Þjóðflutningarnir miklu upp á nýtt?

"Þjóðflutningarnir miklu" sem svo eru kallaðir, hófust á hnignunartíma Rómaveldis og stóðu meira og minna í margar aldir eftir það. 

Aðstæður þeirra þjóðflokka sem tóku upp á því að leggja land undir fót voru mismunandi og það var misjafnt hve stór hluti viðkomandi þjóðflokks var kýrr og hve stór hluti lenti á faraldsfæti. 

Kannski var orsökin oft sú sama og þegar búsmali fer að halda að grasið sé grænna hinum megin við girðinguna, kannski voru það ófriðartímar heimafyrir, sem hröktu fólk á flótta og kannski var það ofsetið land eða hnignun landgæða.

 

Einnig að á hnignunarskeiði Rómaveldis myndaðist ákveðið tómarúm sem aðkomumenn sóttu inn í.

Á okkar tímum þekkjum við þjóðflutningana í lok stríðsins þegar 14 milljónir Þjóðverja fluttust úr heimkynnum sínum vegna landamærabreytinga eða vegna þess að þeir höfðu gert sig ansi heimakomna í nágrannalöndum Þýskalands á nasistatímanum.

Það var áhrifaríkt að vera á ferð sitt hvorum megin við Ermasundið á dögunum, þegar loka þurfti 70 kílómetra langri braut til Dover vegna umferðarteppu flutningabíla sem flóttamenn höfðu valdið og fyllti þrefalda akbrautina.

Frá Afríku og Miðjarðarhafslöndum streymir nú fólk í svo stórum stíl að haldi straumurinn áfram af sama krafti er hann ígildi þjóðflutninganna miklu fyrir einu og hálfu árþúsundi. 

Fólkið flýr fátækt, örbirgð, innanlandsófrið og harðstjórn og reynir að komast yfir girðinguna til álfunnar, þar sem grasið er grænna. 

 

 

 


mbl.is 1700 reyndu flótta í Calais
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband