Ekki hægt að drekka hvenær og hvar sem er beint úr krananum.

Það er mjög misjafnt hvernig hlutföllin eru á milli þess vatns, sem við drekkum beint úr krananum og þess sem við drekkum úr flöskum.

Heyra má raddir um það að vatn á plastflöskum sé af hinu vonda vegna þeirrar mengunar, sem flöskurnar hafa í för með sér.  

En þeir, sem eru mikið á ferðinni vaða ekki si svona í kranana hvar sem er og drekka beint úr þeim. 

Þess vegna er vatn ýmist selt í flöskum og drukkið úr þeim eða að kranavatn er látið renna í flösku og drukkið úr henni. 

Ég hef alltaf sömu vatnsflöskuna meðferðis fulla af kranavatni hvar sem ég er og hvert sem ég fer. Ég er bakflæðissjúklingur og vatnið er nauðsynlegt til að grípa til ef út af ber. 

Hvað drykki snertir almennt þykir mér cola-drykkir góðir, kaupi þá í tveggja lítra flöskum og deili þeim strax niður í sömu smærri hálfs lítra flöskurnar sem ég drekk síðan úr ár eftir ár.

Stóru flöskurnar fara í endurvinnsluna.

Ég heyri fólk segja að vökvi í plastflöskum mengist af plastinu. Ekki heyri ég færð nein frekari rök fyrir því enda væri líklegt að heilbrigðiseftirlitið myndi þá banna plastflöskur, að ekki sé nú talað um hið "grimma" Evrópusamband.  

Ég fellst því ekki á allsherjar fordæmingu á því að hafa vatn á flöskum, til dæmis plastflöskum, frekar en annað sem er á flöskum, nema fyrir því séu færðar óyggjandi sönnur. 


mbl.is Á ekkert skylt við kranavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Er nú sammála þér Ómar, man nú hversu fúlt kalda vatnið var t.d. í smíðastofunni í skólanum sem krakki, og það er nú ekki langt síðan ég var krakki miðað við þig t.d. :)

En mér datt nú annað í hug, hefurðu prófað að fá þér feita mjólk eða jógúrt við bakflæðinu? Hef nú sjálfur átt við bakflæði lengi, og mjólk og jógúrt hefur hjálpað mér þegar ég hef fengið það, ekki að það hjálpi þér endilega :) en fitan og mjólkin virðist einhvern veginn hjálpa. ekki veit ég hvað það er hehe :)

ViceRoy, 21.7.2015 kl. 21:43

2 identicon

Það er samt annað þegar einungis er boðið upp á dýrt flöskuvatn þegar hægt væri að bjóða fólki að fá sér af krana.

jakob (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 10:08

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hrísmjólk hefur reynst skást af mjólkurafurðum en feit mjólk ekki og auk þess er hún fitandi. 

Ómar Ragnarsson, 22.7.2015 kl. 10:08

4 identicon

Væri fínt að geta keypt tóma vatnsflösku (ekki notaða) á skaplegu verði og fyllt svo á hana úr krananum (þá er ég ekki að tala um brúsa úr 'endingarbetra' og þykkara plasti sem er hægt að fá en kosta helling). Maður er nefninlega ekki alltaf svo forsjáll að hafa flösku tiltæka í bílnum. En líklega er ekki hægt að græða mikið á því og þess vegna ólíklegt að það gerist.

Evrópusambandið er eins og önnur lönd og tollabandalög með það að það þurfa að liggja fyrir ákaflega óyggjandi sannanir fyrir skaðsemi til að eitthvað sé bannað. Nema um viðskiptahagsmuni sé að ræða. Þá eru bönnin samt oft látin heita af 'heilbrigðis-' eða 'öryggisásæðum' vegna þess að það lítur betur út.

ls (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 11:16

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Bara vinsamlegar ábendingar:

1. Held það sé ekki mjög heilsusamlegt að notast við sömu drykkjarílátin ár eftir ár, en geri þó ráð fyrir að þau séu þrifin reglulega.

2. Kóladrykkir er án vafa verri næring en feit mjólk, og engan veginn hollt fyrir bakflæðissjúkling að neyta þeirra í miklum mæli.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.7.2015 kl. 11:57

6 identicon

Jón Ólafsson segir að hans vatn eigi ekkert skylt við „kranavatn.“
En á það má minna að þrátt fyrir að hans vatn heiti „Icelandic Glacial“ þá á hans vatn ekkert skylt við jökulvatn. Átöppunarverksmiðja hans er við Þorlákshöfn, en næsti jökull þar við er Þórisjökull sem er í 80 km fjarlægð í beinni loftlínu. Ég leyfi mér að fullyrða að ekki einn einasti dropi sem ratar í flöskur Jóns eigi sér uppruna í jöklum.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband