjóð. Urriðafoss.

Þegar komið er að þessum "fossi" sést, að þetta getur varla talist foss í íslenskri merkingu, því að þetta er fimm kílómetra löng aflíðandi flúð, enda kallað rapids á ensku.

Áin fellur hvergi fram af stöllum eða þverhníptum klettum eins og Urriðafoss. 

Meðalvatnsmagnið í Stórafossi, afsakið, Stóruflúð, er 250 rúmmetrar á sekúndu en 350 í Urriðafossi.

Virkjanamöguleikar Stóruflúðar byggjast á því að nýta fallhæð hennar er sem um 60 virkjanlegir metrar á fimm kílómetra kafla.  

Orkuframleiðendur í Svíþjóð hafa ekki hringt í héraðsstjórnina í Norrlandi svo vitað sé í því skyni að drífa í því að virkja Stóruflúð. 

Má það furðu gegna, því að ekki er hægt að sjá i neinum gögnum að laxastofn sé í Piteánni og því ekki um að ræða stærsta laxastofn Svíþjóðar, en eins og kunnugt ætti að vera er laxastofninn í Þjórsá sá stærsti hér á landi en menn ætla ekki að láta tilvist hans njóta vafans varðandi það að virkjun fari illa með hann, þótt við höfum undirritað Ríósáttmálann sem skuldbindur okkur í þessu efni.

Enda höfum við tekið neitt mark á undirritun okkar þegar hún er í bága við dansinn í kringum álkálfinn.   

Kannski Landsvirkjun ætti að slá á þráðinn til Svíþjóðar og vita hvort ekki er hægt að flytja út íslenska verkþekkingu á sviði vatnsaflsvirkjana eins og gert hefur verið einu sinni áður og er verið að gera varðandi jarðvarmann.

Landsvirkjun býr líka yfir sérþekkingu við að stuðla að byggingu álvera, sem gæti kannski "bjargað" Norrlandi frá glötun.  


mbl.is Hringdu strax daginn eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...Orkuframleiðendur í Svíþjóð hafa ekki hringt í héraðsstjórnina í Norrlandi....enda yfir 100 ár síðan Storforsen var virkjaður.

http://produktionsanlaeg.vattenfall.dk/powerplant/s-derfors

http://www.worldwaterfalldatabase.com/waterfall/Storforsen-680/

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 09:59

2 identicon

Hábeinn; ertu viss um að þú sért ekki að blanda saman tveimur, eða þremur, fossum? Ómar talar um þennan í Piteelfi en þú birtir fróðleik um Söderfoss í Dalelfi og svo segir hér: Í Piteelfi er eina virkjunin við Sikfors. http://www.swedishlaplandfishing.com/sv/fishing/om-fisket/laxvandringen/pitealven-sikfors

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 12:29

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hjá Hábeini eru einu tölurnar, sem nefndar eru í virkjun, sem er líklega í Dalelfi 5 metra fall og 20 megavött.

Storforsen í Piteelfi  er með 60 metra fall og 250 rúmmetra á sekúndu að meðatali, og augljóst að virkjun þess foss 20 gæfi tíu sinnum meira afl en það.  

Ómar Ragnarsson, 7.7.2015 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband