Dæmi sem fróðlegt er að stilla upp.

Ef 50 flóttamenn hefðu verið fluttir til landsins eins og til stóð var um að ræða einn flóttamann á hverja 6600 íbúa Íslands og samkvæmt tölum í Fréttablaðinu í dag hefði það kostað um 5,5 milljónir alls að taka á mótihverri flóttakonu með tvö börn. 

Setjum sem svo að 330 flóttamenn yrðu fluttir inn, er það einn flóttamaður á hverja þúsund íbúa. 

Ef flóttamennirnir verða 200 og meðaltekjur á íslenska vinnumarkaðnum eru rétt innan við fimm milljónir á ári mun kostnaður við hverja flóttakonu með tvö börn verða sem svarar árslauna eins af hverjum 1-2000 launþegum, eftir því hvernig börnin eru metin.

Miðað við það að margar milljónir flóttamanna eru nú þegar í nágrannalöndum Sýrlands, þar sem íbúarnir eru miklu færri en í Evrópu og tekjur íbúa margfalt minni, bliknar flóttamannavandinn í Evrópu í samanburðinum.

Donald Trump gerir mikið úr því að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda séu í Bandaríkjunum, en það er 14 sinnum hærri tala en þeir 800 þúsund flóttamenn, sem nú er mikið gert úr að séu að setja allt á hliðina í Evrópu og rústa ESB.

Samkvæmt því ættu Bandaríkin þegar að hafa liðast í sundur og hrunið, svo að notað sé orðalag, sem sumir nota nú um ESB.   


mbl.is Schengen að liðast í sundur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bókstaflega elska tvöfeldni hjá fólki.
Maður sem er með túrbínutrix á heilanum, tekur tölur frá 365 miðlum sem heilögum sannleik, miðli sem rekur blygðunarlausa stefnu um óheftan innflutning flóttafólks, og reiknar svo eitthvað út í bláinn, og fær niðurstöðu sem hann er bísna ánægður með.

Tvöfeldnin verður aldrei skemmtilegri, en þegar menn ákveða að sjá ekki eitthvað sem skekkir dæmið.

Í fyrsta lagi, þá er túrbínutrixmaðurinn að reikna út frá heildalaunum á Íslandi, gleymir að fólk borgar í lífeyrissjóð og stéttarfélag, og svo náttúrulega skatta.
Í öðru lagi, þá passar góða fólkið á Fréttablaðinu að reikna ekki inn sérstakar húsaleigubætur, meðlag og mæðralaun. Þá er því algerlega sleppt að minnast á, að Rauði krossinn fær fé til umsjónar flóttamönnum. Það er ekki ókeypis. Þá er ekkert minnst á kostnað vegna starfsfólks í félagsþjónustu, sálfræðinga, geðlækna, lækna o.sv.frv.
Í þriðja lagi, þá reiknar góða fólkið á Fréttablaðinu með sveitarstyrk, en hið rétta er að ríkið greiðir með hverjum flóttamanni, og er sú upphæð sem er greidd mun hærri en sveitarstyrkurinn.
Í fjórða lagi, þá má reikna með að flóttafólk fái ókeypis húsnæði, og ef miðað er við markaðsverð í Reykjavík, þá er sá kostnaður aldrei undir 2 miljónum á ári.
Í fimmta lagi, þá má reikna með, að ef flóttamenn eru umtalsvert margir, þá hafa þeir að sjálfsögðu áhrif á framboð á húsnæði. Núverandi húsnæðisekla versnar, og leiguverð hækkar.

Að samanteknu, þá er Ómar og hitt góða fólkið, að beita túrbínutrixinu til að sannfæra Íslendinga um að þetta kosti nú bara ekki neitt, og þetta sé bara gott fyrir þjóðina, auki atvinnu og velferð.

Hvers vegna í andskotanum trónir Grikkland og Ítalía ekki efst á velferðarlistum, með alla sína flóttamenn?

Hilmar (IP-tala skráð) 3.9.2015 kl. 16:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 3.9.2015 kl. 17:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir innflytjenda hér á Íslandi starfa í til dæmis fiskvinnslu, byggingariðnaði, gatnagerð, ræstingum, matvöruverslunum, á hótelum, gistiheimilum og dvalarheimilum.

Þorsteinn Briem, 3.9.2015 kl. 17:03

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skráð at­vinnu­leysi hér á Íslandi í júlí síðastliðnum var einungis 2,6% vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna.

Þorsteinn Briem, 3.9.2015 kl. 17:58

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er merkilegt að Hilmar skuli ekki líka tæta í sig allar tölurnar um mannfjölda landanna, sem nefnd eru, og hlutfall flóttamanna af þeim mannfjöldatölum. 

Ómar Ragnarsson, 3.9.2015 kl. 22:35

8 identicon

Hér er verið að bera saman epli og appelsínur.  Ólöglegir innflytjendur eru alls ekki það sama og flóttamenn.  Eðli málsins samkvæmt bera opinberir aðilar í Bandaríkjunum kostnað af ólöglegum innflytjendum.  Ég er ansi hræddur um að málin horfðu öðruvísi við þar vestra ef þessar 11 miljón manns hefðu stöðu flóttamanna.

Tyrkir sem komu til að vinna í Þýskalandi voru heldur ekki flóttamenn.

ocram (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 00:08

9 identicon

Eðli málsins samkvæmt bera opinberir aðilar í Bandaríkjunum EKKI kostnað af ólöglegum innflytjendum.

Á það nú víst að vera.

ocram (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 00:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ástæður fólksflutninga eru fjölmargar. Sumir flytjast búferlum vegna matarskorts, aðrir vegna bágs efnahagsástands og aðrir vegna vopnaðra átaka.

Sumu fólki er ekki vært í heimalandi sínu vegna ofsókna af hendi yfirvalda eða annarra aðila.

Það er grundvallarréttur hvers manns að geta flúið heimaland sitt og fá vernd í öðru landi verði hann fyrir ofsóknum af hendi ríkisvalds í eigin ríki eða ef ríkisvaldið getur ekki veitt viðkomandi vernd fyrir ofsóknum."

Flóttamenn og hælisleitendur - Mannréttindaskrifstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 4.9.2015 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband