Líklega einsdæmi á jörðinni.

Baðstaðurinn, sem myndast hefur austast við Holuhraun, á sér líklega enga hliðstæðu á jörðinni. 

Ég minnist þess ekki að svona staður hafi áður orðið til uppi við nýrunnið hraun við eldgos hér á landi. 

Bláa lónið er ekki myndað vegna framrásar nýs hrauns og það var ekki til fyrr en menn boruðu fyrir háhitavirkjun í Svartsengi þar sem affallsvatn frá holunum myndaði þetta fræga lón. 

Blá lónið telst því vera manngert og einnig Jarðböðin í Mývatnssveit, og bæði fyrirbærin hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn. 

Bæði Jarðböðin og Bláa lónið gætu eignast skæða keppinauta í Yellowstone í Bandaríkjunum, þar sem hægt væri að búa til nokkur blá, gul og rauð lón ef vilji væri fyrir hendi. 

En Bandaríkjamenn, líka forsvarsmenn jarðvarmavirkjana þar, telja Yellowstone "heilög vé" og meira að segja eru allar boranir bannaðar á svæði umhverfis Yellowstone, sem álíka stórt og Ísland. 

 

 


mbl.is Baðstaður við Holuhraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margt er hér nú ferðaflón,
fýsir mjög að skíta,
hraðfleygt Elín Hirst fékk drón,
á hægðir vill hún líta.

Þorsteinn Briem, 30.7.2015 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband