Endurtekning á ástandinu í Þýskalandi eftir Versalasamningana.

Versalasamningarnir 1919 slógu því föstu að Þjóðverjar hefðu átt sök á heimsstyrjöld og afleiðingum hennar og að þess vegna væri réttmætt að neyða þá til að undirrita skilmála og greiðslur stríðsskaðabóta, sem þeim var ómögulegt að standa við.

Af þessu leiddi upplausnarástand og óeirðir í landinu, sem var jarðvegurinn fyrir nasismann og viðbjóð hans og leiddi til annarrar heimsstyrjaldar.

Undarlegt er að nú eigi að endurtaka þetta án þess að menn vilji læra neitt af reynslunni.

Hvorki 1919 né 2015 réttlætir "sekt" viðkomandi þjóðar og "ábyrgð" hennar á miklu tjóni, að hún sé leidd á höggstokk aðgerða, sem fyrirsjáanlega munu ekki ganga upp, heldur búa til enn verra ástand.  


mbl.is Bensínsprengjurnar fljúga - myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrun):

"Við Íslend­ing­ar erum skuldug­asta þjóð í heimi og hrein­ar skuld­ir okk­ar eru rúm­ir 1.800 millj­arðar króna.

Þegar all­ar eign­ir hafa verið tekn­ar með í reikn­ing­inn og dregn­ar frá skuld­un­um er niðurstaðan sú að hvert manns­barn á Íslandi skuld­ar tæp­ar sex millj­ón­ir króna."

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 15.7.2015 kl. 22:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hin gríðarháu erlendu lán íslenska ríkisins vegna Hrunsins hér á Íslandi haustið 2008 greiða nú hér erlendir ferðamenn.

Gefa skít í Sjálfstæðisflokkinn og Dana sem grafinn er á Þingvöllum sem staðgengill Jónasar Hallgrímssonar."

"Því var raunar haldið fram að líkamsleifarnar sem jarðsettar voru á Þingvöllum haustið 1946 væru ekki af Jónasi [Hallgrímssyni], heldur dönskum bakara."

Þorsteinn Briem, 15.7.2015 kl. 23:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.

23.3.2015:

"Árið 2001 spáði Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður og þáver­andi sér­fræðing­ur hjá Þjóðhags­stofn­un því að hingað til lands myndi koma um ein millj­ón ferðamanna árið 2016 ... en tal­an fékkst meðal annars með því að fram­reikna þá fjölg­un sem varð á ferðamönn­um milli ár­anna 1990 og 2000."

Spá­in reynd­ist nærri lagi

Þorsteinn Briem, 15.7.2015 kl. 23:05

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á sama tíma hæddust virkjanafíklarnir og áltrúarmennirnir að svona "órum" um "eitthvað annað". 

Ómar Ragnarsson, 16.7.2015 kl. 00:18

5 identicon

Ef ferðaþjónustan hefur vaxið svona gífurlega.  Hvers vegna í ósköpunum getur hún ekki haft salernismál í lagi?  Ef það er einhvers staðar fyllerí í gangi þá er það í ferðamannaiðnaðinum.  Á meðan hrópa hinir meðvirku:  Sjáið þið ekki veisluna? 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband