Salernispappírinn ógn við skóga jarðar?

Við gerð þáttanna "Aðeins ein jörð" fyrir 33 árum var það hent á lofti, að ef allir íbúar fjömennustu ríkja heims tækju upp á því að nota salernispappír í sama mæli og Vesturlandabúar gera, yrði úti um skóga jarða, - svo mikinn skóg þyrfti að höggva til að anna eftirspurninni. 

Ekki veit ég hvort þetta var öldungis hárrétt þá eða hvort ástandið er eitthvað annað nú. 

En það leiðir hugann að því hve langt mannkynið er komið á þeirri braut að valda óbætanlegu tjóni á vistkerfum og auðlindum jarðar með rányrkju og skeytingarleysi um afleiðingar stöðugs vaxtar neyslu af öllu tagi án þess að huga að afleiðingunum. 


mbl.is Börnin fá greitt fyrir að kúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Tré, sem notuð eru við framleiðslu á salernispappír, eru að mestu úr skógum sem ræktaðir eru sérstaklega í þeim tilgangi. Til þess að fullnægja núverandi eftirspurn þarf að fella um 50 milljónir trjáa árlega (lauslega áætlað að vísu; heimildum ber ekki fyllilega saman). Til samanburðar eru á hverju ári felldar 220 milljónir trjáa í Svíþjóð einni (og um 500 milljónir eru gróðursettar!). Svíar ættu því auðvelt með að sjá öllum heiminum fyrir þessari munaðarvöru.

Birnuson, 2.9.2015 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband