Unga fólkið ræður förinni.

Athyglisverðar tölur um fylgi flokkanna birtust í 10-fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þær sýndu greinilega, að enda þótt fylgi Pírata sé mest í öllum aldursflokkum nema þeim elsta, er það fyrst og fremst fylgishrun gömlu flokkanna hjá yngri kjósendum, sem ræður því hvernig meginlínurnar leggjast. 

Það hefði einhvern tíma þótt óhugsandi að aðeins rúm 10% kjósenda undir þrítugu aðhylltist stefnu Sjálfstæðisflokksins og enn færri í þessum aldursflokki styddi Samfylkinguna. 

Að mikill meirihluti kjósenda í svona fjölmennum hópi styddi nýtt stjórnmálaafl á borð við Pírata hefði þótt enn meira óhugsandi. 

Innan við þriðjungs fylgi ríkisstjórnarflokka er fáheyrt og enn fáheyrðara er innan við 20% fylgi við þá hjá fólki innan við þrítugt. 

Píratafylgið virðist hliðstætt því mikla fylgi sem Besti flokkurinn komst í í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010. 

Nú virðist fylgi arftaka þess flokks á landsvísu gufað upp, að minnsta kosti í bili. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en annað hliðstætt nýtt stjórnmálafl kom fram. 

Sem bendir til svipaðs fyrirbæris og hjá kúnum í sveitinni minni í gamla daga, sem sýndist grasið oft grænna hinum megin við girðinguna.


mbl.is Verðum að líta í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband