Afhverju "séríslenskt" vandamál?

Í umræðum um verðtrygginguna er ævinlega einblínt á núið þegar undrast er að hún skuli vera við lýði. 

"Séríslenskt fyrirbrigði" eru orðin sem notuð eru og látið felast í þeim að verðtryggingin hafi alla tíð verið böl, sem illa þenkjandi stjórnmálamenn hafi búið til. 

Alveg hefur gleymst að upphaflega var verðtryggingunni komið á til að vinna gegn einhverju stórtækasta misrétti og hreinu ráni fjármuna, sem saga landsins þekkir, einkum á árunum 1973-90. 

Skuldarar þess tíma, til dæmis þeir sem voru að koma sér upp húsnæði, fengu hreinlega gefins allt að 40% lánsfjárins, sem gufaði upp í óðaverðbólgu þessara ára. 

Sparifjáreigendur, oft á tíðum eldri kynslóðin og liknar- og menningarsjóðir, voru hreinlega rændir á þessum tíma og á núgildandi verðlagi var um mörg hunduð milljarða króna að ræða. 

Á árunum 1990 til 2008 breyttist þetta og þar með kom fram réttmæt gagnrýni á það hve verðtryggingunni var haldið mjög til streitu umfram aðra kosti.

Höfuðatriðið núna hlýtur að vera það að lántakendur og lánveitendur hafi frelsi til að ákveða sjálfir hvernig þeir vilji hafa þetta, en enn mikilvægara er að sem bestar upplýsingar og fræðsla liggi ævinlega fyrir um kosti og galla hvers fyrirkomulags um sig.   

 


mbl.is Vandinn er verðtryggingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðtryggingin kom til sögunnar 1980 ekki 1990.

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2015 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband